Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Side 40

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1906, Side 40
42 snertir stjórn þeirra og störf sérstaklega, skulu þær semja sér reglur. Þó skal þess vandlega gætt, að þær reglur komi eigi í bága við lög Ræktunarfélagsins, enda öðlast þær eigi gildi, fyr en þær hafa verið samþyktar á aðalfundi þess. Hver deild kýs sér stjórn, svo og fulltrúa á aðalfund samkv. 7. gr. Að öðru leyti skal stjórn deildanna hagað eftir nánari ákvæðum i reglum hverrar deildar, en ætíð skal for- manni falið: 1. Að sjá um greiðslu á ársgjöldum deildarmanna á réttum gjalddaga til félagsins. 2. Taka á móti pöntunum deildarmanna og koma þeim í tæka tíð til félagsstjórnarinnar. 3. Utbýta ritum og bréfum féiagsins meðal deildarmanna Og sjá um, að allar ráðstafanir þess geti orðið að sem hagfeldustum notum. 4. Að aðstoða þá menn, sem félagið sendir til að leiðbeina deildarmönnum. 7. grein. Félaginu stjórnar fulltrúaráð og félagsstjórn. Hver deild hefir rétt til að senda einn mann á fundi félagsins fyrir hverja 20 félagsmenn og eru þeir fulllrúaráð. Sbr. 6. gr. Allir félagsmenn hafa málfrelsi og tillögurétt á fundunum, en fulltrúar einir atkvæðisrétt. Fulltrúaráðið kýs þriggja manna stjórn, sem annast fram- kvæmdir félagsins. Stjórnin kýs sér sjálf varamenn og skiftir störfum með sér þannig, að einn er formaður, annar gjald- keri og þriðji skrifari. Stjórnin hefir umráð yfir sjóði félags- ins og öðrum eignum þess. Hún má ekki skuldbinda félagið til langframa, né veðsetja eignir þess, eða selja, nema með samþykki aðalfundar félagsins. Eftir hvert ár gengur einn maður úr stjórninni og ræður hlutkesti hin fyrstu tvö ár, hver það verður. 8. grein. Félagið heldur einn aðalfund ár hvert á þeim tíma, sem stjórnin ákveður. Þar skulu lagðir fram reikningar félagsins,

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.