Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Qupperneq 25
27
ust þeir að þeirri niðurstöðu, að það voru aðeins þær
belgjurtir, sem báru rótaræxli, er uxu óháðar aðfluttu
köfnunarefni.
Rétt eftir að þeir Hellriegel og Willfarth birtu þess-
ar rannsóknir sínar, hepnaðist Hollendingnum Beyer-
inck að einangra bakteríurnar úr rótaræxlum belgjurt-
anna og rækta þær utan jurtarinnar og gaf hann bakt-
eríunni nafnið Bacillus radicicola. Annars hefur bakt-
eria þessi hlotið ýms nöfn og mun nú oftast ganga
undir nafninu Bacterium radicicola, en oft gengur hún
líka undir nafninu Risobium.
Eftir að Beyerinck hepnaðist að hreinrækta rótar-
bakteriuna, hefur hún og samband hennar við belg-
jurtirnar verið rannsakað mjög ítarlega af ýmsum
fræðimönnum. Hafa sumir þeirra viljað greina á milli
margra tegunda af rótarbakteríum, en Þjóðverjarnir
Hiltnir og Störmer telja að um tvær aðaltegundir sé
að ræða, er þeir nefndu Risobium radicicola og Riso-
bium Beyerinckii. Þessar tegundir greinast aftur í
fleiri ólíka stofna, er eru að því leyti sérkennilegir, að
hver stofn myndar aðeins rótaræxli á einni eða fáum
náskyldum tegundum af belgjurtum. Þannig er nú
hægt að greina á milli ekki minna en 14 flokka af rót-
arbakteríum. Sem dæmi upp á þessa flokkun má
nefna: '<
Einn flokkur myndar rótaræxli á ertum, flækjum og
nokkrum fleiri tegundum, annar myndar rótaræxli á
smárategundum, sá þriðji á lupinum o. fl. teg., sá
fjórði á lúsernum o. s. frv.
Það er álitið, að allir þessir mismunandi stofnar af
rótarbakteríunni eigi uppruna sinn að rekja til eins
frumstofns, en lífsskilyrðin, sem bakterían á við að
búa, í rótum hinna ýmsu belgjurtategunda, séu dálítið
þreytileg, en bakterían' hafi smám saman lagað sig