Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Síða 19
21
og mikið og í vor. Önnur tré og runnar komu á eftir
með blómskrúð sitt. Um mánaðamótin júní og júlí,
var Syringa vulgaris þéttsett stórum og fallegum
blómum. Það var mjog eftirtektarvert að sýrenan
blómstraði, því það er í fyrsta sinn, sem hún hefur
blómstrað hér að nokkru ráði, þó hefur hún staðið
hér í garðinum milli 10 og 20 ár. Eru miklar líkur til,
að trén hafi búið að blessaða góða sumrinu 1933.
Eins og venjulega var sáð dálitlu af trjáfræi seint
í maí, og var sumt af því farið að spíra 10. júlí. Birki-
fræið, sem sáð var í fyrrahaust, spíraði töluvert, en
smáar voru plönturnar. Fræ af Ulmus montana, sem
sáð var í júlí í fyrra sumar, spíraði allvel og eru plönt-
urnar orðnar 6—10 cm.
Sumt af smáplöntunum óx vel í sumar, þó svo
væri blautt, að varla væri hægt að hirða þær eins og
skyldi.
Græðlingar voru settir af nokkrum nytja- og skraut-
jurtum, og voru þeir dálítið farnir að blaða sig í
haust, en af græðlingunum eyðilegst altaf nokkuð
mikið á veturna. Það er víðirinn, sem stendur sig best.
Nokkuð var látið burt í vor af trjáplöntum úr græði-
beðum.
f sumar bar töluvert á óþrifum á trjánum, sértak-
lega var sveppur á birkitrjánum, sem var til mikils
hnekkis, laufið gulnaði og blöðin duttu af, og sum
trén stóðu blaðlaus sjálfsagt mánuði áður en eðlilegt
var. Einnig á hegg og víði bar dálítið á óþrifum.
Blómarœkt.
Um útiblómaræktina er ekki mikið að segja í ár,
það var svo lítil blómatíð.
Blómafræinu var sáð á svipuðum tíma og á sama