Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Blaðsíða 23
25
lengi vel sáu menn engin ráð til að handsama þetta
köfnunarefni og breyta því í nothæfa jurtanæringu
og það er ekki fyr en laust eftir síðastliðin aldamót,
að norðmönnunum, prófessor Knstian Birkeland og
verkfræðingnum Sam Eyde, tekst að finna nothæfa
aðferð til þessa og síðan hefur þessi iðnaður vaxið
með risaskrefum.
Nokkuru áður en þeim Birkeland og Eyde hepnað-
ist að binda köfnunarefni andrúmsloftsins og gera
það að hagnýtri jurtanæringu, höfðu menn uppgötvað,
að hið fría köfnunarefni loftsins batst í stórum stíl
í skauti jarðar og breyttist í nothæfa jurtanæring.
Þessi áburðariðja, sem náttúran sjálf hafði komið á
fót og viðhaldið í árþúsundir, en svo lengi hafði verið
hulin sjónum og skilningi mannanna, er svo stórfeng-
leg, að hin risavaxna köfnunarefnisáburðariðja nútím-
ans eru smámunir einir við hliðina á henni.
Eftir að þessi uppgötvun var gerð, hefur verið unn-
ið kappsamlega að því víða um heim að ná sem mestu
valdi yfir þessari ósjálfráðu áburðariðju náttúrunnar,
styðja hana og útbreiða og taka hana sem mest í
þjónustu ræktunarinnar. Vér skulum nú athuga nánar
í hverju þessi kyrrláti en stórfeldi iðnaður moldarinn-
ar er fólginn og á hvern hátt vér getum gert oss hann
undirgefinn.
Það er langt síðan menn veittu því athygli, að á
rótum belgjurtanna fundust iðulega einkennilegir
hnúðar eða æxli, sem voru nokkuð breytileg að útliti
og lögun hjá hinum ýmsu tegundum belgjurta, en
ávalt eins hjá sömu tegund. í jurtabók sem út kom í
Ba&el 1543, eru þessi æxli sýnd á teikningum af belg-
jurtunum, en lengi vel gátu menn ekki gert sér grein
fyrir uppruna þeirra og þýðingu, en ýmsu var tilgetið.
Alt frá því á tímum forn-Rómverja höfðu menn