Dagblaðið - 05.10.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1981.
I
11
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
Lennart Cedrup
skrifar
frá Hollywood
Jacksons — áður Jackson Five. Frá vinstri oð framan: Michaei, Randy og
Marlon. í efri röð þeir Tito og Jackie. Eiztí bróOirinn, Jeremiah, sleit
samstarfinu viö hina fyrir nokkrum árum.
Jacksonbrœður halda
hver í sína áttina
— eftir ellefii ára árangursríkan samsöng
Hvert sæti var selt á hljómleikum
The Jacksons (sem áður kölluðu sig
Jackson Five) i Los Angeles og San
Diego nýlega — og komust þó 20
þúsund manns í sæti á hverjum stað
fyrir sig. Fagnaðarlætin voru gífurleg.
Aðdáendaskarinn reyndi að komast
upp á sviðið og bræðurnir upplifðu
sína fornu frægð í ljósadýrðinni.
Bræðurnir blökku voru klappaðir upp
hvað eftir annað og þarf ekki að undra;
hljómsveitin verður leyst upp á
næstunni og hljómleikarnir í Los
Angeles og San Diego voru hinir
síðustu.
Það er einkum vegna helzta stirnis
flokksins, Michaels Jacksons, sem nú
er orðinn 23 ára, að bræðurnir skiljast
nú að.
„Mér leiðast ferðalögin og ég vil
ekki vera með í þessu lengur,” segir
Michael Jackson. „Ég hef hugsað mér
að taka þvi rólega i nokkra mánuði og
vinna við sólóplötu. Svo vonast ég tii
að geta haldið áfram þar sem frá var
horfið með kvikmyndaferil í
Hollywood.”
Bræðurnir eru sáttir — þeir vilja
aðeins reyna eitthvað nýtt. Jackie, sem
er þritugur, vill snúa sér að samningu
kvikmyndatónlistar. Tito (27 ára) ætlar
að halda áfram námi við tónlistarhá-
skóla, Marlo (24 ára) vill verða leikari
og Randy, sá yngsti, sem nú er 19 ára,
er að senda frá sér sína fyrstu
sólóplötu.
Jackson flokknum tókst að halda
sér á toppnum í ellefu ár. Hópurinn sló
fyrst í gegn með sinni fyrstu plötu 1970
— það var lagið „I Want You Back”.
Þrjú næstu lög höfnuðu einnig efst á
lista Billboard. Sannkölluð óskabyrjun
— og aldeilis ótrúlegt þegar haft er í
huga, að þá var Michael Jackson
aðeins 12 ára.
Sex mánuðum eftir að fyrsta platan
kom út voru haldnir fyrstu
hljómleikarnir — í Los Angeles Forum
og þar var náttúrlega uppselt. Michael
Jackson heillaði áhorfendur upp úr
skónum svo grindurnar framan við
sviðið voru brotnar niður og bræðurnir
fimm urðu að forða sér af sviðinu.
Eftir það var ferill þeirra ein
samfelld sigurganga — að vísu með
nokkrum hæðum og lægðum. Þeir
hafa troðfyllt stærstu sali í Las Vegas,
verið með eigin sjónvarpsþætti og
komið fram fyrir kónga og keisara um
víða veröld.
í fyrra varð sólóplata Michaels, Off
the Wall, söluhæsta plata ársins. Það
varð enn til að vekja athygli á Jackson-
bræðrunum og næsta plata þeirra,
Triumph, seldist í meira en milljón
eintökum.
„En ekki einu sinni sú velgengni fær
okkur til að hætta við að hætta,” segir
Michael Jackson.
Jackson-flokkurinn er andlegt og
líkamlegt afsprengi Joe nokkurs
Jacksons, fyrrum kranastjóra. Hann er
faðir bræðranna sex og tveggja systra
þeirra. Allur hópurinn hefur nokkrum
komið fram opinberlega. Sagt er unt
Jackson-systkinin að þau hafi verið
farin að syngja áður en þau gátu gengið
óstudd.
Aginn var mikinn í fjölskyldunni en
i dag kvarta systkinin ekki þótt þau
hafi verið látin dveljast inni við söng á
meðan jafnaldrar þeirra léku sér úti á
götu. Afleiðingin er sú, að Joe Jackson
og börnin hans öll eru margfaldir
milljónerar.
Dönsku stúlkurnar á myndinni hér að
ofan, Tonie og Anita, héidu sig hafa
himin höndum tekið er þœr hittu tvö
vesturindísk giœsimenni á diskótekinu
Soul City í Kaupmannahöfn er buðu
þeim líf i lúxus sér við hlið. Þœr slógu því
til ogfóru með þeim til Berlinar en þar
kom fljótt annað hljóð i strokkinn.
Stúlkunum var nauðgað og misþyrmt og
reyndu mennirnir að þvinga þœr til að
selja blíðu sína á hóruhúsum Berlínar-
borgar. Eftir viku afslíku tókst Tonie að
flýja en lögreglan í Berlln frelsaði síðan
Anitu úr klóm þessara tilvonandi þrœla-
sala. Myndin sýnir þœr Tonie og Anitu
við heimkomunu í Kaupmannahöfn og
segja þær trú sína á karlkyninu nú að
engu orðna.
my
1891-1981
NAMSKEIÐ
Framhaldsmenntun — Símenntun
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur gert samkomulag viö Stjórnunarfélag íslands um námskeiðahald fyrir félagsmenn VR.
Markmiö námskeiöanna er aö miöla þekkingu á nýjum og hefðbundnum aöferöum viö störf í verzlunum og á skrifstofum.
Þátttakendur eiga kost á aukinni menntun og geta aflað sér fræöslu um tæknilegar framfarir á sviöum verzlunar og viöskipta.
Fræöslusjóöur VR mun greiða þátttökugjald félagsmanna sinna, og skal sækja um það á skrifstofu VR. Þátttöku í námskeiðunum
skal tilkynna til skrifstofu Stjórnunarfélags íslands
EFTIRFARANDI NAMSKEIÐ HAFA VERIÐ AKVEÐIN:
1 ■ Afgreiðslustörf og
þjónustustörf:
Þetta námskeið býður upp á yfirferö
yfir ýmsa hagnýta þætti afgreiöslu-
starfa, s.s. kassastörf, verömerk-
ingar, vörutalningu, vöruþekkingu,
ný tækni o.fl.
Tími: 22., 23. og 26. okt. 1981 kl.
14.00—18.00.
2. Bókfærsla I:
Hér er um að ræöa kennslu í undir-
stöðuatriöum bókhalds og hvernig
megi nota bókhaldsniðurstöður
sem eitt af tækjum í heilbrigðum
rekstri.
Tími: 10,—13. nóv. 1981, kl.
13.30—18.30.
3. Bókfærsla II:
Framhald af Bókfærslu I. Megin-
áherzla lögð á rekstraruppgjör og
verklegar æfingar.
Tími 30. mars — 2. apríl 1982, kl.
13.30—19.00.
4. Ritaranámskeið:
Markmiðið er að auka hæfni ritara
við skipulagningu, bréfaskriftir,
skjalavörzlu og almenn skrifstofu-
störf.
Tími: 22.-24. febrúar 1982, kl.
14.00—18.00.
5. Símanámskeið:
Hér er um mikilvægan þátt að ræöa
í mannlegum samskiptum svo og
véröur hér fjallaö um ýmsa þætti
nýrrar tækni í símamálum.
Tími 13.—15. okt. 1981,
kl. 9.00—12.00.
6. Sölumennskunámskeið:
Á þessu námskeiði verða kennd
ýmis þau atriði, sem sölumenn
þurfa að tileinka sór til að ná sem
beztum árangri í starfi.
Tími 2.-4. nóv. 1981,
kl. 14.00—18.00.
7. Tollskjöl og
verðútreikningar:
Markmiöið er að auka þekkingu
þeirra, er vinna viö innflutning. i því
skyni stuöla aö bættum vinnu-
brögöum viö veröútreikninga og
frágang tollskjala.
Tími 10.-13. nóv. 1981,
kl. 9.00-12.00. 11
8. Útflutningsverzlun: II Hór
Hér er fjallaö um gerð og frágang
útflutningsskjala, svo og innlend
ákvæöi og erlend um vöruflutninga
milli landa.
Tími: 3.-5. des. 1981,
kl. 15.00—19.00.
9. Skrifstofuhald og
skrifstofuhagræðing:
Námskeiðið veitir fræöslu um
skipulag og hagræöingu á skrifstof-
um, einnig um nýja skrifstofutækni,-
sem verið er aö taka í notkun.
Tími: 26.-28. okt. 1981,
kl. 14.00—18.00.
\ m Vinnuvistfræði:
verður fjallað um vinnuum-
hverfi, vinnuaðstæður og öryggis-
mál á vinnustööum. .
Tími: 16.—18. marz 1982,
kl. 14.00—18.00.
Námskeiðin verða öil haldin í fyrirlestrasal Stjórnunarfélags íslands, Síðumúla 23, 3. hæð.
Námsgögn eru lögð fram í upphafi námskeiðs af Stjórnunarfélagi íslands.
Námskeiðunum lýkur með afhendingu viðurkenningarskjala.
■ V
"“‘Ívií'-'iVý.'- '■''
Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Hagamel 4, í
síma 26344 og skrifstofu Stjórnunarfélags íslands, Síöumúla 23, í síma 82930.
VERIÐ VIRK