Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1981. Erlent Erlent S Erlent Erlent Frakklandsforseti, Francois Mitterrand, kveður hér Willy Brandt, fyrrum kansl- ara Vestur-Þýzkalands, á tröppum Elysée hallar, að loknum hádegisverði sem for- setinn hélt stjóm Alþjóðasambands sósfalista. Stjórn Aiþjóðasambandsins, sem er undir forsæti Brandts, hélt fund I Parfs I siðustu viku þar sem hún lýsti m.a. yfir stuðningi við vinstri andstöðuöfl i El Salvador. Bílbeltin hafa bjargað yUMFERÐAR RÁÐ ESKIFJÖRÐUR Blaðburðarfólk óskast strax á Eskifirði. Uppl. gefur umboðsmaður í síma 97-6331. MáÉBIAÐW EGILSSTAÐIR Blaðburðarfólk óskast strax í Fellabæ. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 97-1350. iBIAÐW Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 VANTA5,r. FRAMRUÐU? fTT Ath. hvort við getum aðstoðað. ísetningar á staðnum. BÍLRÚÐAN SSLnm YRTISTOFA GRÍMSBÆ SÍMI31262 Dömur og herrar! Heilsubót í skammdeginu. Éinnig: Super-sun sólarlampinn í fullum gangi. Andlitsböð — húðhreinsun — nudd — maski — handsnyrting — litanir — vaxmeðferð. Kynningarafsláttur: Þessa viku gefum við 10% kynningarafslátt af andlits- böðum. Aukið vöruúrval. — Opið á laugardögum. ÁRSÓL, Grímsbæ, sími 31262 Sadat Egyptalandsforseti ásakar Lýbíumenn um að: UNDIRBUAINN- RÁS í SÚDAN Anwar Sadat Egyptalandsforseti ásakaði í gær Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbíumanna, um að standa að undirbúningi innrásar í Súdan með aðstoð Sovétríkjanna. I viðt^li við egypzka vikublaðið Mayo, sagði Sadat, að Egyptar og Súdanir stæðu í stöðugum viðræðum til að koma í veg fyrir þessi áform Líbýumanna. Sadat sendi varaforseta sinn, Hosni Murarak, á fund Reagans Bandaríkjaforseta sl. föstudag, með beiðni um að Bandaríkin létu Súdön- um í té vopn til að verjast þessari sovézk-líbýsku íhlutun. Sagði Sadat að Gaddafi væri aðeins leppur Sovét- stjórnarinnar, í viðleitni hennar til að ryðja úr vegi ríkisstjórnum sem henni væru andstæðar. f viðtalinu sagði Sadat einnig, að Anwar Sadat. egypzkar könnunarflugvélar hefðu komið í veg fyrir innrásartilraun Gaddafis í Súdan. Hafi líbýskur her, ásamt súdönskum stjórnarand- stæðingum, verið á leiðinni til Khart- oum, höfuðborgar Súdan, er hans varð vart og hafi hann þá snúið til baka til Líbýu. Sadat greindi ekki frá hvenær þetta átti sér stað. Jón L Arnason skrífar um heimsmeistaraeinvígið f skák: ÁSKORANDINN GAFST UPP EFTIR 57 LQKI _ m . ■ ■ r ■ f , r , i rm Heimsmeistarinn í skák, Anatoly Karpov, lét áskorandann, Viktor Kortsnoj, ekki slá sig út af laginu í 2. skákinni, með óvenjulegu byrjunar- vali sínu, Berlínarvörninni í spænska leiknum. Kortsnoj hefur sjaldan eða aldrei áður beitt þessu forna afbrigði á sínum skákferli, svo varla hefur það verið til umræðu á meðan á und- irbúningi Karpovs fyrir einvígið stóð. Engu að síður kom Kortsnoj ekki að tómum kofunum. Karpov náði betri stöðu út úr byrjuninni og jók yfir- burði sína jafnt og þétt með óaðfinn- anlegri taflmennsku. Flestir voru þó á því að áskorandinn myndi veita kröftuga mótspyrnu, en slíku var ekki að heilsa. í 34. leik lék hann gróflega af sér peði og er skákin fór í bið var hann ekki öfundsverður af stöðu sinni. Skákáhugamenn hvarvetna í heim- inum velta nú vöngum yfir slakri frammistöðu Kortsnoj í tveim fyrstu skákum einvígisins. Margir vilja halda því fram að mistök hans eigi sér ekki skáklegar orsakir. Að sögn blaðafulltrúa Kortsnoj, Sztein, og lögfræðings hans, Brodbeck, komst áskorandinn i mikið uppnám við að heyra nýjustu fréttir af Igor, syni sinum, sem nú afplánar fangelsisdóm í vinnubúðum i Síberiu. Bela Korts- noj tjáði eiginmanni sínum i símtali, að Igor hafi þurft að sæta slíkum barsmiðum í fangeisinu, að hún hafi ekki þekkt hann aftur er hún heim- sótti hann nýlega. Slíkar fregnir,' ef sannar eru, gera lítið úr afrekum Karpovs við skákborðið. HVÍTT: Anatoly Karpov SVART: Viktor Kortsnoj SPÆNSKI LEIKURINN 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. BbS Rf6 Þessi leikur hefur áreiðanlega komið Karpov á óvart, þótt ekki sjáist það á taflmennsku hans í skák- inni. Kortsnoj beitir Berlínarvörninni svokölluðu, líklega í fyrsta skipti á ævinni. Hins vegar notaði eftirlætis- skákmaður hans, Emauel Lasker, vörnina mikið á sínum tíma. 4. 0-0 Rxe4 R. d4 Be7 6. De2 Rd6 7. Bxc6 bxc6 8. dxe5 Rb7 9. Rc3 0-0 10. Hel Rc5 11. Be3! Allt frá 10. einvígisskák Tarrasch og Lasker 1908 hefur aðalafbrigðið verið 11. Rd4 Re6 12. Be3 Rxd4 13. Bxd4 c5! (Rio afbrigðið af Berlínar- vörninni í spænska leiknum, sem dregur nafn sitt af upphafsmannin- um Dr. Caldas Viana í Rio de Janeiro) 14. Be3 d5 15. exd6 Bxd6 16. Re4 Bb7 17. Rxd6 cxd6 og hvítur er talinn hafa liðlegra tafl. Hins vegar verða yfirburðir hans aðeins greindir í smásjá, enda hafa síðari tíma skákir sýnt að svartur á auðvelt með að jafna. Þannig tefldu m.a. Jóhann Hjartarson og Marjanovic á ólympíumótinu á Möltu, ef ég man rétt. 11. —Re6 12. Hadl d5 13. exd6 cxd6 14. Rd4 Bd7 Eftir 14. — Rxd4 15. Bxd4 Be6 16. Hd3! vofa ýmsar óþægilegar hótanir yfir kóngsvængnum. 15. Rf5 d5 16. Rxe7+ Dxe7 17. Dd2 Fram að þessu gafa keppendur fylgt skák Shamkovic og Lein frá Tbilisi 1969 en hér breytir Karpov út af. Ekki vel liðið að taka landflótta Sovétmenn sér til fyrirmyndar. Shamkovic lék 17. Ra4 og náði einnig betri stöðu. r Skák L V. — j y 7" JÓN L. ^ÁRNASON »• 1 17.— Dh418. Re2 Hfe8 19. b3 He7 Áætlun Kortsnoj minnir mjög á áætlun hans 1 1. skákinni. Hann virðist hafa tekið miklu ástfóstri við klunnalegar tilfæringar. 20. Rg3 Df6 21. f3 Be8 22. Re2 h6 23. Bf2 Dgó 24. Rcll Stórmeistaraleikur! Á d3 stendur riddárinn eins og bezt verður á kosið. Ljóst er að Karpov er að ná yfirhöndinni, en þó er engin ástæða fyrir svartan að örvænta, eins og Kortsnoj virðistgera. 24. —d47! Nú opnast hvítum sóknarmögu- leikar eftir 5. reitaröðinni. Kortsnoj vonast til þess að styrkja stöðuna með — c5, en til þess fær hann ekki frið. 25. Rd3 Df6 26. Bg3 Hd7 27. He5 Dd8 28. Hdel Hd5 Hótunin var 29. Rc5 o.s.frv. 29. Hxd5 Dxd5 30. He5 Dd7 31. Del Hc8 32. b4! Dd8 33. Ha5 Dd7 34. h3 Sífellt hugar Karpov að peða- stöðunni. Hann hefur töglin og hagldirnar, en ef allt væri með felldu myndi Kortsnoj veita harðvítugt við- nám. a b c d e, f g h 34. — f677 35. Hxa7! Auðvitað! Afleikirnir gerast ekki verri. Ef 35. —Dxa7, þá 36. Dxe6 + ásamt 37. Dxc8 og hvítyur vinnur mann. 35. —Dd5 36. Ha5 Dd7 37. Ha7 Dd5 38. Ha5 Dd7 Karpov fer sér í engu óðslega, hyggst koma skákinni í bið og finna vinningsleiðina yfír kaffibolla. Sama staðan hefur ekki komið upp þrisvar, því svartur átti peð á a7. 39. De4 BH 40. Df5 He8 41. Kh2 Db7 Karpov lék biðleik. ,,í mínu heimalandi átt þú alltaf betri stöðu ef þú ert peði yfir,” —• sagði argentinski stórmeistarinn Miguel Najdorf. Karpov nýtti vel yfirburði sína, þegar tekið var til við biðskákina í gær. Lokin þarfnast ekki skýringa. 42. a3 — Hd8 43. h4 — h5 44. Rf2 — Dd7 45. Ha6 — De8 46. Da5 — Bg6 47. Rd3 — Kh7 48. Db6 — Hc8 49. a4 — Bf5 50. a5 — c5 51. bxc5 — Bxd3 52. cxd3 — Rxc5 53. Ha7 — Dg6 54. Hc7 — Hxc7 55. Bxc7 — Rxd3 56. Dxd4 — Re5 57. Bxe5 og hér gafst Kortsnoj upp.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.