Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Side 14
i6
með fylgiskjölum, verði sendir Landbúnaðarfélaginu vorið
1907. Um þetta mál urðu talsverðar umræður á fundinum,
og í tilefni af þeim var samþykt þessi yfirlýsing í einu
hljóði:
»Fundurinn sér ekki ástæðu til, að svo stöddu, að
senda reikninga félagsins með fylgiskjölum til stjórnar
Búnaðarfélags íslands, þar sem þeir eru árlega endur-
skoðaðir og úrskurðaðir af aðalfundi, en telur rétt, að
aðalreikningur Ræktunarfélagsins með náuðsynlegum og
ítarlegum skýringum liggi fyrir búnaðarþinginu til athug-
unar.
Hinsvegar telur fundurinn ekki að eins æskilegt heldur
sjálfsagt, að sem mest og innilegust samvinna komist á
milli félaganna, hvað tilraunastarfsemi þeirra snertir og
aðrar framkvæmdir, er miða til jarðræktareflingar.*
12. Guðmundur Friðjónsson á Sandi flutti fyiirlestur um þýð-
ingu bænda fyrir menning þjóðarinnar og ræktun lands-
ins á ýmsum tímum, og gerðu fundarmenn hinn bezta
róm að því máli.
13. Lagt fram álit og tillögur nefndar um breytingar á lögum
félagsins. Þessar breytingartillögur nefndarinnar samþykt-
ar í einu hljóði:
a. Við 3. gr., tölul. 2. Fyrsta málsgrein orðist þannig:
»Að minni tilraunastöðvum verði komið á fót víðsvegar
um Norðurland, að minsta kosti einni f hverri sýslu.«
b. Við 3. gr. í síðustu setningu fjórða liðar komi orðið
»auka« í stað »vekja«.
c. Við 5. gr. í stað »50 kr.« komi »20 kr.«.
A milli fyrstu og annarar aðalmálsgreinar bætist:
»Einnig hver sá, sem aðalfundur hefir kosið sem
heiðursfélaga.*
14. Voru lagðar fram reglugjörðir fyrir tvær deildir Rækt-
unarfélagsins og þær samþyktar. Jafnframt var stjórn
félagsins falið að samþykkja reglugerðir, sem fram höfðu
komið fyrir tvær aðrar deildir, eftir þeim reglum, er um
það efni gilda í félaginu; en þessar reglugerðir lágu eigi
fyrir fundinum.