Dagblaðið - 05.10.1981, Page 13

Dagblaðið - 05.10.1981, Page 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1981. ástandið lagast að sögn forystu- manna í samtökum leigjenda. Margir hafa brugðist vel við og sett litið not- að húsnæði í leigu þegar farið var að lýsa yfir neyðarástandi í fjölmiðlum. Þetta virðist renna stoðum undir þá fullyrðingu, að ekki vanti húsnæði heldur að það sé illa nýtt. Ef til vill kom þetta best fram í sambandi við leigumál námsmanna, en þar brást al- menningur vel við þegar þeir lýstu vandamálum sínum. Ekki skal dregið úr því að vandinn sé mikill. Og það má vera rétt hjá for- manni Leigjendasamtakanna, að það sé ekki með neinni vissu vitað, hver hin raunverulega þörf sé meðan ekki hefur verið gerð á henni nein heildar- könnun, eins og hann vék að í sjón- varpi. Borgarráð hefur nú samþykkt að láta fara fram skyndikönnun á ástandi húsnæðismálanna og er það vel. En þó að sú könnun hafi ekki átt sér stað, höfum við þó í höndunum upplýsingar, sem gefa nokkra vís- bendingu um hvernig ástandið er. Samstillt átak Á biðlistum Félagsmálastofnunar eru mörg hundruð manns sem um- sækjendur um leiguíbúðir borgarinn- ar. Einnig eru mörg hundruð á skrá hjá Leigjendasamtökunum, þótt í sumum tilfellum geti verið um sama fólkið að ræða. Fyrir nokkru síðan voru um 300 búslóðir í geymslu hjá Reykjavikurborg, fyrir utan það sem sjálfsagt er í geymslu hingað og þang- að um borgina hjá vinum og kunn- ingjum. Við höfum af þessu allgóðar upplýsingar um ástandið og allar ýta þær undir þá skoðun, að nauðsyn sé á því að bregðast fljótt við. Það verður aðeins gert með samstilltu átaki verkamannabústaðanna og borgarinnar, eins og samkomulagið á milli verkalýðsféiaganna í Reykjavík og borgarinnar gerir ráð fyrir. Það Kjallarinn samkomulag er að mínum dómi mjög merkilegt og einstakt í sinni röð, þar sem slíkt samkomulag hefur ekki verið gert fyrr á milli verkalýðsfélag- anna og borgarinnar um lausn hús- næðismála. f þessu samkomulagi er lögð höfuðáhersla á að nýta til fulls þá möguleika sem fyrir hendi eru til byggingar verkamannabústaða sam- kvæmt nýsettum lögum um hús- næðismál. Þá segir einnig í þessu samkomulagi að „stefnt verði að því, að borgin kaupi eða byggi leigu- og/eða söluíbúðir fyrir láglaunafólk ...” Að því stóðu fulltrúar allra flokka í borgarstjórn og mér er ekki kunnugt um að ágreiningur hafi orðið um það í stjórn Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, þegar samkomulagið var til af- greiðslu þar. íhaldið byrjar að bóka Það er ekki fyrr en að samkomu- lagið kemur fyrir í borgarráði og borgarstjórn að íhaldið byrjar að bóka og er með allskyns fyrirvara, — enda er viljinn til þess að leysa vand- ann ekki beinlinis brennandi. Ef svo væri eða hefði verið hjá íhaldinu í Reykjavík þá væri biðlistinn allveru- lega styttri en hann er núna. Auðvit- að hefur hann ekki verið að myndast á nokkrum misserum heldur er þetta að mest öllu leyti arfur frá íhaldinu. Það var i þeirra valdatíð sem þetta ástánd skapaðist fyrst og fremst og ekki hægt að búast við því að við sem nú stjórnum séum búnir að greiða úr öllum þeim vandræðum sem þeir skildu eftir, þótt vel hafi miðað. Ég gat þess i upphafi að íhaldið reyndi nú allt hvað það getur að telja fólki trú um að bygging verkamanna- bústaða sé þess óskalausn. Reyndin er samt önnur. Þegar sjálfstæðis- menn réðu var örlætinu til verka- mannabústaðanna ekki fyrir að fara. komi frá leigjendum í íbúðum borg- arinnar öðrum fremur. En það liggur í augum uppi að umsóknir um íbúðir verkamannabústaða koma frá leigj- endum í borginni almennt, en ekki bara leigjendum hjá Reykjavíkur- borg. Reglurnar um úthlutun íbúða í verkamannabústöðum gera nefnilega ráð fyrir því að þeir sem eiga íbúðir fyrir fái ekki úthlutað íbúðum þar. En það er ekkert undarlegt þótt um- sóknir komi úr leiguíbúðum borgar- innar um íbúðir í verkamannabú- stöðum frekar en öðrum leigu- íbúðum. Við vitum að í leiguhúsnæði borgarinnar býr fólk að meginhluta til sem hefur það lágar tekjur að það hefur ekki treyst sér til þess að eignast íbúðir á hinum almenna markaði. Það hefur hinsvegar möguleika i verkamannabústöðunum og það skiptir sköpum. Fleiri leiguíbúða er þörf Verkamannabústaðakerfið hefur ekki enn getað sinnt þeim umsóknum sem borist hafa og ekki leyst úr þeirri húsnæðisþörf sem fyrir hendi er í borginni, þótt innan þess hafi verið unnið gott starf og byggðar margar íbúðir. Það verður langt þangað til verkamannabústaðakerfið verður búið að uppfylla þörfina fyrir sölu- ibúðir og farið verður að draga aftur úr þörf fyrir leiguíbúðir. Borginni er því nauðsyn i dag að bæta við leigu- íbúðaeign sína og mun gera það eins og fram hefur komið. Unnið er nú að því að byggja nýjar leiguíbúðir og at- huga um kaup á húsnæði til að breyta í leiguhúsnæði. Það ber þó að varast að byggð verði sérstök leiguíbúða- hverfi eins og íhaldið gerði í Fella- hverfi i Breiðholti, heldur þarf að dreifa því um borgina. Guðmundur Þ. Jónsson, borgarfulltrúi. „Það er ekki fyrr en að samkomulagið kemur fyrir i borgarráði og borgarstjórn að ihaldið byrjar að bóka...” segir greinarhöfundur. Myndin sýnir Davið Odds- son borgarfulltrúa. Verkamannabústaðirnir voru dregnir á úthiutun og fyrirheit um lóðir komu seint. Meðan íhaldið gat stuðl- að að framgangi verkamannabú- staðakerfisins var það ekki gert. Og eitt af síðustu verkum sjálfstæðis- manna í borgarstjórn fyrir kosning- arnar 1978 var að afnema að hluta til hið félagslega kerfi með því að afsala borginni forkaupsrétti á íbúðum sem byggðar voru með hagstæðum lánum fráborginni. Úr leigu í eigið húsnœði Það er hinsvegar rétt að fólk vill al- mennt komast úr leiguhúsnæði i sitt eigið húsnæði. Það er ákaflega mikill vilji hjá okkur íslendingum til þess að búa í eigin húsnæði, og er ekkert nema gott eitt um það að segja. Það hefur verið látið að því liggja að um- sóknir um íbúðir verkamannabústaða GuðmundurÞ. Jónsson lönd og leið og umbrot yngri manna afgreiðir hann með orðalagi sem minnir á hótanir Tassfréttastofunnar við Einingu í Póllandi, „Við berjum þá niður”. Þetta er einnig sami maður og alla tíð hefur vafið mælgi sína inn í umbúðir gerðar úr einhvers konar lýðræðishjali. Nú eru þær umbúðir foknar út í veður og vind og eftir stendur ber- skjaldaður kerfiskallinn með steyttan hnefann. Og ef menn eru ekki góðir þá er það honum að mæta að þagga niður í þeim. Þannig hefur lýðræðis- ást Karvels Pálmasonar horfið eins og dögg fyrir sólu, ellegar eins og okkur hefur suma grunað, hún hafi aldrei verið annað en hluti af gervinu i þessum einleik sem Karvel hefur farið með um Firðina um all- mörg ár, eins konar one-man-show Karvels Pálmasonar. Það hefur aldrei skipt máli hvaða flokkur stóð fyrir sýningunni. Sýnishorn af Karvel En varðandi svargrein Karvels Pálmasonar í Dagblaðinu 16. september sl., þá var við því að búast að kæmi hljóð úr horni og sannaðist hið fornkveðna, að sannleikanum verður hver sárreiðastur, hinu var kannski ekki við að búast, að Karvel stykki alskapaður af senu Þingeyrar- fundarins frá ’79, en þeim þætti hefur æ síðan verið brugðið upp í sjónvarpinu, þegar sýnd er niður- læging íslenskra stjórnmála í hnot- skurn og sú fyrirlitning sem íslenskir stjórnmálamenn sýna umbjóðendum sínum um þessar mundir. Karvel Pálmason lék aðalhlut- verkið á Þingeyrarfundinum og sló í gegn eins og alþjóð hefur séð. Nú hefði maður haldið, að vítin væru til að varast þau, en þegar undirr. fjallar málefnalega um verkalýðsmál á Vest- fjörðum umhverfist hann Karvel Pálmason gjörsamlega. Hann gleymir öllum Þingeyrarfundum liðinna ára og eys óþverranum yfir pappírinn. í stað þess að svara eins og maður er hann kominn á kaf í líf- færafræðina eins og áður er vikið að. Dæmi: ,,svo að engu er líkara sem heila- búið sem að baki býr, sé galtómt eða einn hrærigrautur” — „En nú virðist búið að planta þessum þokkaleg- heitum, eða hitt þó heldur, á Vest- fjörðum og þess vegna meiri ástæða til að gefa gaum því illgresi sem upp gæti vaxið” — „vísvitandi rang- færsla eða heimska” ,,TiI upplýsing- ar fyrir þennan annars pólitískt hrjáða einstakling skal á það bent” — ,,og líklega eru þeir fleiri en Finnbogi sem ala slík viðhorf við brjóst sér, en menn stiga mismunandi í vitið til opinberunar þeirra hugsana sinna.” Þetta er aðeins sýnishorn af þeim gróðri sem dafnar í urtagarði Karvels Pálmasonar, og að því athuguðu spyr maður sjálfan sig, hvort sá sem þannig þenkir og skrifar skilji yfirleitt venjulegan texta þar sem orðavalið er miðað við siðað fólk. Annað sem er athyglisvert í upptalningunni hér að ofan er sú áhersla sem Karvel Pálmason leggur á hérveru mína á Vestfjörðum. Þar tjaldar hann öllu sem hann á til í orðavali, þetta virðist skipta hann geysilegu máli, ég þakka. En illgresið sem upp kann að vaxa af þeim fræjum sem ég hef sáð? Ég vona að Karvel Pálmason eigi ekki við hana dóttur mína sem er að verða tveggja ára, annað er eiginlega ekki hægt að skilja af textanum. Hvað varðar liffæri min og and- legt ástand, þá er Karvel Pálmasyni frjálst að hafa skoðanir sínar á því, mér og mínum að meinalausu, en þegar hann fer að blanda inn í þetta nýjum vinnustað mínum, það er að segja Vestfirska fréttablaðinu, og reynir að ala á tortryggni lesenda í garð blaðsins, þá fer málið að taka aðra stefnu. Þetta hefur verið kallað á alþýðumáli íslensku, óþverra- skapur, ég læt lesendum eftir að dæma. „Ég er ríkið" Undanfarið hafa farið fram miklar umræður um lýðræðið í verkalýðshreyfingunni á íslandi og er það af hinu góða að dómi undir- ritaðs. Enda þótt ýmsir láti gamminn geysa og á stundum liggi við beinbrotum og skúfslitum, þá er það áreiðanlegt, að upp þarf að hrista í þeirri lognmollu sem ríkt hefur innan verkalýðshreyfingarinnar, þar á ég við meðal hins breiða fjölda, sem ekki verkalýðshreyfingar sem per- sónugervings nokkurra manna eins og mörgum hinna steinrunnu verka- lýðsleiðtoga hendir til að þenkja svo sem Karvel Pálmasyni og berlega skín í gegn í svargrein hans í Dagblaðinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem verka- lýðsleiðtogi svarar fullum hálsi, þeg- ar menn biðja um kurteislegar umræður. Og gamla aðferðin er notuð, þegar forystan er gagnrýnd þá beita menn samtökunum fyrir sig, þá er skírskotað til vanvirðu og fyrirlitningar til „vestfirsks verka- fólks” þá eru menn vændir um „vanvirðu í garð verkafólks” „fyrirlitning gagnvart bolvískum sjó- mönnum” „Slíku svartnætti aðdrótt- ana og fyrirlitningar hefur vestfirskt launafólk áður svarað og mun hér eftir sem hingað til svara á verðugan hátt.” Hér er þetta borðleggjandi, vestfirsku verkafólki beitt fyrir blekstaf Karvels Pálmasonar, gagnrýni á hina ginnheilögu forystu verkalýðshreyfingarinnar hvort sem hún situr vestra, syðra eða eystra, jafngildir árás á allt launafólk í landinu. Og um þetta hefur umræðan fjallað undanfarið, enda þótt gróinn kerfiskall eins og Karvel taki ekki þátt í henni. Hann er einn af þeim sem „komið hefur sér fyrir” innan verkalýðshreyfingarinnar og situr nú i hægum sessi við Austurvöll. Opin og frjálst umræða ógnar veidi slíkra manna, það veit Karvel og af því eru viðbrögðin eins og raun ber vitni. Og úr því Karvel Pálmason vill endilega frekari umræðu um kjara- málaráðstefnu ASV. á Núpi, þá er hægt að tíunda það nánar, enda þótt svo hafi ekki verið ætlun mín í upphafi. Þessi ráðstefna sem haldin var í ágúst var boðuð með svo til engum fyrirvara og fundarboð fór að sumu leyti í vaskinn að sögn fulltrúa á ráðstefnunni. Ætlunin hafði verið að ráðstefnan yrði tvo daga, en í öllum bægslaganginum voru menn orðnir svo úldnir yfir seinagangi og óskipulagi ráðstefnunnar, að ákveðið var að slita henni eftir einn dag. Áður höfðu verið pöntuð 40 uppbúin rúm fyrir fulltrúana, sem ekki voru nýtt. Ég vona að Karvel Pálmason reyni ekki enn að beita fyrir sig vest- firsku launafólki, þegar rædd eru mistök og óskipulag forystu ASV. Hins vegar má gera ráð fyrir, að þeg- ar kemur til að greiða reikninga þá, sem settir eru upp vegna mistaka þá er sitt hvað forysta ASV. og vestfirskt launafólk. Þá er það vestfirskur verkalýður sem má punga út með fé. Og hvað snertir svo ályktanir fundarins um að semja heima fyrir, þá lægi beint við að álita, að Vinnuveitenda- félagi Vestfjarða hefði verið sent bréf um málið, en þegar þetta er ritað, hefur ekkert gagn komið inn á þeirra borð sem formlega sýni vilja ASV. Alyktun kjaramálaráðstefnu ASV. Núpi í ágúst þangað sem launafólk kostar sig með ærinni fyrirhöfn hefur ekkert sent frá sér nema reykbombur. Og það er það sem forystuna skiptir máli, að þannig sé tekið á málum og menn viti ekki sitt rjúkandi ráð. Þeirra á meðal er Karvel Pálmason en ef þessi vinnubrögð eru ekki „svart- nætti aðdróttana og fyrirlitningar í garð launafóiks á Vestfjörðum” svo notað sé orðalag sem Karvel Pálma- son skilur örugglega, þá veit ég ekki hvernig hægt er að ganga lengra. ísafirði 19.9.1981 Finnbogi Hermannsson. ^ „Þetta er aðeins sýnishorn af þeim gróðri, sem dafnar í urtagarði Karvels Pálmasonar, og að því athuguðu spyr maður sjálfan sig, hvort sá, sem þannig þenkir og skrifar, skilji yfirleitt venjulegan texta þar sem orðavalið er miðað við siðað fólk.”

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.