Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1981.
Starfaði við bijvélavirkjun í Sómalíu í þrjá mánuði:
Liföi á úlfaldakjöti,
hrísgrjónum ogspaghetti,
annað ekki fáanlegt
— spjall við ÚlfÞ. Ragnarsson um reynslu hans í hjálparstarfi í Afríku.
„Mig hafði alltaf langað að hjálpa
bágstöddu fólki. Námskeið sem aug-
lýst var á vegum Rauða krossins gaf
mér tækifæri til þess. Þjálfunarnám-
skeiðið var haldið í Munaðarnesi i
vor og þá datt upp úr mér að ég væri
lærður bifvélavirki. Skýrsla um þá
sem sóttu námskeiðiö og voru taldir
hæfir í störf erlendis var send út til al-
þjóðastöðva Rauða krossins í Genf
og þá kom í ljós að það vantaði til-
finnanlega bifvélavirkja. Þýzkaland
hefur útvegað bifvélavirkja en það
hefur reynzt erfitt að finna þar menn
sem eru enskumælandi en þarna úti
er það enskan sem gildir, enda opin-
bert mál Rauða krossins. Það varð úr
að þeir báðu um mig. Ég fékk að vita
um þetta á síðustu stundu, — aöeins
viku áður en ég fór út þann 16. júní,”
sagði Úlfur Þ. Ragnarsson í viðtali
við Fólk-síðuna.
Úlfur kom heim fyrir rúmri viku
eftir þriggja mánaða hjálparstarf í
Sómalíu. Hann, eins og Kristín Ing-
ólfsdóttir hjúkrunarkona er við
ræddum við fyrir stuttu, fór ferðina á
vegum Rauða kross íslands. „Ég tók
mér smáfrí eftir dvölina og fór til
Möltu ásamt eiginkonu minni. Þaðer
alveg nauðsynlegt að hvíla sig eftir
svona starf,” segir Úlfur.
Mikill skortur á öllum
hlutum
— Hvernig var að vinna við bif-
vélavirkjun í landi eins og Sómalíu?
„Mjög frumstætt,” svarar Úlfur.
„Sómalía er eitt fátækasta land i
heiminum og skortur mikill á öllum
hlutum sem okkur finnast sjálf-
sagðir. Það sem háði mér mest í starf-
inu var algjör skortur á varahlutum
og svo bensínskorturinn. Það er litill
gjaldeyrisforði i landinu og skuldir
við önnur ríki eru miklar. Það var þvi
oft ekkert bensín að fá vikum
saman,” segir hann ennfremur.
„Sómalía er upphaflega hirðingja-
land og er í raun ennþá. Þarna sá
maður menn með miklar nauta- eða
úlfaldahjarðir. Ef gott árferði er, t.d.
ef rignir annað kastið, þá lifa hirð-
ingjarnir jafnvel betur en borgar-
búar. Fólkið býr i kofum, nokkurs
konar strákofum, þó yfirleitt sé
meira um að plastdúkar séu notaöir
heldur en strá. Fjölskyldurnar eru
mjög stórar, allt að 10 manna,” segir
Úlfur.
40 þúsund í hverri
flóttamannabúð
„Þarna eru ennfremur stórar
flóttamannabúðir og eru konur og
börn yfirleitt 90% en mjög lítið af
karlmönnum. 1 norðvesturhluta
landsins þar sem ég var voru flótta-
mannabúðir með allt að 40 þúsund
íbúum hver. Þetta er skammt frá
landamærum Eþíóphíu og mér er
sagt að þar séu lagðir mjög miklir
skattar á fólk. Matvælaskortur á
þessum slóðum er ekki svo mikill.
Flóttafólkið fær matarskammta og
þeir hafa það stundum betra en al-
menningur,” segir Úlfar um leið og
við spyrjum hann nánar út í starfið.
Hvaða bílar voru það sem þú varst að
gera við?
„Ég var verkstjóri á bílaverkstæði
Rauða krossins, auk þess sem ég var
kennari. Ég þurfti að byrja á þvi að
hyggja reksturinn upp, búa til einfalt
bókhald, gera vinnuskýrslu yfir þá
sem mættu til vinnu og gera skrá yfir
allar vörur. Ég var með sex Sómalíu-
menn i vinnu og þurfti að kenna
þeim. Vinnuaðstaðan var undir beru
lofti og oft var vítishiti, rúmlega
fjörutíu stig. Það þurfti að klára öll
verk á stuttum tíma, gera við vatns-
og tankbíla en þeir máttu ekki stoppa
þar sem mikið var að gera. Þá þurfti
ég að sjá um rafstöðvar fyr> flótta-
mannabúðirnar.
Bifreiðir á vegum
hjálparstofnana
Þessar bifreiðir voru allar á vegum
hjálparstofnana Rauða krossins
hinna ýmsu deilda Sameinuðu þjóð-
anna og margra fleiri. Þeir innfæddu
voru ekki á eigin bílum. Við unnum
sem sagt fyrir alla þá sem ekki tóku fé
fyrir sína vinnu. Þetta voru vörubílar
sem óku matvælum og vistum og
jeppar sem læknar og hjúkrunarfólk
voru á.”
— Hvernig fannst þér að koma í
land sem þetta?
„í rauninni kom mér það ekki
mikið á óvart. Ég var búinn að fá
mikinn undirbúning á námskeiðinu
og hafði því gert mér grein fyrir
hvernig ástandið yrði. Ég hélt eigin-
lega að það væri verra. Ég hafði búizt
við að þurfa að búa í tjaldi en svo var
ekki. Við höfðum mjög gott húsnæði
tilfinning að á meðan ég var að gera
við stöðina biðu 40 þúsund þyrstir
menn eftir að vatnið kæmist í gang
og þegar það tókst hlupu allir að
krönunum til að fá sér sopa.
Hitt atvikið. Ég var tíður gestur á
spítala fyrir munaðarlaus börn. Þar
voru 15—20 börn og eitt þeirra,
strákur 10—12 ára, var fatlaður og
gat ekki gengið. Ég frétti að ef hann
fengi hækjur þá gæti hann gengið.
Auðvitað fékkst ekkert efni til að búa
til hækjur svo ég stal gömlum sólstól
og bjó til hækjur úr honum fyrir
strákinn. Hann komst á fætur og það
var mér mjög mikils virði.
Auk þess er mér minnisstætt hvað
ég kynntist þarna mörgu fólki, verks-
tæðisstrákarnir mínir voru mér
sannir vinir. Það var mjög gott að
starfa með þeim og þeir komu oft til
mín i kunningjaheimsóknir. Þá
ELÍN
ALBERTSDÓTTIR
vera lengur? „Ætli ég hafi ekki verið
búinn að fá nóg, einn mánuður í
viðbót kannski en ekki lengur. Það
var erfitt að kveðja þetta fólk sem
maður á aldrei eftir aö sjá aftur.
Strákarnir sem unnu með mér voru
ungir, gátu verið synir mínir. Mér
þótti orðið vænt um þá og ég held að
þeim hafi þótt vænt um mig.
Borða með
öllum lófanum
Siðavenjur þeirra voru þó mjög
íllfur Þ. Ragnarsson tólbrúnn og hressilegur eftir hvtid a Möttu. „NauOsynlegt að taka sér hvtid eftir svona
stmrf,"segir hann im
og oft rafmagn og vatn, það var
meira en aðrir gátu sagt,” sagði Úlf-
ur ennfremur.
— En maturinn?
„Úff,” segir Úlfur þá. „Úlfalda-
kjöt, spaghetti og hrísgrjón allan tim-
ann. Fæðið var ekki beint heppilegt
fyrir evrópskan maga enda var mag-
inn orðinn talsvert slappur. Við
fengum alltaf dagpeninga frá Rauða
krossinum sem við gátum ráðstafað
að eigin vild. Líklegast hefði meiru
verið eytt í mat ef hann hefði fengizt.
Þarna fékkst bara ekki neitt. Annars
var ég heppinn að fá ekki neina sjúk-
dóma. Ég fékk sprautur áður en ég
fór út og er núna í þriggja vikna
lyfjakúr við malaríu.”
Bjó til hækjur fyrir
fatlaðan dreng
— Hvað er minnisstæðast eftir
þessa þriggja mánaða dvöl?
„Það eru tvö atvik sem eru mér
sérstaklega kær,” svarar Úlfur.
„Annað er þegar vatnslaust var í
einum flóttamannabúöunum. Raf-
stöðin bilaði og ég var beðinn að
koma og líta á hana. Það var skritin
þurfti ekki enskuna, það var nægjan-
legur skilningur á milli okkar. Þarna
voru líka margir yndislegir útlending-
ar sem unnu hjá öðrum stofnunum
og marga vildi ég hittaaftur.”
Hefði ferðast ef hægt
hefði verið
— Hvað gaztu gert í frítíma þínum
og kom ekki oft leiði yfir þig?
„Það var nú ekki mikið hægt að
gera nema leggjast í sólbað en þá
héldu allir að maður væri vitlaus.
Þeir höfðu aldrei fyrr séð neitt þvi
likt. Þaö tók mikinn tíma að byggja
starfið upp og það var að mestu gert í
frítíma mínum. Auk þess var alltaf
veriö að kalla á mann til að sinna
ýmsu svo í rauninni var frítíminn
sáralítill. Ég hefði líklega ferðazt
meira ef hægt hefði verið að fá elds-
neyti.
Leiði kom oft yfir mig og fjöl-
skyldumaður er einmana þrátt fyrir
aö margt fólk sé i kringum hann.
Sumir dagar voru góðir, aðrir ekki,
en eftir á stendur það eftir sem var
skemmtilegt,” segir Úlfur. Hann var
þá spurður hvort hann hefði viljað
ólíkar. Ég hef til dæmis aldrei fyrr
séð mun á því að éta og að borða.
Þarna voru ekki notuð hnífapör,
heldur var maturinn borðaður með
öllum lófanum. Þrifnaður var í lág-
marki og það gæti kannski stafað af
vatnsskorti. Sómalíumenn eru heit-
trúaðir og hafa sinn föstumánuð.
Þegar föstunni er lokið er haldin
mikil átveizla sem stendur yfir í þrjá
daga. Það er fátitt að hvítum manni
sé boðið inn á heimili þeirra en mér
var þó boðið inn á eitt heimilið og þá
i átveizlu eftir föstuna,” sagði Úlfur.
Hann var að lokum spurður um
póstsamgöngur og hann svaraði:
„Fyrstu sex vikurnar fékk ég engan
póst. Póstleysið var erfitt. Maður átti
von á að fá póst er hann kom einu
sinni í viku en þegar ekkert bréf kom
var maður mjög vonsvikinn þó það
hljómi barnalega. En pósturinn
skipti mann miklu máli,” sagði Úlfur
Þ. Ragnarsson. Hann hverfur nú tíl
fyrri starfa hjá Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins. Úlfur er
kvæntur Unni Karlsdóttur og eiga
þau þrjú börn, 16 ára, 19 ára og 24ra
ára.
-ELA.
Fleii'0 -•
F0LK
Styttra til
Manhattan
Ólafur Laufdal er eins og flestir
vita að byggja nýtt „Hollywood” í
Breiðholtínu. Nýja „Hollywoodið” á
að vera afspyrnu flott og laða gesti að
hvaðan sem þeir koma. En nú er
kominn nýr staður, Manhattan, og
segja menn að það setji svolítið strik í
nýja staðinn hans Óla. Nú er nefni-
lega styttra fyrir þá sem búa í Kópa-
vogi og sunnan hans að fara til Man-
hattan en Hollywood, hvort sem það
er í Ármúlanum eða í Breiðholtinu.
Það er því spurningin með nýja
Hollywood, hvort Óli sé ekki að fara
í samkeppni við sjálfan sig og svo
auðvitað fleiri.
Ásta R. stjómar,
Amþrúður
samstarfsmaður
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
var ekkert ýkja hrifin af því að vera
kölluð samstarfsmaður í þættinum
hans Sigmars, Á vettvangi. Hún var
því ósköp fegin er hún fékk starf sem
stjórnandi Miðvikudagssyrpunnar.
Við megum líklegast óska Ástu til
hamingju því i útvarpsdagskrá fyrir
þessa viku sjáum við að hún er orðin
stjórnandi þáttarins Á vettvangi (Að
likindum í fríi Sigmars) og Arn-
þrúður samstarfsmaður hennar. Já
svona getur lífið breytzt á stuttum
tíma.
Ónýtu” matvœlin
áhaugunum
Vísir sá ástæðu til að heimsækja
sorphaugana í síðustu viku og á
föstudag birtist viðtal við Þórð
Eyjólfsson verkstjóra. Meðal þess
sem Þórður segir í viðtalinu er þetta:
Þá þurfum við oft að grafa niður
heila farmaaf ónýtum matvælum svo
sem kartöfium, ávöxtum — svo og
tómötum, en það þykir einhverra
hluta vegna mikill fréttamatur nú-
orðið, þegar ónýtum matvælum er
hent.”
Því má bæta við þetta að ekki
vitumviðhvaða mat Þórður leggur á
matvæli. Hitt er að aðrir en hann
hafa rekizt á hauga af matvælum sem
myndu flokkast undir góð matvæli í
verzlununum. Það er heldur ekki
fyrir ekki neitt sem lymskulegum
mönnum sést bregða fyrir á haugun-
um eftir að myrkva tekur á station-
bílum sinum og kroppa upp allt
ósöluhæfa kálið eða tómatana eða
hvað það nú allt er. Einhverra hluta
vegna hafa þeir mena vitað af
þessum förmum — hvort sem þeir
starfa á haugunum eða einhvers
staðar annars staðar.
Jón Oddur og
Jón Bjarni
koma um jólin
Kvikmyndin um þá bræður Jón
Odd og Jón Bjarna sem byggð er á
samnefndri bók Guðrúnar Helga-
dóttur, verður liklega tíl þess að
vekja mesta athygli af nýjum kvik-
myndum. Okkur er sagt að hún verði
jóíamynd Háskólabíós.
•
Keypti bara fyrir
hundrað krónur
í einu
Og svo var það konan sem var
spurð að því hvort henni fyndist
bensínið ekki vera orðið dýrt. „Nei,”
sagði hún alvarleg á svip, „ég kaupi
bara fyrir hundrað krónur í einu.”