Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Blaðsíða 22
Belgjurtirnar
og þýðing þeirra í íslenzkri jarðrækt.
„ (útvarpserindi).
Sá hópur jurta er vér teljum til ertublómaættarinn-
ar Papilionaceæ, en nefnum oft einu nafni belgjurtir,
er mjög auöugur af tégundum og skipar því all virðu-
legan sess í gróðurríki jarðarinnar, því til þessarar
ættar telst ekki aðeins urmull af jurtkendum plönt-
um, heldur líka allmargir runnar og tré. Það er þó
hvorki tegundafjöldinn né útbreiðslan, er gera þessa
jurtaætt sérstaklega athyglisverða í augum bóndans
og jarðyrkjumannsins, heldur það, að innan þessa
jurtaflokks er að finna margar af ágætustu fóður- og
nytjajurtum mannkynsins, sem auk þess að gefa nær-
ingu mönnum og dýrum, stuðla meira að því, en
nokkuð annað, að viðhalda köfnunarefnisjafnvægi í
jarðrækt nútímans.
Eftir að mönnum var orðið það ljóst, hve mikla
þýðingu köfnunarefnið hefur fyrir hina lífrænu upp-
byggingu — vöxt jurta og dýra — og ennfremur, að
þetta verðmæta næringarefni skorti oft tilfinnanlega
í jarðræktinni, var eðlilegt að menn færu að renna
hýru auga til þess óhemju forða af hreinu köfnunar-
efni, sem finst í andrúmsloftinu, en % hlutar þess
eru, svo sem kunnugt er, hreint köfnunarefni, en