Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 5
5 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1981. HAGSTÆTT VERD Á SLÁTURAFURDUM Gætíð vel að þvi að mörinn sé hvorkí of gróft en heldur ekki of fint skorinn. Þarna verður að fara einhvern meðalveg, og engar reglur eru tíl um hve mikill mör á að fara f sláturskammtínn. Okkur hefur reynzt alltof mikill mör fylgja með slátrinu, en við viljum heldur ekki hafa það of feitt. Slátur er nú yfirleitt afgreitt í sér- stökum umbúðum og þá fimm slátur saman. Þá þurfa viðskiptavinirnir ekki að koma með ílát undir slátrið eins og þarf ef slátrið er keypt ,,í lausu” ef svo mætti að orði komast. Hjá Sparimarkaði Sláturfélagsins að Háaleitisbraut (Austurveri) kostar kassi með 5 slátrum 210 kr. Sama verð er hjá Afurðasölu SÍS. Auka- vambir hjá Sparimarkaðinum kosta 5,70 kr. stk. en 6 kr. hjá SÍS, lifr- arkílóið er á 38 kr. hjá SÍS og 40 kr. hjá Sparimarkaðinum, aukasvið kosta 20 kr. kg. hjá Sparimarkaðin- um. Hjá SÍS voru aðeins til gömul svið á 19,15 kr., en ný voru rétt ókomin og áttu að kosta 20,80 kr. (eru væntanlega komin þegar þetta birtist). Ýmsar verzlanir aðrar en þessar ,,sem hafa haft sláturafurðir á boð- stólum ár eftir ár auglýsa slátursölu. Við tókum eftir auglýsingu frá verzl- uninni Hólagarði, sem auglýsir 5 slátur í kassa á 207 kr. Þar kostar ný lifuraðeins31,50kr. kg. -A.Bj. Nú er af sem áður var að fólk stæði norpandi f biðröð niðri á Skúlagötu eða inni á Kirkjusandi eftír að fá afgreitt slátur f koppa og kirnur. Nú geta menn farið inn f hlýlegar verzlanir og keypt sitt siátur f góðum umbúðum. Þessi mynd er tekin af tveimur heiðurskonum, sem voru að ná sér f slátur á dögunum, f Spari- markaðinum f Austurveri. ~ DB-mynd Einar Ólason. Vinnuhagræðingað hafa keppina stóra Ekki má fylla keppina nema að þrem fjórðu. Þegar búið er að fela upp f þá er saumað fyrir. Þetta svarta sem er á diskinum til hægri á myndinni eru rúsinur. Blóðmör og lifrarpylsa eru látin i keppi sem búnir eru til úr vömbinni. Nú til dags eru vambirnar hreinsaðar þegar þær eru afhentar í slátursöl- unni, en samt er gott að láta þær strax í saltvatn um leið og komið er heim og hreinsa þær ögn betur. Athugið að það verður að snúa þeim Það er óneitanlega dálftíð subbulegt að sauma fyrir. Ef nóg er af „aðstoðarfólki” er gott að hafa nokkrar nálar f gangi og láta aðstoðarfólkið þræða fyrir sig. Eins og sjá má eru keppirnir okkar engin smásmiði þegar búið er að fela upp f þá. Til þess að spara vinnu saumum við þert yfir þá með ekki alltof grófum saumsporum. Ef fyrir kemur að keppirnir verði einum of stórir fyrir okkar smekk, saumum við tvisvar yfir. DB-myndir Hörður Vilhjálmsson. við til þess að hreinsa á þeim slétta borðið. Úr hverri meðalvömb er hægt að fá mismunandi marga keppi, allt eftir því hve stórir keppirnir eru. Við í „tilraunaeldhúsinu” erum fylgjandi stórum keppum, sem við saumum svo þvert yfir, eftir að búið er að fela upp í þá. Það er vinnusparnaður að stórum keppum. Við höfum fengið svona um sex stóra keppi úr meðal- stórri vömb. Eins og segir annars staðar á þessari síðu notumvið maríu- húfuna (sem er eins og köflóttur keppur) alltaf undir lifrarpylsuna. Langhentugast er að ætla sér tvo daga til sláturgerðarinnar. Fyrri dag- urinn fer þá í að ná í slátrið, þvo vambirnar og sníða og sauma kepp- ina. Um leið og búið er að sauma keppina (munið eftir að skilja eftir nægilega stórt op til að fela upp í, er gott að láta keppina í kalt saltvatn og geyma á köldum stað til næsta dags. — Þá er vatnið látið leka vel af keppunum áður en þeir eru fylltir af blóðmör og lifrarpylsudeiginu. -A.Bj. Hefðbundnar uppskriftir að blóðmör og lifrarpylsu Fyrir það sláturgerðarfólk sem vill hafa hefðbundnar blóðmörs- og lifrarpysluuppskriftir til þess að styðjast við fara tvær slíkar hér á eftir: Blóðmör 11 blóð 2 dl vatn 11/2 msk. sait 300—400 gr haframjöl 400—500 gr rúgmjöl um 500 gr mör 12—15 vambakeppir Lifrarpylsa 1 kg lifur og nýru (um 2 lifrar og 4 nýru) 1—11/2 msk. salt 5—6 dl mjólk 5—6 dl mjólk, undanrenna eða kjöt- soð 100—200 gr haframjöl (og hveiti) 400—500 gr heilhveiti og/eða rúgmjöl 600 gr brytjaður mör 10—12 vambakeppir / Uppskrift dagsins

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.