Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Page 39

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Page 39
41 3. Að félagið útvegi meðlimum sínum gott fræ og útsæði, góð jarðyrkjuverkfæri og tilbuin áburðarefni, ef reynslan sýnir, að svarað geti kostnaði að nota þau hér á landi, og ennfremur trjáplöntur til gróðursetningar fyrir lítið verð. 4. Að félagið gefi hverjum, sem óskar þess, allar upplýsingar, sem að jarðrækt lúta, vill það því ætíð reyna að hafa í sinni þjónustu menn, sem færir eru um að gefa þessar upplýsingar. Einnig vill það láta menn ferðast um og halda fyrirlestra um jarðrækt, til að auka áhuga manna og þekkingu í því efni. 5. Að koma á fót verklegri kennslu í garðrækt, plægingum, grasfræsáningu og gróðursetningu trjáa á einum stað í hverri sýslu á Norðurlandi. 4. grein. Sjái félagið sér fært að hafa verksvið sitt víðtækara, en ákveðið er í 3. gr., getur aðalfundur tekið ákvörðun uijn það. 11. Stjórn og fyrirkomulag. 5- grein. Félagi er hver sá, sem greiðir 2 krónur árlega í félags- sjóð, eða 20 krónur í eitt skifti fyrir öll. Einnig hver sá, sem aðalfundur hefir kosið sem heiðursfélaga. Búnaðarfélög, sem greiða 10 krónur árlega, verða og taldir félagar. 6. grein. Félagsmenn skiftast í deildir, er aðallega séu bundnar við hreppa eða kaupstaði. Þó geta fleiri hreppar sameinast í eina deild, ef hreppsbúum kemur saman um og stjórn Rækt- unarfélagsins samþykkir það. í hverri deild skulu vera minst 20 félagsmenn eða 15 félagsmenn og I Búnaðarfélag Hver deild skal hafa eitthvert ætlunarverk, er sé í samræmi við störf og stefnumið aðalfélagsins. Einnig skulu deildirnar tak- ast á hendur störf hreppsbúnaðarfélaganna, þar sem búnaðar- félagsmenn óska þess, og koma þær þá algjörlega í þeirra stað. Deildirnar eru háðar lögum félagsins, en að því er 3

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.