Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Síða 18
Garðyrkjuskýrsla 1934.
Það var ekki alltaf leikur einu að starfa að garð-
yrkju í vor og sumar. Framan af vorinu var mjög
kalt, og sumarið eitt hið allra votviðrasamasta, sem
menn muna. Það var því margt verkið, sem ekki kom
að tilætluðum notum og ekki fór eins vel úr hendi og
skyldi. En þetta þekkja svo margir, að ekki þýðir að
fjölyrða um það.
Trjdrœkt.
Snjólaust var hér í Gróðrarstöðinni 1. maí, en ekk-
ert var þá farið að lifna yfir gróðrinum.
Veturinn hafði verið mildur og snjóléttur, og því
litlar skemdir sjáanlegar á trjánum. Einnig hafði
sumarið á undan skilið svo prýðilega við trjágróður-
inn, að hann var vel undir veturinn búinn, eins og
seinna sýndi sig.
í græðibeðum stóðu trjáplönturnar einnig vel, mjög
lítið toppkaldar. Fræbeðin voru dálítið mismunandi,
þar hafði sumstaðar töluvert dáið út, og er hætt við,
að vorkuldinn hafi átt nokkurn þátt í því.
En þegar hlýnaði seinustu dagana í maí var fljótt
að lifna yfir trjágróðrinum.
Tré og runnar laufguðust vel og blómstruðu með
albesta móti. Fyrir miðjan júní var Heggurinn (Prun-
us Padus) alsettur stórum blómum alveg upp í topp.
Hann hefur oft blómstrað hér áður, en aldrei eins vel