Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 27.10.1981, Qupperneq 11

Dagblaðið - 27.10.1981, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981. 76. skoðanakönnun Dagblaðsins: Ertu fylgjandi eða andvígur því að Bandaríkjamenn leggi f ram um helming fjármagns til nýrrar f lugstððvarbyggingar á Kef lavíkurf lugvelli? 11 Líkan fyrirhugaðrar flugstöðvar á Keflavikurflugvelli: Niðurstöður skoðanakönnunar Dagblaðsins um afstöðu almennings til bandarisks fjármagns til byggingarinnar eru mjög afgerandi. Þrír af hverjum fjórum vilja bandarískt fé í nýja flugstöð —af þeim, sem taka af stöðu f skoðanakönnun blaðsins Yfirgnæfandi meirihluti lands- manna vill að íslendingar þiggi boð Bandaríkjamanna um sem næst helmingsframlag til byggingar nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Dag- blaðið spurði í skoðanakönnun: Ertu fylgjandi eða andvígur því að Banda- ríkjamenn leggi fram um helming fjár- magns til nýrrar flugstöðvarbyggingar á Keflavíkurflugvelli? Margir tóku fram að Banda- ríkjamenn mættu gjarnan leggja fram meira en helming til þessarar bygging- ar, jafnvel allan kostnaðinn. 64,3% af hundraði sögðust i könn- uninni vera fylgjandi helmingsfram- lagi Bandaríkjamanna (eða meira). 20,5 af hundraði kváðust andvígir því. Fimm af hundraði voru óákveðnir, sem er lág tala. Loks vildu 10,2 af hundraði ekki svara þessari spurningu. Þetta þýðir að um þrír af hverjum fjórum sem taka afstöðu eru fylgjandi slíkum framlögum Bandaríkjamanna til nýrrar flugstöðvarbyggingar á Kefla- víkurflugvelli. Nánar tiltekið eru 75,8 prósent fylgjandi og 24,2 prósent and- vígir af þeim sem taka afstöðu. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Fylgjandi 386 eða 64,3% Andvígir 123 eða 20,5% Óákveðnir 30 eða 5,0% Vilja ekki svara 61 eða 10,2% Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar: Fylgjandi 75,8% Andvígir 24,2% Ummæli fólks f skoðanakönnuninni: Þessi meirihluti er með því mesta sem komið hefur út úr skoðana- könnunum Dagblaðsins. Útkoman minnir á niðurstöður skoðanakönnun- ar Dagblaðsins um „aronskuna” i júní 1976: Þá var spurt hvort íslendingar ættu að taka gjald fyrir aðstöðu Bandaríkjamanna á Keflavíkurflug- velli. Rúm 70 af hundraði sögðu að íslendingar ættu að taka gjald fyrir. Rúm 18 prósent voru því andvígir og rúm 11 prósent óákveðnir eða svöruðu ekki. Af þeim sem tóku afstöðu lýstu þannig 79,3 af hundraði fylgi við gjaldið en 20,7 af hundraði voru því andvígir. „Eins og aðrir leigiendur" ,,Þeir ættu að borga meira en helming,” sagði kona á Vestfjörðum, þegar hún svaraði spurningunni í skoðanakönnuninni. ,,Ég vil endilega hafa þá með í flugstöðvar- byggingunni,” sagði kona á Suðurlandi. „Þeir eru ekki of góðir til að borga fyrir sig,” sagði karl á Vesturlandi. „Ég er þessu fylgjandi ef við eigum flugstöðina og í þátttöku Bandaríkjamanna felst engin skuld- binding um ævarandi herstöð,” sagði karlá Suðurlandi. „Þeir eiga að borga lika því að þeir nota þetta líka. En þeir eiga að vera með af því að þeir eru svo hjálplegir,” sagði karl á Norðurlandi vestra. „Það er sjálfsagt að þeir borgi, þessir menn,” sagði kona á Hvolsvelli. „Þeir ættu að leggja allt fé í hana,” sagði kona í Keflavík. „Það er allt í lagi að þeir borgi,” sagði kona á Laugarvatni. „Fylgjandi því meðan þeir eru hér,” sagði karl í Hveragerði. „Við værum búnir að fá malbikaða vegi um allt land ef við hefðum viljað taka í útrétta hönd þeirra,” sagði karl á Reykjavíkur- svæðinu. ,,Þeir eru eins og hverjir aðrir leigjendur og verða að greiða sínar skuldir,” sagði kona á Reykjavíkur- svæðinu. „Lítum til Norðmanna. Þeir skammast sín ekki fyrir að láta NATO borga fyrir sig vegi og hafnir,” sagði önnur kona á Reykjavíkursvæðinu. „Úr því að Kaninn er hér á annað borð er eins gott að hann greiði fyrir það sem hann hvort eð er notar,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Mér finnst sjálfsagt að Bandaríkjamenn borgi bara alla flugstöðina eins og hún leggur sig. Þeir hafa fengið að vera hér endurgjaldslaust í óratíma og hví skyldu þeir ekki borga leigu eins og aðrir,” sagði kona á Reykjavíkur- svæðinu. „Mér frnnst sjálfsagt að þeir borgi hluta í henni en eigi enga eignar- aðild,” sagði kona á Reykjavíkur- svæðinu. „Mér finnst sjálfsagt að láta Kanana borga fyrir sig. Séu þeir nógu vitlausir til að samþykkjaþaðeigum við að ganga á lagið og láta þá aðstoða okkur á fleiri sviðum, til dæmis við uppbyggingu þjóðvegakerfisins,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Flugstöðin kemur hvort sem er svo að það er eins gott að Kaninn borgi fyrir hana,” sagði karl á Reykjavíkur- svæðinu. „Látum þá borga, meðan við fljótum. Mig hefur dreymt að Reagan leiðl heimsbyggðina út í stríð í sinni forsetatíð,” sagði kona á Reykjavíkur- svæðinu. „Ég held að það ætti að plokka Bandaríkjamenn meira,” sagði karl á ísafirði. „Þeir eiga að borga allt saman. Það væri brjálæði að hafna þessu, þeir eiga nóga peninga,” sagði karl í Keflavík. „Engar ölmusur" „Þeir eiga bara að pilla sig burtu,” sagði karl úti á landi á hinn bóginn. „Ég vil engin erlend afskipti. Við höfum engin vopn og eigum að sjá um okkur sjálf,” sagði kona á Reykja- víkursvæðinu. „Eg er alfarið á móti því að við séum að betla um allan heim eins og aumingjar. Við erum með ríkustu þjóðum heims og höfum ekkert við ölmusu að gera og það allra sízt frá Bandaríkjunum,” sagði karl á Reykja- víkursvæðinu. „Við eigum að vera sjálfra okkar herrar og ekki að þiggja framlög af erlendum þjóðum til uppbyggingar hér,” sagði kona á Austurlandi. „Ég er hiklaus herstöðvarandstæðingur og friðarsinni. Engar mútur frá erlendum þjóðum,” sagði kona á Norðurlandi eystra. „Þeir eiga ekki hér að vera, hvað þá að leggja í nýjar framfarir,” sagði karl á Austurlandi. „Ég er á móti herliðinu og öllum um- svifum þess,” sagði karl á Vesturlandi. „Ég er alveg á móti veru þeirra hér og nokkurri þátttöku í málum,” sagði karl á Austurlandi. „Þetta eru hálf- gerðar ölmusur. Ég vil ekki þiggja þær meðan þess ekki þarf,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. -HH. í könnuninni um framlög til flug- stöðvarinnar nú var meirihlutinn með þátttöku Bandaríkjamanna meiri úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu og meiri meðal karla en kvenna. Skiptar skoðanir eru á Alþingi um hvort þiggja eigi framlag Banda- ríkjanna til byggingar nýrrar flug- stöðvar. í nýja fjárlagafrumvarpinu er heimild fyrir ríkisstjórnina til 10 milljóna nýkróna lántöku vegna flug- stöðvarbyggingar. Þetta þýðir þó ekki að við bandarísku fé verði tekið því að Alþýðubandalagið leggst gegn móttöku á nokkru „Kanafé” til málsins á þeim forsendum að íslendingar yrðu þá háðari Bandarikjamönnum. -HH. Tengi ekki stóraukna sókn — segir Kristján í þorskinn loðnuverðslækkun „Ég vil nú ekki tengja þessa umræddu stórauknu sókn loðnúflot- ans við þessa 25 króna loðnuverðshækkun,” sagði Kristján Ragnarsson, formaður Lands- sambands íslenzkra útvegsmanna, er Dagblaðið innti hann álits á þeim ummælum útgerðarmanna að svo kynni að fara að 60—80% ioðnuflotans myndu gera út á troll á næstaári. „Spurningin er fyrst og fremst hversu mikla loðnu við fáum að veiða og það skýrist núna alveg á næstunni,” sagði Kristján. „Ásóknin í þorskinn hlýtur að taka mið af því. Það er ekkert nýtt að loðnuflotinn stundi bolfiskveiðar með loðnuveiðunum. Mörg skipanna stunduðu slíkar veiðar í sumar. Ég á ekki von á því að það verði nein stór breytingá þessu.” Varðandi þau ummæli útvegs- manna að flotinn væri alltof stór kvaðst Kristján vera fyllilega sam- mála því að svo væri. „Við erum alltaf að berjast við of mörg skip en ég er algerlega ósammála þeim tilllögum sem fram hafa komið um 5% niðurskurð flotans á ári þar til 41% af núverandi stærð væri náð. Slíkt eru öfgakenndar tillögur,” sagði Kristján. -SSv.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.