Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Side 8
10
jarðyrkjuverkfærum í tilraunastöðinni og hefir auk þess nokkuð
af verkfærum til sýnis á Húsavík, Sauðárkróki og Blönduósi.
Búnaðarfélag íslands hefir veitt sérstakan styrk til þessarar
sýningar, 200 kr. á ári.
Þá er enn ótalinn sá þátturinn í starfsemi félagsins, sem
kostað hefir meiri tíma og fyrirhöfn en til var ætlast og
æskilegt er, en það er úívegun sú, sem félagið hefir haft
með höndum á frœi, ungviði, kartöfluútsœði, áburði, girðinga-
efni og margvíslegum nýjum verkfœrum og áhöldum. Hér að
framan var bent á misfellur þær, sem orðið hefðu á útvegun
þessari og sýnt fram á ástæður til þeirra og skal það ekki
endurtekið. En svo mikið hefir lærst af reynslunni, að von-
andi tekst að miklu leyti að sigla fyrir þau skerin framvegis,
sem orðið hafa að grandi, ekki sízt ef félagsmenn leggjast
á eitt með félagsstjórninni og létta henni starfið á alla lund.—
í lögum félagsins er ákveðið, að formaður hverrar deildar
skuli taka á móti pöntunum deildarmanna og koma þeim til
félagsstjórnarinnar. Þrátt fyrir margítrekaðar áminningar hefir
ekki verið unt að koma þessu á alstaðar, heldur hafa ein-
stakir félagsmenn sent pantanir sínar beint til félagsstjórnar-
innar. Þótt stjórnin hefði getað neitað slíkum pöntunum, og
það mun verða gert framvegis, þá hefir félagsstjórnin veigr-
að sér við að gera það, til þess að gera félagsmönnum sem
mest að skapi og styðja þá 1' viðleitni sinni. Sömuleiðis var
áskilið að borgun fylgdi pöntununum, en á þessu hefir líka
verið mikill misbrestur. Hvortveggja þetta hefir gert pönt-
unarstarfið margfalt örðugra, eins og öllum gefur að skilja,
þar sem beinir viðskiftamenn hafa orðið margfalt fleiri en
ella, reikningshald því örðugra og margbrotnara, afgreiðsla
og innheimta umfangsmeiri og vanskil á borgun tiltölulega
miklu meiri eins og reikningarnir bera með sér.
Eftirfarandi skýrsla um það, sem félagið hefir pantað þrjú
undanfarin ár, sýnir bezt að hér er um ekkert smáræði að
tala og er þó margt ótalið:
1,264 pd. grasfræ og auk þess mjög mikið af matjurtafræi,
fóðurrófnafræi og trjáfræi.