Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 36
Talsvert um ófullkomin sjónvarpskerfi: löulega sett upp meira af vilja en kunnáttu —segir Hans Gunnarsson útvarpsvirkjameistari—veit mörg dæmi þess að FM og videosendingar haf i truf lað útsendingar sjónvarpsins „Undanfarin 15—20 ár hefur verið talsvert um það að sjónvarpskerfi fiafa verið sett upp af ófaglærðum mönnum og í flestum tilvikum eru þau meira eða minna gölluð,” sagði Hans Gunnarsson útvarpsvirkja- meistari við DB í morgun. „Iðulega hafa þau verið lögð meira af góðum vilja en kunnáttu og afleiðingin er í mörgum tilvikum sú að myndgæði eru ákaflega slök. Vissulega er það ekki algilt að þessi kerfi séu gölluð en í flestum tilvikum er svo. Þetta hefur í raun verið í lagi allt fram til þess tíma að FM-sendingar og videó fór að færast í aukana. Sums staðar hefur ekki verið gengið betur frá þessum kerfum en svo að þessar sendingar trufla útsendingar sjónvarpsins. Ég veit til þess að sums staðar í Breiðholti hefur FM-loftnet verjð tekið úr sambandi til þess að losna við truflanir. Það er í raun lítið fengið með slíkum kerfum ef útsend- ingarnar trufla hver aðra. Slíkar truflanir eiga ekki að geta komið fram í kerfum, settum upp af fag- mönnum,” sagði Hans ennfremur. Þá mun einnig hafa verið um það að ræða í sumum tilvikum að svo illa hafi verið gengið frá loftnetskerfum, j að skipta hefur orðið um meginhluta | þeirra til að bæta myndgæðin og i koma í veg fyrir að útsendingar trufli hver aðra. „Bæði er,” sagði Hans, ,,að þarna eru oft á ferðinni ófag- lærðir menn og þar að auki oft á tíðum með ófullkomið efni til lagna.” -SSv. Fannst örendur í Lágafelli Rétt um hádegisbil á laugardaginn fundu leitarmenn úr björgunarsveitinni Fiskakletti svœói nr. 20. Magnús Einarsson aóstoöaryfirlögregiuþjónn, sem leitinni stjómaói, Indriða Jónsson, sem leitað hafði verió síðan á miðvikudag. Var hann örendur ofar- bað blaðið að færa þakkir öllum björgunarsveitarmönnum og öðrum sem aðstoð hafa lega I Lágafelli, ekki ýkja langt frá kirkjunni. Var þama verið að flnkemba leitar- veitt við leit. -DB-mynd S. Beygöi f lítilli hæð og vængurinn rakst í —segja tveir heimamenn á Hellu sem urðu vitni að f lugslysinu þar f gær „Við sáum vélina sveima yfir þorpinu. Hún var búin að fljúga nokkra hringi yfir því og nágrenninu um stund. Okkur datt í hug að keyra út á flugvöll. Viö vorum að koma að flugvellinum, nýkomnir í gegnum hliðið, þegar hún brotlenti,” sagði Fannar Jónasson, 24 ára Hellubúi, sem ásamt Jóni Bergþóri Hrafns- syni, 25 ára, kom fyrstur á slysstað. „Okkur sýndist vélin ætla að lenda. Hún kom úr suðri, á móti vindinum, fór niður undir flug- brautina, en hætti síðan við lendingu. Hóf hún sig upp aftur, tók krappa vinstri beygju í lítilli hæð, missti hæð við það, rak vinstri vænginn í jörðina, steyptist yfir sig og á nefíð,” sagði Fannar. Töldu þeir félagarnir að flugvélin hefði verið í 10—20 metra hæð þegar hún tók beygjuna og að beygju- hallinn hefði verið 45—50 gráður. „Við brunuðum að vélinni og sáum einn mann í henni. Rétt eftir að' við komum að flugvélinni kom annar bíll á staðinn. Ég vissi af lögreglubíl sem staddur var í þorpinu og fór til hans. Fór ég síðan til læknisins en hann var ekki við En lög- reglumaðurinn hringdi á Hvolsvöll og þaðan kom sjúkrabíll og læknir með.” Var flugmaðurinn fluttur með hraði á sjúkrahús í Reykjavík. -KMU. Þelr siu fhigslysið og komu fyrstir á mlysstað. Fannar Jónasson til vinstri og Jón Bergþór Hrafne- son. Þeir em bóðir að IJúke viðskiptafrœðinámi frá háskólanum og reka saman endurskoðenda* skrifstofu á HeHu. Þess má geta að Fannar hefur orðið áður vhni að fiugslysi. Þegar hann var ungur ptttur sá hann iitia flugvál hrapa I sjóinn i sundið milli Viöeyjar og Klepps. DB-mynd: KHstján öm. frjúlst, áháð dagblað MÁNUDAGUR 5. OKT. 1981. Ök af krafti ágám ökumaður BMW-bifreiðar með utanbæjarnúmeri varð fyrir þeirri óvenjulegu og um leið óskemmtilegu reynslu á laugardagsmorgun að aka á gám vestur á Granda. Varð áreksturinn býsna harður og skemmdist bifreiðin mikið. Gáminn sakaði hins vegar ekki mikið en þó sá talsvert á honum. -SSv/DB-mynd: S. GunnarogGeir: Fundurívikunni „Nei, það hafa engir fundir verið um hríð. Ekki hefur verið ákveðinn nýr fundur en ég geri ráð fyrir að fundur verði nú í vikunni,” sagði Ólafur G. Einarsson, formaðar þingflokks Sjálf- stæðismanna, í viðtali við DB í morgun, þegar hann var spurður um á- framhald „sáttafunda” armanna í Sjálfstæðisflokknum. -HH. Q IVININÖSÍ Í VIKU HVERRI Vinningur vikunnar: er Útsýnarferð til St Petersborg beach Vinningur í þessari viku er Út- sýnarferð til St. Petersborg beach með ferðaskrifstofunni útsýn, Austurstrœti 17 Reykjavík. / vikunni verður birt, á þessum stað l blaðinu, spuming tengdsmá- auglýsingum Dagblaðsins. Nafn heppins áskrifanda verður slðan birt daginn eftir í smáauglýsingun- um og gefst honum tækifœri til að svara spurningunni. Fylgizt vel með, áskrifendur. Fyrir nœstu helgi verður einn ykkar glœsilegri utanlandsferð ríkari. Feröaskrifstofan ÚTSVN c ískalt beven up T>r hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.