Dagblaðið - 27.10.1981, Side 15

Dagblaðið - 27.10.1981, Side 15
Vestur-þýzka 2. deildin Vegna þrengsla i blaðinu i gær var ekki hægt að birta stöðu efstu liða i 2. deild vestur-þýzku knatt- spyrnunnar. Úr því skal nú bætt: Schalke 04 13 8 3 2 27- -13 19 1860 Múnchen 13 8 2 3 26—17 18 Fortuna Köln 13 7 3 3 27- -23 17 Hessen Kassel 12 5 6 1 19- -10 16 Hannover 96 13 7 1 5 25- -18 15 Aachen 13 6 3 4 17- -12 15 Kick. Offenbach 13 6 3 4 25- -23 15 Hertha BSC 13 6 2 5 28- -17 14 Freiburger FC 13 4 6 3 26- -23 14 VS. Jonny Doyle lézt af slysförum — félagi Jóhannesar hjá Celtic fékk í sig rafstraum Johnny Doyle, leikmaður með skozka knatt- spyrnuliðinu Ccltic, lézt i siðustu viku, 32ja ára að aldri. Hann var að vinna við rafmagnstengingar á heimili sinu og fékk i sig háan straum. Doyle kom til Celtic frá Ayr United í febrúar 1976 og lék stöðu miðvallarspilara. Hann lék þvi um skeið við hlið Jóhannesar Eðvaldssonar í Celtic-liðinu. Doyle þótti mjög sterkur leikmaður og lék einn leik með skozka landsliðinu árið 1975. -VS. StórféfyrirDana Daninn Michael Birkedal, 21 árs gamall landsliðs- maður i knattspyrnu frá Næstved, hefur skrifað undir samning við hollenzka úrvalsdeildarliðið. Twente Entschede sem tryggir honum 1,5 milljónir danskra króna næstu tvö árin og Næstved fær 400.000 d.kr. i sinn hlut. Birkedal stóð til boða að leika með Twente i úrvalsdeildinni um helgina en Næstved vildi það ekki, þá hefði hann ekki gelað leikið siðustu leikina i dönsku 1. deildinni en þar á Næstved enn möguleika á sigri. Danska knatt- spyrnusambandið tryggði að sjálfsögðu i samning- unum að það gæti kallað Birkedal heim i landsleiki. Athyglisvert er að það var sala á Norðmanni, Hallvar Thoresen, til FC Eindhoven, sem gerði Twente kleift að kaupa Birkedal. -VS. Enginn með 12 rétta í 9. leikviku Getrauna komu fram 10 raðir með 11 réttum leikjum og var vinningshlutinn kr. 14.645,00 og með 10 rétta voru 74 raðir og vinningshlutinn kr. 848,00. Enginn seðill fannst með 12 réttum, enda gerðu nokkur liðanna tippurum slæman grikk. Orsökin er að öllum likindum, að haustrigningarnar i Bretlandi eru farnar að segja til sin og vellirnir orðnir þungir og blautir. Hæsti vinningur vikunnar kom fram á hvitum 8 raða seðli sem bar 6 vinningsraðir, 3 með 11 réttum og voru þær allar með sömu útfyllingunni, svo og 3 raðir með 10 réttum. Vinningurinn fyrir seðilinn varð þvi alls kr. 46.479,00. Staðan í úrvalsdeild Staðan i úrvalstfeildinni i körfuknattleik að lok- inni 4. umferð: Njarðvík 4 4 0 328—282 8 Fram 4 3 1 325—312 6 KR 4 2 2 293—292 4 Valur 4 2 2 307—308 4 ÍR 4 1 3 309—324 2 is 4 0 4 290—334 0 Stigahæstu menn: Danny Shouse, Njarðvík 132 Dennis McGuire, ÍS 114 Val Brazy, Fram 107 Bob Stanley, ÍR 102 John Ramsey, Val 86 Símon Ólafsson, Fram 81 Jón Sigurðsson, KR 77 Kristján Ágústsson, Val 72 Bjarni Gunnar Sveinsson, ÍS 63 Ríkharður Hrafnkelsson, Val 56 Bezta vítanýting (15 skot eða fleiri) John Ramsey, Val 15/16 — 93,8% Jón Sigurðsson, KR: 29/31 —93,5% Val Brazy, Fram 19/22 — 86,4% Bob Stanley, ÍR 24/31 — 77,4% Danny Shouse, Njarðvík 34/45—75,6% Garðar Jóhannsson, KR 12/16 — 75,0% Næsti leikur í úrvalsdeildinni verður á fimmtu- dagskvöld f iþróttahúsi Kennaraháskólans. Þá mæt- ast IS og Valur í fyrsta leik 5. umferðar og hefst hann kl. 20. góma knöttinn. DB-mynd S. EKKIT0KST KR-INGUM AÐ STÖDVA NJARÐVÍK — íslandsmeistararnir unnu 69-65 og eru enn ósigraðir í úrvalsdeildinni Ekki þurftu Islandsmeistarar Njarð- víkur neinn stórleik til að sigra KR i siðasta leik 4. umferðar úrvalsdeildar- innar í körfuknattleik i gærkvöldi. Leikið var í Laugardalshöll og sigruðu Njarðvikingar með fjögurra stiga mun, 69—65. Þeir eru þvi enn ósigraðir i deildinni en KR-ingar hafa nú tapað tveimur leikjum og mega taka sig mikið á ef þeir ætla að vera með í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn. Mikili taugasiappieiki gerði vart við sig hjá leikmönnum liðanna framan af, einkum hjá KR-ingum, enda mikið í húíi. Fyririliði unglingalandsliðsins, Valur Ingimundarson, kom Njarðvík í 4—0 en Hudson og Jón Sig. jöfnuðu strax fyrir KR. Um miðjan fyrri hálf- leik höfðu KR-ingar náð 7 stiga for- skoti, 21 —14, en Njarðvik jafnaði fljótlega 23—23 og hleyptu Suður- nesjamenn KR-ingum ekki fram fyrir sig eftir það. Eins til fimm stiga munur fram að hléi en þá var staðan 38—35 fyrir Njarðvík. Gunnar og Jónas komu Njarðvík síðan í 42—35 á fyrstu mínútu síðari háifleiks en KR náði að minnka mun- inn niður í eitt stig, 46—45. Þá hætti Vesturbæjarliðið bókstaflega að hitta í körfuna og Njarðvíkingar sigu rólega fram úr, skoruðu 12 stig í röð og staðan þá 58—45. Þeir léku mjög yfirvegað og rólega á þeim tíma, eins og reyndar mestalian ieikinn, en mikið fum og fát var í sóknaraðgerðum KR. Ekki gáfust KR-ingar þó upp við þetta mótlæti og af mikilli seiglu höfðu þeir minnkað muninn í 64—61 tveimur mínútum fyrir leikslok. Þá skoruðu Valur og Danny Shouse og staðan 68—61 en John Hudson hafði skorað tvívegis þegar 40 sekúndur voru eftir, 68—65, og KR átti enn möguieika. En Njarð- víkingar voru ekkert á því að glata niður forystunni og héldu knettinum það sem eftir var, Árni Lárusson í aðal- hlutverki. KR-ingar brutu þá mjög Keisarinn til Salzburg „Franz Beckenbauer hefur áhuga á að leika áfram og hann hefur hug á þvi að taka boði frá Salzburg i Austur- riki,” sagði hinn austurrfski þjálfari Franz Beckenbauer, fyrrum fyrirliði heimsmeistara Vestur-Þýzkalands i knattspyrn- unni til hægri, en til vinstri er núverandi fyrirliði landsliðsins, Paul Breitner, Bayern MUnchen. Hamburger SV, Ernst Happel, i viðtali sl. laugardag við fréttamann UPI. Endurkoma Beckenbauers „keis- ara” í vestur-þýzku knattspyrnuna hefur mistekizt. Aldurinn og þriggja ára leikur á gervigrasvöllum Bandaríkj- anna hefur tekið sinn toll. Hann hefur sáralitla möguleika á að vinna sér sæti í Hamborgar-liðinu. Beckenbauer segist vilja leika knattsprynu meðan hann hefur gaman af því og allar líkur eru á að hann sé nú á leið frá Hamborg til Salzburg. Það var Giinther Netzer, fram- kvæmdastjóri Hamburger, og fyrrum landsliðsmaður í Vestur-Þýzkalandi, sem fékk Beckenbauer til að koma til Hamborgar, þegar Kevin Keegan flutti á ný til Englands. BP olíufyrirtækið sá um kostnaðarhliðina. En Beckenbauer sýndi lítið af fyrri snilli í Hamborgar- liðinu þó svo þjálfarinn Branco Zebec veldi hann í lið sitt. Síðan bættust meiösli við og þegar Ernst Happek tók við Hamborgarliðinu valdi hann yngri menn í liðið í stað keisarans. klaufalega af sér í stað þess að leyfa Njarðvikingum að reyna körfuskot, því í því var eini möguleiki KR fólginn. Árni skoraði svo úr vitaskoti á síðustu sekúndunni og innsiglaði sanngjarnan sigur Njarðvíkinga, 69—65. Leikurinn 1 gærkvöldi var ekki mikið fyrir augað. Hann einkenndist fyrst og fremst af taugaspennu og baráttu en hittnin var ekki góð eins og tölurnar Handbolti eða hvað? Jón Sigurðsson reynir að finna smugu i vörn Njarðvikinga. DB-mynd S. bera með sér. Annar leikurinn í úrvals- deildinni í röð þar sem hvorugt lið nær 70 stigum. Njarðvíkingar léku mjög skynsamlega allan tímann,-létu knött- inn ganga rólega í sókninni og biðu eftir góðu færi. Varnarleikur liðsins var góður og auðséð að íslandsmeist- aratitillinn verður ekki auðsóttur í greipar þeirra. Helzt að nýliðar Fram geti náð honum. KR-ingar áttu ekki góðan dag að þessu sinni. John Hudson og Jón Sigurðsson náðu sér aldrei á strik og munar um minna. Þeir skoruðu þó mest. Ágúst Líndal var jafnbezti maður liðsins og Garðar vaknaði til lífsins í síðari hálfleik. Sóknarleikurinn var slakur en vörnin hins vegar ágæt þegar á heildina er litið. Þó mynduðust stundum stórar eyður sem Njarðvík- ingar voru fljótir að nýta sér. Stig Njarðvíkur: Danny Shouse 29, Valur Ingimundarson 10, Jónas Jóhannesson 8, Gunnar Þorvarðarson, Árni Lárusson og Jón Viðar Matthías- son 6 hver og Júlíus Valgeirsson 4. Stig KR: John Hudson 20, Jón Sigurðsson 15, Garðar Jóhannsson 12, Ágúst Líndal 10 og Kristján Rafnsson 8. Dómararnir Sigurður Valur og Gunnar Guðmundsson hafa oft dæmt betur en í gærkvöldi. Þeir voru alls ekki nógu samkvæmir sjálfum sér, dæmdu ekki á slæm brot en flautuðu hins vegar stundum af litlu eða engu til- efni. Ekki þeirra dagur að þessu sinni. -VS. Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari: Neitar að gefa eftir landsliðsmenn Víkings ,,Eg verð að segja, að stjórn Hand- knattleiksdeildar Vikings varð fyrir vonbrigðum með viðbrögð Hilmars BJörnssonar landsliðsþjálfara — við vonuðumst eftir að tilmæli okkar mundu mæta skilningi hjá honum,” sagði Jón Valdimarsson, formaður stjórnarinnar, i samtali við DB i gær- kvöld. Stjórn handknattleiksdeildarinnar átti fund með Júlíusi Hafstein, for- manni HSÍ, i gærdag og fór fram á að þeir leikmenn Vikings sem valdir hafa verið i keppnisförina til Tékkóslóvakiu fyrst í nóvember, væru gefnir eftir vegna leiks Víkings i Evrópubikarnum við spánska meistaraliðið Atletico Madrid nokkrum dögum eftir að keppnisförinni til Tékkóslóvakíu lýkur. Þessum tilmælum Vikings var hafn- að i gærkvöld. Hilmar landsliðsþjálfari sagði að það væri ekki til umræðu. Hann yrði að vera með sitt sterkasta lið í Tékkóslóvakfu og hefði þvi valið lið með tilllti til þess. Það er skiljanlegt, að landsliðsþjálf- arinn vilji vera með sitt bezta lið, þegar Eg er ekki til sölu — hvað sem lið eins og Man.Utd. og Nott.For. bjóða mér, segir Pal Jacobsen „Þvi miður, Manchester United og Nottingham Forest. Ég mun leika með Válerengen næsta keppnistimabil og er ekki til sölu fyrir peninga,” segir norski landsliðsmaðurinn i knatt- spyrnu, Pál Jacobsen, staðfastur. Bæði Man. Utd. og Nottm. Forest hafa sýnt Jacobsen mikinn áhuga í haust og í brezkum blöðum var sagt að Forest væri reiðubúið að greiða 4 millj- ónir nprskra króna fyrir hann. En guil og grænir skógar freista ekki Norð- mannsins nú frekar en fyrr í haust þegar vestur-þýzka félagið Ntirnberg vildi fá hann til liðs við sig. Jacobsen er mjög ánægður þegar hann lítur til baka á nýafstaðið keppnistimabil, Noregs- meistari með Válerengen, marka- kóngur í 1. deild, leikir í Evrópukeppni og gullúr fyrir 25. landsleikinn. Állt þetta, og sú staðreynd að hann er aö verða faöir í fyrsta skipti, hefur gert hann staðráðinn í að leika áfram með Oslóariiðinu, hvað sem stóru liðin úti i heimi bjóöa. Greinilegt að Jacobsen lætur frægðina ekki stiga sér til höfuðs. -VS. 'þaö Ieikur erlendis en mótið i Tékkó- slóvakíu sem slikt skiptir okkur sára- litlu máli. Aðeins fyrsti áfangi i tveggja ára áætlun. Þama hefði þvi verið ein- falt að sýna tillitssemi ef vilji hefði verið fyrir hendi. Jafnvel áður en landsliðið var valið, þegar vitað var gegn hverjum Vikingur hafði dregizt i Evrópukeppninni. Það var ekki gert, heldur fimm leikmenn Víkings valdir i landsliöið. Undirbúningur fyrir Evrópuleikina getur þvi ekki orðið sem skyldi hjá Vikingsliðinu. Þó má ætla að góð frammistaða Víkings í Evrópu- keppninni, keppni meistaraliða, sé þýð- ingarmeiri fyrir islenzkan handknatt- leik en árangur landsliðsins i Tékkósló- vakiuferðinni. Þó er það ennþá furðulegra hjá stjórn HSÍ að efna til þátttöku íslands á þessu móti i Tékkóslóvakíu og það rétt fyrir þátttöku þriggja fslenzkra liða i Evrópukeppni. Evrópuleikirnir eru ár eftir ár á sama tíma og þar sem þátt- taka islenzkra liöa i Evrópumótunum hefur verið mjög góð undanfarin ár, voru allar likur á að islenzku liðin yrðu í hattinum, þegar dregið var til 2. um- ferðar Evrópumótanna. Þessu virðist stjórn HSÍ alveg hafa gleymt, þegar hún ákvað þátttöku i Tékkósló- vakiumótinu. Furðulegt tiliitsleysi sem þar kemur fram gagnvart félagsliðun- um sem þátt taka i Evrópumótunum. Ekki aðeins gegn Viking, heldur einnig gagnvart Þrótti og FH. Þau lið eiga tvo menn hvort i landsliðinu, sem fer til Tékkóslóvakfu. Sem betur fer eiga þau þó létta mótherja í 2. umferð Evrópu- mótanna. Þarna hefur stjórn HSÍ gert sig seka um mikla yfirsjón. -hsim. Pái Jacobsen i landsleik Norðmanna og Nígeriu f sumar. Valdimar Valdimarsson, fyrrum starfsmaður fþróttavallanna f Kópavogi, fyrir framan vallarhús knattspyrnuvallarins við Vallargerði. Hvað er að gerast í vallarmálum Kópavogs? „Hvað er að gerast í vallarmálum í Kópavogi?” spyr Valdimar Valdimars- son, fyrrum starfsmaður iþróttavall- anna i Kópavogí. Valdimar starfaði við íþróttavellina i allmörg ár og hann er mjög uggandi um þróun mála nú, telur aö margt hafi gengið úr skorðum og mikið þurfi að bæta. DB heimsótti Valdimar fyrir skömmu og ræddi við hann um vallarmál Kópavogs. Gefum honum orðið: „Ef fyrst er vikið að sjálfum aðal- leikveilinum í Kópavogi, grasveiiinum við Fífuhvammsveg, þá hefur illa verið haidið á málum þar, svo vægt sé til orða tekið. Sem dæmi má nefna að sumarið 1979 var grasið á vellinum slegið alveg niður í rót en í reglum um hirðu vallarins segir að hæð grassins megi aldrei vera minni en 3 sm. Af þessu leiddi að það sumar var völlur- inn nánast eins og malarvöllur, svo harður var hann. Undir vellinum eru hitalagnir, dýr og vandmeðfarin tæki. Ég spyr: Var hitakerfið aldrei í lagi síðastliðið vor? Var nokkurt samráð haft við þann sem lagði kerfið og hann fenginn til að fylgjast með hvort það væri yfirleitt í lagi? Ef ekki, hvers vegna? Ég vil aðeins benda á að það er mikil trú að geta trúað því að ástand Kópavogsvallar í vor hafi aðallega verið guði að kenna. Þar hefur fleira komið til. Hvað fóru margir leikir fram á vellinum síðastliðið sumar? Meistara- flokkur Breiðabliks lék þar 8 leiki, 3. deildarlið ÍK aðeins tvo og kvenna- flokkur Breiðabliks fjóra leiki. Meistaraflokkur karla hjá Breiðablik fékk nokkrar æfingar á vellinum, stúlkurnar enga. Hvar er nú jafnréttið? Nokkru austan við aðalleikvanginn er annar grasvöllur, svonefndur Smára- hvammsvöllur. Þarna léku yngri flokk- arnir í allt sumar, meistaraflokkur ÍK þurfti að leika þar flesta sína heima- leiki og kvennalið Breiðabliks helming sinna leikja. Ég er ekki að hallmæla vellinum sjálfum, hann er með betri grasvöllum. Aðalmálið er að þar er engin aðstaða, ekkert salerni, ekkert vatn, ekki hægt að komast í húsaskjól í hálfleik þar sem of langt er að fara að aðalleikvanginum. Hér er um gífurlegt ábyrgðarleysi að ræða. Hvað á aö gera ef slys ber að höndum? Það sárgræti- legasta við þetta allt saman er að þarna var aðstaða til skamms tíma. Skúr sá er stóð við Smárahvammsvöllinn og bauð upp á aðstöðu, þó ekki væri hún kannski fyrsta fiokks, var tekinn og fluttur að aðalleikvanginum og innrétt- aður fyrir lyftingaþjálfun. Af hverju var ekki hægt að fá einhvern annan skúr undir þá þjálfun í stað þess að fjarlægja eina húsaskjólið við Smára- hvammsvöll? í sumar var fullyrt að aðalleikvöllur- inn væri ofnotaður. Samkvæmt því ætti Smárahvammsvöllurinn að vera ónýtur nú þar sem á honum voru æf- ingar eða leikir fiest kvöld og fiestar helgar í sumar. Hann var að vísu aldrei sleginn niður i rót! Það versta í sambandi við Smára- hvammsvöllinn er virðingarleysið sem þeim er þar leika og æfa er sýnt. Gott dæmi um það er að í sumar fór 6. flokkur Breiðabliks í heimsókn austur á Seifoss. Þar var tekið mjög vel á móti þeim og Selfyssingar endurguldu síðan heimsóknina. Umsjónarmaður 6. fiokks Breiðabliks fékk leyfi frá vallar- stjóra tii að nota Smárahvammsvöll- inn. Þegar Selfossdrengirnir komu til keppni var æfing á vellinum og mikið þref þurfti til að komast á hann. Það tókst þó um síðir. Þarna voru saman- komnir um 100 drengir en ekki var þeim boðið upp á neina búningsað- stöðu og yfirleitt enga þjónustu svo að þeir þurftu að gera allar sínar þarfir úti i móum. Þeir voru þarna í kalsaveðri á bersvæði við að skipta um föt! Á þessu getum við séð hve mikil virðing er borin fyrir börnunum. En það eru fleiri veilir í Kópavogi en þessir tveir. Vallargerðisvöllur er senni- iega bezti malarvöllur landsins hvað yfirlag snertir. Þar hefur verið, og er, aðstaða fyrir dómara og þar er líka sal- ernisaðstaða fyrir áhorfendur. f sumar var dómaraherbergið yfirleitt aldrei í nothæfu ástandi og saiernisaðstaðan aldrei opnuð. Hreinlæti er mjög ábóta- vant i Vailargerði og kanna mætti hve oft heilbrigðisfulltrúi kemur til að líta eftir þarna. f allt sumar voru glerbrot á víð og dreif í kringum völiinn og jafn- vel inn á honum. Vallarstarfsmenn sinntu lítt að fjarlægja þau. Annar malarvöllur er starfræktur í Kópavogi, Melaheiðarvöllur. Hann er mjög illa staðsettur, á hæsta punkti í bænum og rýkur mikið úr honum í þurrkum og hvassviðri. Ég spyr, af hverju er bæjarfélagið að reka tvo malarvelli, sinn í hvorum bæjarhluta? Vallaryfirvöld í Kópavogi ættu að hætta að vera að reyna að skipta bænum i tvo hluta í knattspyrnunni. Ekki er um slíkt að ræða í handbolt- anum þó þar séu einnig tvö félög. Af hverju geta ekki bæði knattspyrnufé- lögin setið við sama borð og notað sama keppnisvöll? Ætla vallaryfirvöld kannski að byggja keppnisvöl! í Snælandshverfi ef einhverjum skyldi detta í hug að stofna félag í þeirri trú að þeir séu að gera það fyrir krakka í því hverfi? Þetta hefur gengið svo langt að haldið hefur verið UMSK-mót í 5. fiokki á Melaheiðarvelli á meðan Vallargerðisvöllur vár ónotaður og auður. Mun farsælli lausn væri að koma upp minni völlum, 40x80, m, við hvern skóla i Kópavogi, félögin gætu æft þar að vild en Vallargerðis- völlur yrði notaður sem keppnisvöll- ur.” Sjúkrasjóður — til hvers? „Allt frá því Kópavogsvöllur var opnaður, 7. júní 1975, hefur verið tekin 17% vallarleiga af völlum heimaleikj- um Breiöabliks. Einnig hefur verið tekið 7% gjald sem heitir í knatt- spyrnuhandbókinni „gjald til knatt- spyrnuráðs heimaliðs”. Þetta er líka gert í Reykjavík, að visu aðeins 6%. Eftir því sem ég bezt veit, er gert ráð fyrir því að þessum 7% sé skipt þannig: Sjúkrasjóður 3%, önnur 3% til efl- ingar knattspyrnumála í heimabyggð og 1% til íþróttaráðs. Það er dálítiö hart að taka 3% í sjúkrasjóð sem enginn hefur fengið úr þótt meiðzt hafi. Þó held ég að sjóðurinn hafi v.erið notaður, ekki tii að borga sjúkrabætur. Nú spyr ég, hvað er gert við þessa peninga? Var vallarklukkan keypt fyrir þá? Eitt virðist hafa breytzt tiifinnanlega síðustu ár. Það er eins og búið sé að slita starfsfólk vallanna úr tengslum við börnin og unglingana. Ekki er lengur hægt að fá lánaða bolta og mætti þó kaupa nokkra fyrir hagnaö af sjoppu- rekstri á Kópavogsvelii. Er sjoppan kannski einkarekstur valiarstjóra? Mikil afturför er að geta ekki haft opið á völlunum þegar með þarf. Meira að segja er farið að láta þjálfara hafa lykla til að spara starfsfólk. Ekki heyrist þó neinn sparnaðartónn í kostnaðar- áætlun, þar sem áætlað er að 665.000 kr. verði borgaðar vallarstarfsfólki í vinnulaun á þessu ári. Að minnsta kosti fimm manns vinna þarna en vel er hægt að reka vellina yfir veturinn, og hafa þó opið eins og þarf, með tveimur starfsmönnum, aðeins með þvi að byrja að vinna kl. 13 í stað kl. 8,” sagði Valdimar Valdimarsson að lokum. -VS. Jóhannes heimsmeistari Jóhannes Hjálmarsson frá Akureyri vann það mikla afrek að verða heims- meistari öldunga i kraftlyftingum á heimsmeistaramótinu sem fram fór f Chicago i Bandaríkjunum um helgina. Jóhannes lyfti 200 kg i hnébeygju, 130 kg í bekkpressu og 267 kg i réttstöðu- lyftu. Samanlagt lyfti hann þvi 597 kg, 37 1/2 kílói meira en næsti maður. Glæsilegt hjá Jóhannesi sem er tiltölu- lega nýbyrjaður að æfa lyftingar og DB óskar honum til hamingju með heims- meistaratitilinn. Bradfordí þriðju umferð Einn leikur var i enska deildabikarn- um í gærkvöld en síðari leíkirnir i ann- arri umferðinni verða háðir nú í vik- unni. Bradford City, efsta liðið i 4. deildinni, sigraði Mansfield 0—2 á úti- velli. Komst því i þriðju umferð saman- lagt 5—4. Mansfield sigraði i fyrri leik liðanna i Bradford, 3—4. Bradford City er undir stjórn Roy McFarland, fyrrum landsliðsmanns Englands, sem lék lengi með Derby. Fór til Bradford i sumar. Einn leikur var i 2. deild ensku knatt- spyrnunnar á sunnudag. Lundúnaliðin Orient og Charlton gerðu jafntefli, 1— 1. I

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.