Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Page 13
15
háðist nokkuö af töðu með góðri verkun, einkuril af
seinni slætti og eins á annað hundrað hestar, sem
settir voru í vothey. Hefur taðan reynst sæmilega og
má þakka það eftirfarandi atriðum:
1. Votheysgerðinni, sem er sjálfsögð á hverju býli
og hvernig sem viðrar. Margir draga alltof lengi að
setja í vothey, einkum þegar aðeins ein gryfja er til
á heimilinu, en oft er það mestur vinningur að setja
í vothey í byrjun sláttar, eða snemma á túnaslætti.
Það getur valdið eins miklu tjóni að di'aga of lengi að
slá eins og þó taðan hrekist, því grasið trénar, tapar
næringargildi og háar-sprettan verður rýr ef seint er
slegið. Á hina hliðina er snemmslegin taða mjög þurk-
vönd, en háin sprettur fljótt á því sem fyrst er slegið
og treðst þá og spillist ef fyrri slátturinn hirðist eigi
fljótt. Getur því verið fyllilega réttmætt að setja töð-
una, sem fyrst er slegin, í vothey ef ekki er útlit fyrir
eindreginn þurk. Vegna þess, að grasið sprettur hæg-
ar þegar líður á sumarið, er meira svigrúm til að haga
seinni slætti eftir hagstæðu veðráttufari.
2. Föngum og stökkum, sem ég nota alltaf mjög
mikið og þó sérstaklega þegar tíðarfar er óhagstætt,
reyni ég þá að ná töðunni upp í föng eða smástakka
strax og nokkur tök eru á. Taða, sem komin er í föng
eða smástakka, hrekst aldrei eins mikið og sú, sem
liggur flöt, jafnvel þó föngin og stakkarnir gegnvökni.
Háin skemmist minna og þurkvöllurinn þornar fljótar
eftir regn, heldur en ef heyið liggur á honum og svo
er taða úr föngum og stökkum fljótari í þurk en sú,
sem legið hefur flöt. Að fanga og stakka hálfþurru
heyi þykir ekki verkadrjúgt, einkum ef útlit er fyrir
þurk, en í þurkatíð jafnar heyið sig og þornar ein-
kennilega mikið samantekið og þarf þá oft ekki nema
stutta þurkstund til að þorna að fullu, þegar það er