Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Page 1

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Page 1
I. Slæktunarfélagið. (Yfirlit.) »Gjörvöll landsins fen og flóa, fúakeldur, holt og móa, á að láta grasi gróa, gjöra að túni alla jörð, jafnvel holt og blásin börð»" Þann 26. marz í vetur sem leið voru liðin 4 ár frá því að Ræktunarfélag Norðurlands var stofnað á Hólum í Hjaltadal, en 11. júní 1903 var því fyrst nafn gefið á almennum fundi, sem haldinn var á Akureyri. Þá var og stjórn kosin og lög samþykt. Stofnendur félagsins voru 46, en þeim fjölgaði svo óvenju- lega fljótt, að um næstu áramót á eftir hafði tala félagsmanna meir en 14-faldast og nú um síðustu áramót var hún orðin tvítugföld. Þessi bráðþroski félagsins ber ljósan vott um það, að fé- lagsstofnun þessi hefir verið fyllilega tímabær. Tilfinningin fyrir því, hve jarðrækt vorri sé ábótavant, var orðin svo lif- andi og umbótalöngunin svo rík í brjóstum fjölda margra manna hér norðanlands, að þeir skipa sér tafarlaust undir merki félagsins, fylkja sér einhuga um þá stefnuskrá þess: að gera margbreyttar nýjar jarðrœktartilraunir og útbreiða meðal aimennings þekkingu á öllu því, sem að jarðrœkt lýtur og lík- indi eru til að komið geti að gagni. En þótt félagsstofnun þessi fengi hinar beztu undirtektir hér á Norðurlandi og menn gengju í það hópum saman, þá verður því ekki neitað, að hugmyndir sumra um starfsemi 1

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.