Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Page 11
2. Kornyrkjutilraunir.
Áhugi fyrir komyrkju fer mjög vaxandi víðsvegar
um land og er því mjög nauðsynlegt að gerðar séu
ítarlegar tilraunir með kornyrkju víðar en á Sáms-
stöðum og þá sérstaklega með tilliti til þess, að veðr-
áttufar er næsta ólíkt á Suður- og Norðurlandi. Af
þessum ástæðum var sú ákvörðun tekin, að Ræktunar-
félagið legði stund á tilraunir með kornrækt. Starf-
semi þessi er þó ennþá aðeins á byrjunarstigi, því
ennþá skortir tilfinnanlega aðstöðu til að gera slíkar
tilraunir, svo sem húsrúm til geymslu á uppskerunni,
þreskiáhöld o. fl., en úr þessu verður vonandi hægt að
bæta á næstunni og verða þessar tilraunir auknar
mikið á komandi sumri.
Síðastliðið sumar voru aðeins starfræktar tvær til-
raunir með korni, auk nokkura smáreita með mismun-
andi tegundum af byggi og höfrum. Tilraunirnar
voru:
a. Sáðtímatilraun með Dönnesbygy:
Sáðtímar 3/5 12/15 22/5 30/5
Korn pr. ha. í 100 kg. 30.2 27.5 26.1 22.1
Hálmur pr. ha. í 100 kg. 61.3 66.9 56.9 54.7
Þyngd 1000 korna í gr. 40.4 37.8 37.6 36.2
Grómagn í % 81.4 87.0 62.7 72.0
Sex byggtegundir, sem reyndar voru, þroskuðust
allar sæmilega. Þyngd grömm og grómagn frá á 1000 kornum 76—91.3%. frá 38.2—42
b. Sáðtímatilraun með Niðarhafra:
Sáðtímar 3/5 12/5 22/5 30/5
Korn pr. ha. í 100 kg. 14.0 13.8 13.9 10.0
Hálmur pr. ha. í 100 kg. 42.0 45.5 50.0 48.0
Þyngd á 1000 kornum < gr. 32.2 32.6 33.0 34.8
Grómagn í % 6.0 9.3 4.7 4.0