Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Side 3
5
félagsins fyrir næsta ár og skýrði hana í einstökum
liðum. Kosin var 5 manna nefnd til athugunar fjár-
hagsáætluninni og hlutu kosningu:
Jón H. Þorbergsson,
Jón J. Jónatansson,
Tryggvi Sigtryggsson,
Ármann Dalmannsson,
Gamalíel Hjartarson.
5. Þá ræddi framkvæmdastjóri um framtíðarstarf-
semi félagsins og lagði fram í sambandi við það eftir-
farandi tvær tillög-ur, er beint var til fjárhagsnefndar:
1. »Fundurinn samþykkir að heimila stjórninni að
verja fé því, sem fékkst fyrir trjágarðinn'við kirkj-
una, til nauðsynlegra endurbóta á gróðrarstöð félags-
ins, svo sem: varanlegrar girðingar meðfram þjóðveg-
inum, nauðsynlegra endurbóta á geymsluhúsum stöðv-
arinnar, aukins plöntuuppeldis o. s. fi-\T.«
2. »Fundurinn felur stjórninni að reyna eftirfar-
andi tilhögun við verknám í gróðrarstöð Ræktunarfé-
lagsins:
1) Námstíminn sé lengdur um J/2 mánuð og standi
vornámsskeið þá yfir frá 1. maí til 30. júní, en sum-
arnámsskeið frá 1. maí til 30. september.
2) Á vornámsskeið séu aðeins teknar 3 stúlkur og
aðrar 3 stúlkur á sumarnámsskeið. Reynt sé að haga
ráðningu stúlkna á sumarnámsskeið þannig, að
minnsta kosti ein þeirra hafi áður verið á vornáms-
skeiði í Gróðrarstöðinni.
3) Teknir séu 3 piltar í verklegt jarðyrkjunám frá
1. maí til 30. september og séu þeir jafnframt þátt-
takendur í garðyrkjunáminu.
4) Stjórnin semji nánari reglur um námsskeiðin og
ákveði kjör nemenda«.
Tillögur þessar samþyktar í einu hljóði.