Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Blaðsíða 10

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Blaðsíða 10
12 það ásannast. Erfiðleikarnir er stafa af óblíðu náttúrunnar ættu að efla þrekið og karlmenskuna og skerpa eftirtektina á öllu því, sem að haldi getur komið. Sumrin okkar eru stutt og köld og því. ríður oss lífið á að afla ’oss vitneskju um það, með hverjum ráðum jörðin okkar geti gefið sem mestan arð á sem stystum tíma. Að þessu stefnir öll starf- semi Ræktunarfélagsins. Vinnan og stritið verður oft árangurs- lítið, ef það stjórnast ekki af staðgóðri þekkingu og hagsýni. Vér verðum að vita hversu vér eigum að rækta jörðina, vér verðum að kunna að vinna að ræktuninni og þekkja hin beztu og hentugustu tæki til þess, og loks má oss ekki bresta dug og áræði til að beita allrar þeirrar orku, sem oss er gefin. Þegar þetta verður sagt alment um bændur hér norðan- lands og þess ætti ekki að vera lengi að bíða þá þurfa menn ekki að kvíða vorharðindunum. Stuttu og köldu sumrin okkar munu þá oftast nægja til viðunanlegs fóðurafla og þá er takmarkinu náð, sigurinn unninn. »Björg úr vegi kljúfa og kvarna keppni von og hugur verði samrýnd vizka manns og duglir.« Stefán Stefánsson.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.