Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 5. OKTÓBER 1981. Iþróttir Iþróttir 9 16 (t Iþróttir Iþróttir Ágúst Lindal, KR, sækir að körfu ÍR 1 leik liðanna i úrvalsdeildinni á laugardag. búinn að rétta Ágústi hjálparhönd. Fyrir aftan þá sést Bob Stanley (11), Bandarfkja Hjörtur Oddsson sækir að honum og Jón Sigurðsson, bezti maður vallarins, er reiðu- maðurínn i liði ÍR. JÓN SIG. SÁ UM ÍR! — útlendingslausir KR-ingar sigruðu ÍR 81-79 f fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar Alislenzkir KR-ingar sigruöu ÍR I fyrstu umferð úrvalsdeildarínnar I körfuknattleik á laugardag meö 81 stigl gegn 79. Slewart Johnson meiddist illa á fingri i Reykjavikurmótinu á dögun- um og getur ekki leikiö meö KR á næst- unni. Þeir léku því útlendingslausir gegn ÍR en það kom ekki að sök. Jón Sigurösson lék aöalhlutverkið hjá KR, var óstöðvandi og skoraði 32 stig. ÍR lék án Kristins Jörundssonar sem stjórnaði liðinu af bekknum og i lokin vantaði tilfinnanlega reynslu i liðið til að halda haus eftir að ÍR hafði átt sizt minna i leiknum, sem var hnifjafn allan timann. jafnræði liðanna sá til þess að spennan hélzt. Jón Sigurðsson átti mjög góðan leik og var fyrst og fremst maðurinn á bak við sigur KR. Vítanýting hans var með eindæmum, af fimmtán skotum rötuðu 14 rétta leið. Garðar var einnig drjúgur og Bjarni átti góða kafla. Kristján Rafnsson gæti komið vel út í vetur en virðist skora áræði undir körfu andstæðinganna. Bob Stanley var sterkastur ÍR-inga, berst vel og hirðir ógtynni af fráköstum í vörn og sókn. Skotnýting hans í leikn- um var þó léleg. Óskar Baldursson lék mjög vel, sérstaklega framan af, og Sigurður Bjarnason stóð sig með ágætum en hann kom ekkert inn á fyrr en í síðari hálfleik. Reynsluna skortir í liðið en framtíðinni ætti það ekki að þurfa að kvíða. Nóg af efnilegum leik- mönnum. Stig KR: Jón Sigurðsson 32, Garðar Jóhannsson 17, Ágúst Líndal og Kristján Rafnsson 12 hvor, Bjarni Jóhannesson 6 og Páll Kolbeinsson 2. Stig ÍR: Bob Stanley 29, Kristján Oddsson 11, Jón Jörundsson 10, Óskar Baldursson 8, Hjörtur Oddsson 6, Benedikt Ingþórsson 6, Sigurður Bjarnason 5 og Sigmar Karlsson 4. Dómararnir ungu, Gunnar Guð- mundsson og Ingvar Kristjánsson, voru ekki öfundsverðir af hlutverki sínu í leiknum. Þeir gerðu sín mistök en eru vafalaust reynslunni ríkari. Leikur þessara gömlu risa í körfuknattleiknum dró að sér fáa áhorfendur, þeir náðu ekki að fylla hundraðið að þessu sinni. -VS. Laval og Lens töpuðu í Frakklandi: KR náði forystunni á upphafsmínút- um leiksins en hún var þó aldrei meiri en fjögur stig. ÍR komst yfir í fyrsta skipti efdr 8 mín., 20—18, og skömmu síðar voru þeir komnir sjö stig yfir, 32—25. Það var mesti munurinn á liðunum í leiknum. KR náði að jafna og komast yfir á ný, 40—37, þremur mínútum fyrithlé. Það sem eftir lifði hálfleiksins var mikið fum og fát á mönnum og aðeins ein karfa skoruð, ÍR-ingar, og staðan í hléi því 40—39 KR í hag. ÍR byrjaði síðari hálfleikinn vel og komst í 49—44. KR jafnaði og eftir það skiptust liðin á um að hafa forystu þar til þrjár mínútur voru tíl leiksloka. Þá var Jón Jörundsson farinn út af hjá lR með 5 villur og ÍR-ingarnir hættu gjör- samlega að hitta í körfuna. KR náði forskoti sem ekki varð unnið upp, 81 — 75 þegar hálf mínúta var eftir af leikn- um. ÍR náði þó aö skora tvær körfur, Óskar Baldursson, en sigri KR varð ekki ógnað á síðustu sekúndunum. Leikurinn í heild var frekar slakur en „ ANZIHART AÐ NA EKKIÖÐRU STIGINU” —sagði Karl Þórðarson um leik Laval við Montpellier „Þetta var heldur slakur leikur en við vorum miklir klaufar að ná ekki að minnsta kosti jafntefli i lelknum. Já, það var anzi hart að ná ekki öðru stig- inu. Við náðum forustu á 10. min. þegar Þjóðverjinn Krause skoraði. Hann lék sinn fyrsta leik á ný eftir meiðsli. Montpellier jafnaði á siðustu minútu fyrri hálfleiksins — mikið gjafamark eftir aukaspyrnu. Sjö min. fyrír leikslok skoraði liðið svo sigur- markið,” sagði Karl Þóröarson, þegar DB ræddi við hann i gær. Tólfta um- ferðin i 1. deildinni i Frakklandi var háð á laugardag. Montpellier sigraði þá Laval 2—1 en sem kunnugt er leikur Karl Þórðarson meö Laval. Lens, liðið, sem Teitur Þórðarson ieikur með, tap- aði illa i Nantes. Bordeaux komst aftur í efsta sætið með sigri á Metz en leik Nice og St. Eti- enne, sem átti að vera i Nice, var frest- að vegna gífurlegrar úrkomu. St. Eti- enne, meistararnir frá í vor, hefur tapað fæstum stigum. Úrslitin á laugardag urðu annars þessi: Lyon—Monaco 0—2 Bordeaux—Metz 2—1 Montpellier—Laval 2—1 Lille—Tours 2—0 Bastia—Strasbourg 1—0 Auxerre—Brest 1 — 1 Nantes—Lens 4—0 Nancy—Paris SG 0—0 Valenciennes—Sochaux 3—0 Nice—St. Etienne frestað Staðan er nú þannig: Bordeaux 12 6 5 1 22—14 17 Monaco 12 7 2 3 27—14 16 Sochaux 12 6 4 2 15—13 16 St. Etienne 10 6 2 2 20—9 ’ 14 Lille 12 6 2 4 26—18 14 Brest 11 4 6 1 17—14 14 Bastia 12 5 4 3 23—22 14 Laval 11 5 3 3 15—13 13 Nantes 12 4 4 4 16—12 12 Paris SG 12 4 4 4 11 — 11 12 Nancy 11 4 4 3 14—16 12 Lyon Valenciennes Tours Strasbourg Montpellier Auxerre Metz Nice Lens 11 6 0 5 12—14 12 12 4 3 5 15—14 11 12 5 1 6 12—14 11 114 16 14—14 9 12 3 3 6 12—19 9 12 2 4 6 11—24 8 12 0 7 5 8—15 7 11 2 2 7 10—27 6 12 2 1 9 11—23 5 -hsim. 50 mörk Úrslit i hollenzku úrvalsdeildinni í knattspyrnu i gær urðu þessi: Haarlem-Maastricht 3—2 AZ’67-Nec, Nijmegen 4—2 Roda-Feyenoord 2—2 Utrecht-Tilburg 5—2 Deventer-Pec, Zwolle 2—2 PSV Eindhoven-Twente 4—0 NAC, Breda-de Graafschap 5—1 Stórleikir íEvrópu- bikarnum — Bayern Miinchen leikur við Benf ica Það verða heldur betur stórleikir i Evrópubikarnum i knattspyrnu, keppni meistaraliða, i 2. umferðinni. Bayern Munchen, sem þrísvar hefur sigrað i keppninni og er nú taliö sigur- stranglegast þeirra 16 liða sem eftir eru, leikur við Benfica, Portúgal, sem tvi- vegis hefur sigrað i keppninni. Það var dregið til 2. umferðar f Zurich i Sviss á föstudag og hér á eftir fara allir leikirn- ir i Evrópubikarnum og helztu leikir f Evrópukeppni bikarhafa og UEFA- keppninni. Evrópubikarinn Anderlecht, Belgíu, — Juventus, Ítalíu. Liverpool, Englandi, — AZ’67, Hollandi. Bayern Munchen, V-Þýzkal.,— Benfica, Portúgal. Banik Ostrava, Tékkóslóvakíu, — Rauða stjarnan, Belgrad, Júgóslavíu. CSKA, Búlgaríu, — Glentoran, Norð- ur-írlandi. KB, Danmörku, — Universitat Craiova, Rúmeníu. Austria, Vín, Austurríki — Dynamo Kiev, Sovétríkjunum. Dynamo Berlín, Austur-Þýzkalandi, — Aston Villa, Englandi. Evrópukeppni bikarhafa Eintracht, Frankfurt — Rostov, Sovét- ríkjunum. Tottenham, Englandi, — Dundalk, ír- landi. Bastia, Frakklandi,'— Dynamo Tbilisi, Sovétríkjunum. Dukla Prag, Tékkóslóvakíu, — Barcelona, Spáni. Vasas, Ungverjalandi, — Standard Liege, Belgíu. Legia Varsjá, Póllandi, — Lausanne, Sviss. Oporto, Portúgal, — Roma, Ítalíu. UEFA-keppni Helztu leikir þar eru Hamburger SV, Vestur-Þýzkalandi, — Bordeaux, Frakklandi. Real Madrid, Spáni, — Carl Zeizz Jena, A-Þýzkalandi. Southampton, Englandi, — Sportíng, Lissabon, Portúgal. Arsenal, Englandi, — Winterslag, Belgíu. Ingemarfær verðlaunin f rá Helsinki Á fundi alþjóðaólympiunefndarinn- ar i Baden Baden í V-Þýzkalandi á föstudag var samþykkt, að Ingemar Johansson, fyrrum heimsmeistarí i þungavigt i hnefaleikum, fái silfurverð- launin i þungavigt frá leikunum í Helsinki, 29 árum eftir að hann var dæmdur úr leik f úrslitum í Helsinki. Hann hljóp bara undan mótherjanum Ed Saunders, USA, miklum rotara, miður sin af ótta f furðulegasta hnefa- leik, sem undirritaður hefur orðið vitni að. En ólfk urðu örlög þeirra,Ed Sand- ers lézt nokkrum árum sfðar eftir rot- högg í keppni. Ingemar Johansson varð heimsmeistari og margfaldur milljóna- mæríngur. Ingemar fékk verðlaun sfn i fyrstu en alþjóðahnefaleikasambandið tók þau af honum. Þau voru i gæzlu finnsku ólympfunefndarinnar. Loks nú samþykkti alþjóðanefndin að Johans- son fengi verðlaun sfn. Forseti nefndar- innar, Spánverjinn Juan Antonio Sam- aranch, mun afhenda Ingimari þau, þegar hann fer til Svfþjóðar innan skamms. -hsfm. í Hollandi Sparta-Ajax 5—3 Groningen-Den Haag 4—2 Fimmliu mörk i niu leikjum. Það jaðrar við heimsmet. Staða efstu liöa: PSV 9 7 0 2 27—13 14 Ajax 9 6 1 2 37—13 13 Sparta 9 5 3 1 21—12 13 AZ’67 9 5 2 2 23—11 12 Deventer 9 5 2 2 20—13 12

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.