Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1981.
15
NU LANGAR MARGA TIL SOLARLANDA
—því er vinningur vikunnar ferð til Flórída með Útsýn
f kuldatíð, eins og verið hefur
ríkjandi á íslandi undanfarna daga,
hugsa án efa magir til sólarstranda.
Það gerum við á Dagblaðinu líka og því
ætlum við í þessari viku að bjóða upp á
sólarlandaferð í vinning í áskrifenda-
leiknum.
Einhver áskrifandi Dagblaðsins fær
kost á að vinna sér ferð tU St. Peters-
borg Beach á Flórída með ferðaskrif-
stofunni Útsýn með því einu að svara
hinum einföldu spurningum sem birtast
munu á baksíðu blaðsins einhvern
tímann í vikunni. Verðmæti
vinningsins er 8.500 krónur.
Flórída er vinsæll ferðamanna-
staður á veturna. Þangað streyma íbúar
norðar á jarðarkringlunni, úr
kuldanum í ylinn. Til marks um hitann
má geta þess að hann er jafnan 25—28
gráður á Celsius í októbermánuði.
St. Petersborg Beach er, eins og
nafnið gefur til kynna, strandbær St.
Petersborgar. Bærinn stendur á
kóralrifi og er unaðsreitur fyrir þá sem
njóta þess að flatmaga á sólarströnd
og sleikja sólskinið.
Fjölbreytt skemmtanalíf er á
Flórída. Fyrir utan næturklúbba eru
þar magnaðir skemmtigarðar og ber
þar hæst Disney World en til að sjá allt
sem þar er þarf helzt tvo daga. Þá eru
sædýrasöfnin víðfræg, en þar eru
höfrungrar og önnur stór sæspendýr
látin leika listir sinar. Fyrir þá sem
áhuga hafa á tækni og vísindum er rétt
að minna á Kennedy-höfðann, þaðan
sem geimflaugum Bandaríkjamanna er
skotið á loft.
Sælkerar ættu að njóta sín vel á
Fiórída. Þeir geta valið um allt frá
færibandahamborgarastöðum til
fínustu steikhúsa og verðið kemur á
óvart.
Lesandi góður! Sértu áskrifandi
áttu möguleika. Kannski verður þitt
nafn dregið út og birt innan um smá-
auglýsingarnar i vikunni. Einhver
kunningjanna sér það kannski á undan
þér og lætur þig þá vita. Ertu þá viss
um að þú getir svarað rétt?
-KMU.
Dularf ullur maður svarar auglýsingum þar sem
óskað er eftir leiguíbúðum:
Býður fólki
ákveðna íbúð
sem hann er
ekki eigandi að
„Stúlka sem er hér hjá mér
auglýsti eftir íbúð í Dagblaðinu á
fimmtudag. Hún er frá Stykkishólmi
og auglýsti eftir tveggja herbergja
íbúð. Nokkrir hringdu en hag-
stæðasta boðið kom frá manni sem
sagðist heita Jón Björnsson,” sagði
Elsa Magnúsdóttir sem sagði frá
heldur leiðinlegri upphringingu vegna
smáauglýsingar.
„Þessi maður var mjög
málglaður. Hann sagðist hafa íbúð í
Bólstaðahlíð 3 og sagðist ætla að
leigja hana á 1500 krónur á mánuði.
Þessi leiga var mjög sanngjörn miðað
við annað sem við höfum heyrt og ég
spurði manninn hvað mikið væri þá í
fyrirframgreiðslu.
Maðurinn sagðist þá vera í námi
erlendis og vildi ekkert fyrirfram.
Móðir hans sem hann sagði búa við
Flókagötu myndi taka á móti
greiðslunni. Þá fór maðurinn að tala
um slæma reynslu sína af
leigjendum. Hann hefði þurft að láta
lögreglu bera fyrri leigjendur út eftir
að hann kom að ibúðinni sem flaki.
Móðir hans hefði t.d. risíbúð lausa
sem hún vildi ekki leigja og síðan tók
hann nokkur dæmi um lausar íbúðir í
bænum.
Þessi maður sagðist hafa farið til
Leigjendasamtakanna en þar hefði
hann fengið 30 til 40 manns á móti
sér og allt hippa,” sagði Elsa
ennfremur. „Síðan bauð hann stúlk-
unni að koma og skoða íbúðina sem
hún gerði. Þar komu til dyra hjón,
sem bjuggu í íbúðinni og sögðust
hafa orðið fyrir átroðningi allan
daginn, þannig að maðurinn virðist
hafa hringt í fleiri aðila en okkur. Ég
vildi segja frá þessu því okkur finnst
þetta mjög gróft, og þegar ég hugsa
um það svona eftirá, þá var þessi
maður dálítið undarlegur. -ELA.
Hélt fyrst að
Dagblaðið væri
með eitthvert grín
— segir Sólveig Jóhannsdóttir sem f ékk f jölda
vonsvikinna auglýsenda til sín
„Já, hingað kom fjöldinn allur af
fólki í gær. Margir voru auðvitað
vonsviknir að hafa verið plataðir og
ég vorkenni blessuðu fólkinu, sér-
staklega ungri konu sem var að því
komin að eiga barn,” sagði Sólveig
Jóhannsdóttir ibúi að Bólstaðarhlið 3
en hún tók á móti þeim sem
maðurinn hafði vísað heim til
hennar.
„Það sem mér finnst furðulegast í
þessu er það, að þessi maður sem
hringdi í fólkið, hefur kynnt sig með
nafni eiginmanns míns, Jóns Björns-
sonar. Þessi maður hafði líka vitað
nákvæmlega um allt í húsinu, því
fólkið sem kom, sagði að hann hefði
sagt hve margir byggju í hverri íbúð.
Þá var lika einkennilegt, að fólkið
vissi um dánabú hér á annarri
hæðinni, íbúð sem er verið að laga og
breyta. Það vissi bókstaflega allt um
alla í þessu húsi og það var komið frá
þessummanni.
Nei, ég get ekki ímyndað mér hver
hérna hefur verið að verki. Við
höfum nú verið að velta þessu fyrir
okkur en ég held að þetta geti ekki
verið neitt persónulegt. Við hjónin
eigum nú ekki nema nokkra
kunningja og ekki eru það þeir,”
sagði Sólveig ennfremur.
„Ég vissi ekki hvernig ég átti að
bregðast við þessu í fyrstu, ég hélt að
Dagblaðið væri með eitthvert grín í
gangi, svona eins og hefur stundum
verið í sjónvarpinu. Ég hringdi því til
ykkar en var sagt að svo væri ekki,”
sagði Sólveig Jóhannsdóttir.
-ELA.
Frá Disney World, hinum óvenjulega skemmtigarði á Flóridaskaga.
Sama Ijósmagn moð fnrri vöttum
Venjulegar perur 40 60 75 100
Superbalux 251' 4011 602) 752)
1) Gsfur öriKMS mlnna Ijó* sn vsnjulsg psra
2) Gafur mslra Ijós sn vsnjulsg para
HEILDSÚLUBIRGÐIR:
RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS H.F.
SÍMI
18785