Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5 J2KIÖBEBJ2SL DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1981. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþrottir Iþróttir Iþrottir 19 Iþróttir Iþróttir Iþróttir >) „Ég þarf að at- huga málin vel” —sagði Lárus Guðmundsson, miðherji Víkings ,,Ég œtla ekki að flana að neinu, þarf að athuga þessi mál vel áður en ég tek ákvörðun. Mér leizt vel á allar aðstæður hjá Bordeaux en tíminn, sem þeir vilja fá mig til sin, er mjög óhagstæður,” sagði Lárus Guðmundsson, miðherjinn ungi í Viking þegar hann kom heim frá Frakklandi I nótt. „Ég var hjá franska félaginu í þrjá sólarhringa eftir UEFA-leik Bordeaux og Víkings. Mætti þar á æfingu og horfði á leik liðsins gegn Metz á laugar- dag. Þeir vilja að ég komi aftur i janúar til æfinga en markaðurinn í Frakklandi er lokaður fram í júní. Ekki hægt að semja um leikmenn fyrr en þá. Þessi tími er óhentugur fyrir mig, það er kannski smuga í sambandi við að ég geti lokið stúdentsprófinu fyrir vorið, þó ekki sé það örugfei. Knattspyrnan hefur tafið mig talsvert frá náminu. Ég þarf að leggja þetta vel niður fyrir mér áður en ég tek ákvörðun. Hef ekki hugmynd á þessu augnabliki hvað verður. Kannski ekki svo fráleitt að ég klæðist Víkingsbúningnum þegar keppnistímabilið hefst hér heima næsta vor,” sagði Lárus, sem verður tvítugur í desember næst- komandi. Hefur því tímann fyrir sér. ,,Það var helzt að þeim þætti ég of ungur hjá Dortmund vildi fá æfingagalla Atla! Atli Eðvaldsson var mjög ánægður með leikinn gegn Karlsruhe á föstudagskvöld. Góður andi hjá Diisseldorf, segir hann, og likar mjög vel. Gamla félagið hans, Dortmund, þykir þó heldur smá- smugulegt. Þeir höfðu samband við Atla á dögun- um og vildu að hann skilaði þeim æfingagalla sem hann fékk og notaði við æfingar hjá þeiml Fjár- hagshlið félagsins virðist þvi ekki beysin, en aðrar hvatir gætu þó legið að baki. Af Pétri Ormslev er það að frétta að hann mun leika æfingaleik með aðalliði Diisseldorf á þriðjudag og skrifar að öllum likindum undir samning við félagið að honum loknum. -Vlggó/VS. Bordeaux — ef ég fer til félagsins yrði ég þar lang- yngsti leikmaðurinn. ” En hvað með Vestur-Þýzkaland og Reinke? „Ég hafði ekki samband við Reinke, þegar ég var í Frakklandi. Hann var búinn aö biðja mig um það en ég reikna með að hann hafi samband við mig hér heima. Þá ræddi svissneskur umboðsmaður við mig i Frakklandi og mun hafa samband við mig síðar. Það er því ýmislegt sem þarf að athuga nánar í sambandi við þessi mál,” sagði Lárus Guð- mundsson. -hsim. Körfuspjaldið Úrslit I körfuboltaleikjum helgarinnar: Úrvalsdeild Njarðvík-Valur 83—74 ÍR-KR 79—8 i Fram-ÍS 92—80 1. deild Ármann-Keflavík Árm. gaf. 2. flokkur karla Haukar-Njarðvik 90—71 3. flokkur karla Haukar-KR 44—70 Haukar-Njarðvík 36—27 4. flokkur karla Reynir S.-Grindavík frestað Haukar-Njarðvík 33—43 5. flokkur karla Reynir S.-Grindavík frestað Haukar-Njarðvík 36—27 Punktalínan Úrslit I handkn&ttleiksleikjum helgarinnar. 2. deild kvenna Keflavík-Fylkir 11—18 3. deild karla Þór A.-Grótta 20—20 Dalvík-Grótta 25—28 ReynirS.-Selfoss 20—17 Ögri-Akranes 18—39 Hnefi Egeland, nr. 11, stefnir á höku Sigga Sveins en knötturinn er á lcið f markið eftir skot hansl! DB-mynd S. Breytir engu þó Best hafi verið valinn f landsliðið —segir Baldvin Jónsson. George Best mun leika með Val gegn New York Cosmos. Tveir skozkir piltar hafa gengiö íVal ,,Það fer eftir getu hvort Skotarnir leika gegn New York Cosmos. Þessir strákar hafa æft litið frá þvi I fyrra- vetur, fengu þó að vera með á æfingum hjá Celtlc í haust,” sagði Baldvin Jóns- son, formaður meistaraflokksráðs Val, þegar DB ræddi við hann I gær. Tveir skozkir knattspyrnumenn, John Main, 21 árs og Bernard Grant, 19 ára, hafa flutzt til íslands og gengið í Val. Þeir munu sennilega starfa hér i byggingavinnu. Main var í þrjú ár hjá Sunderland en samningi hans við félagiö var rift í ágúst 1980. Möguleiki er á að þessir piltar leiki með Val í 1. deild næsta sumar. New York Cosmos er væntanlegt hingað í vikunni og mun leika við Val á laugard á Laugardalsvelli. Valur styrkir lið sitt með írska knatt- spyrnugarpinum George Best, er gerði garðinn frægan hjá M. Utd. Best er 35 ára og var í síðustu viku valinn í norður-írska landsliðshópinn í HM- leikinn við Skota í Belfast 14. október. Það er 22ja manna landsliðshóp. Að sögn Baldvins Jónssonar á þetta val Best engu að breyta í sambandi við leikinn við Cosmos. Best kemur hingað á föstudagskvöld og heldur utan á sunnudagsmorgun. Á að taka þátt í góðgerðarleik í Glasgow á sunnudag. Skotarnir tveir munu æfa með Vals- mönnum fram að leiknum við Cosmos og ef það kemur í ljós, að þeir muni styrkja Valsliðið verða þeir með í leiknum við þetta frægasta knatt- spyrnufélag Bandaríkjanna. Þá má geta þess að ekkert verður úr því að George Best fari til Man. Utd. Ron Atkinson, stjóri United, lýsti því yfir fyrir helgi að það mál væri nú úr sögunni. <hsím. Tel við höfum jafna mögu- leika til að komast áfram r sagði Olafur H. Jónsson, eftir að Þróttur vann Kristiansand í Evrópuleiknum 24-21. Þróttur lék af eðlilegri getu í 10. mín. og nægði til sigurs „Norska liðið var svipað og ég hafði reiknað með. Ef við hefðum leikið af eðlilegri getu hefðum við sigrað með 5—7 marka mun. Nú má segja að jafn- tefli sé þegar sfðari leikurinn hefst eftir viku í Kristiansand. Tel að við höfum jafna möguleika til að komast áfram. Það fór ýmislegt úrskeiðis hjá okkur. Dauðafæri ekki nýtt og við létum þá skora of mikið frá sama stað, Það voru aðeins 15 min. eftir af leiknum, þegar við vissum hvernig vörn við áttum að leika. Það var allt of mikið bruðlað í leiknum. Ég er mjög óánægður með leik okkar — getum miklu meir,” sagði Ólafur H. Jónsson, fyrirliði og þjálfari Þróttar, eftir að lið hans hafði sigrað norska liðið Kristiansand 24—21 i Evrópuleiknum i keppni bikarhafa á fjölum Laugardalshallarinnar í gær- kvöldi. Þar mátti ekki miklu muna. Norska liðið var þremur mörkum yfir, 20—17, þegar tiu min. voru til leiks- loka. En loks á lokakaflanum sýndu ieikmenn Þróttar hvað þeir geta. Léku af eðlilegri getu og skoruðu sjö mörk gegn einu á þessum tiu mfnútum. Þrótt- ur hlýtur að hafa mikla möguleika á að komast áfram. Liðið getur varla leikið verr en það gerði lengstum í þessum leik. Oft á tfðum var ekki heil brú f leik Þróttar. Upplögð færi misnotuð, skotið úr vonlausum stöðum. Vörnin slök og markvarzla lítil sem engin. Það hefði getað farið illa ef við sterkan mótherja hefði verið að etja. Norska liðið hins vegar slakt — þó með allgóða hornamenn og góðan markvörð. Þessi Evrópuleikur var ekki mikið fyrir augað — slakur handknattleikur lengstum. Lokakaflinn yljaði þó fjöl- mörgum áhorfendum og það vantaði ekki stuðning þeirra allan leikinn þó um tima gripi vonleysi um sig. En sigur hafðist og nú er síðari leikur liðanna framundan. Á sunnudag í Kristian- sand. Þróttur byrjaði mjög illa, Kristian- sand komst í 3—0 og það merkilega var, að það voru leikreyndustu menn liðsins, Ólafarnir, sem mesta sök áttu á því. En Þrótti tókst að jafna í 4—4 og síðan var jafnt á öllum tölum upp í 12—12. Þróttur tvívegis yfir, 5—4 og 12—11. Jens Jensson skoraði 12. mark- ið á skemmtilegan hátt og lék sama leik r Armenningar mættu ekki Fyrstudeildarlið Ármanns f körfuknattleik mætti ekki til leiks i fyrsta leik deildarinnar sem vera átti á milli Ármanns og Keflavíkur á laugar- dag. Ármenningar hringdu að visu i Keflvikinga á föstudag og sögðust ekki geta leikið, hefðu ekki lið. Þeir höfðu ekkert samband við KKÍ og því mættu Keflvikingar til leiks til öryggis. Leikurinn var síðan flautaður af og óvist með framhaldið hjá Ármanni sem varð íslandsmeistari fyrir fimm árum. -VS. rétt í lok hálfleiksins. Staðan 13—12 fyrir Þrótt. Framan af síðari hálfleiknum var lítið skorað. Liðið misnotuðu færin á víxl. Jafnt síðan á öllum töium upp i 16—16 og Þróttarliðinu gekk illa. Skot Páls og þó einkum Sigga Sveins brugð- ust illa og norsku leikmennirnir gengu á lagið. Komust í 20—17 og öll nótt virðist úti hjá Þrótti. En Óli Ben. var þá aftur settur í markið eftir hina slöku byrjun og Siggi Sveins kom inn á eftir að hafa verið „kældur” af liðsstjóran- „Það kom loksins að þvi í gær að ég fékk að vera með í byrjunarliði Anderlecht. Það var i Courtrai og mér tókst að skora tvö mörk i 2—3 sigrinum,” sagði Pétur Pétursson þeg- ar DB sló á þráðinn til hans. „Hins vegar veit ég ekkert um hvort ég hef tryggt mér sæti I liðinu. Þjálfarinn er gjarn á að breyta en ég vona það. Ég er himinlifandi með leikinn i Courtrai,” sagði Pétur. Kenneth Brylle, Daninn hjá Ander- lecht, skoraði strax á 4. mín. Síðan lék Pétur í gegn á 15. mín. Var brugðið innan vítateigs. Vítaspyrna og úr henni skoraði Pétur sjálfur. Courtrai um. Og þá var kanónan í lagi — Siggi skoraði fimm af sjö síðustu mörkum liðsins með þrumufleygum. Það síðasta beint úr aukakasti eftir að leiktíma var lokið. Og Óli Ben. fór að verja. Taflið snerist við — tapaðurleikurað því virt- ist snerist í sigur. Gott að sigra i Evrópuleik og leika aðeins af eðlilegri getu í 10 mínútur. Möguleikar hijóta að vera fyrir hendi hjá Þrótti að komast i 2. umferð keppninnar. Liðið naut þessa vissulega minnkaði muninn í 1—2 á 40. mín. en tveimur mín. síðar skoraði Pétur annað mark sitt í leiknum, 1—3. Courtrai skoraði eina markið í síðari hálfieik en sigur belgísku meistaranna var í höfn. Úrslit í leikjunum í 1. deild urðu þessi: FC Liege-Antwerpen 0—0 Molenbeek-Mechelan 4-2 Lokeren-Tongeren 1—0 Courtrai-Anderlecht 2—3 Lierse-Standard 3—1 FC Brugge-CS Brugge 2—3 Beringen-Waterschei 3—2 Ghent-Waregem 1—0 Staðan er nú þannig: Anderlecht 7 4 2 1 17—7 11 að vera á heimavelli. Dómgæzla ágætra Svía var Þrótti heldur hagstæð, þvi verður ekki á móti mælt. Þróttur fékk 5 vítaköst i leiknum. Norðmenn eitt. Fimm sinnum var leikmönnum Þróttar vikið af velli — sjö sinnum Norðmönn- um. Mörk Þróttar í leiknum skoruðu Siggi Sveins 11/5, Páll 7, Jens 2, Magnús Margeirsson 2 og Jón Viðar Sigurðsson 2. Kristiansand: Egeland 6/1, Johannessen 4, Halvorsen4, Erik- sen 3, Austgulen 2 og Michaelsen 2. -hsím. Ghent 6 5 0 1 10—5 10 FC Liege 7 4 1 2 13—7 9 Lierse 7 4 1 2 12—10 9 Lokeren 7 4 1 2 7—5 9 Standard 7 3 3 1 13—8 9 Antwerpen 7 3 2 2 7—4 8 Courtrai 7 3 2 2 8—8 8 Molenbeek 6 3 1 2 9—9 7 Tongeren 7 2 2 3 10—11 6 Beveren 5 2 1 2 5—5 5 FC Brugge 7 2 1 4 12—12 5 CS Brugge 7 2 1 4 13—16 5 Beringen 4 2 0 2 5—6 4 Waregem 7 1 2 4 6—7 4 Waterschei 7 1 2 4 8—16 4 Winterslag 6 1 1 4 5—15 3 Mechelen 7 0 2 5 8—15 2 Pétur Pétursson nýtti tækifærið hjá Anderlecht: Skoraði tvívegis Spaiisjódir um allt land bjóða þár samvinnu heimllislán Þú sparar — við lánum. Heimilislán er nýr lánaflokkur hjá Sparisjóðnum. Pú ákveður lengd sparnaðartímabilsins, sem getur verið 3 —18 mánuðir—óverðtryggt, eða 12—36 mánuð- ir verðtryggt. Upphæðina ákveður þú einnig innan þess ramma sem sparisjóðurinn setur. Að sparnaðar- tímabilinu loknu lánar sparisjóðurinn þér 100%, 125% eða 150% ofan á heildar innistæðu. Pví lengur sem þú sparar því hærra lán færðu og til lengri tíma. jJerþér INNAN HANDAR launalán________________________________ Þú leggur inn launin þín, við lánum. Skjót úrlausn. Launalán er nýr lánaflokkur hjá Sparisjóðnum. Allir fastir viðskiptamenn sparisjóðsins sem fá laun sín eða tryggingabætur greiddar reglulega inn á reikning í sparisjóðnum eiga kost á launaláni þegar eftir 3ja mánaða viðskipti. Launalánin eru skuldabréfalán með sjálfskuldar- ábyrgð. Reikningseigandi þarf að vera skuldlaus við sparisjóðinn. Þú leggur inn skriflega umsókn og færð lánið lagt inn á launareikning þinn. Hyggir þú á meiriháttar fjárfestingu þá talar þú auð- vitað við sparisjóðsstjórann, en launareikningur við sparisjóðinn er góður grundvöllur lánsviðskipta. Komdu við í sparisjóðnum og fáðu þér upplýsinga- bæklinga um heimilislán og launalán. ph2o

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.