Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Qupperneq 28
30
bakteríum og nothæft afbrigði af þeim stofni sé tii
staðar, því þó ýmsar belgjurtir geti náð sæmilegum
þroska með alhliða áburði, þó bakteríurnar vanti, þá
er als ekki hagkvæmt að rækta þær þannig, auk þess,
sem margar tegundir af belgjurtum þola illa mikinn
köfnunarefnisáburð og þrífast illa og hverfa fljótt,
ef bakteríurnar vantar.
Nú orðið er mjög mikið gert að því erlendis að
smita jarðveginn, eða fræ belgjurtanna, með völdum
og viðeigandi stofnum af rótavbakteríu, áður en sáð
er. Þetta er ýmist gert á þann hátt, að gróðrarmold
úr landi, þar sem viðkomandi belgjurt hefur vaxið
vel og borið velþroskuð rótaræxli, er dreift yfir hið
nýja land, eða hrein afbrigði af bakteríunni eru rækt-
uð á rannsóknarstofum og síðan notuð til smitunar á
landi eða fræi.
Það er nokkuð mismunandi hvers árangurs má
vænta af smitun. Sé um jurtir að i-æða, sem eru mjög
útbreiddar í hinum vilta gróðri landsins, eða eru
ræktaðar þar með stuttu millibili, er smitun venjulega
ástæðulaus. Séu jurtirnar hinsvegar aðeins ræktaðar í
landinu endrum og eins, mávænta þess, að smitun hafi
gagnleg áhrif, jafnvel þótt jurtirnar geti þroskað rót-
aræxli án hennar, en þegar um belgjurtir er að ræða,
sem eigi hafa vaxið í landinu áður, eða mjög langt
er liðið frá því þær uxu þar, má ganga út frá, að
smitun sé grundvallarskilyrði fyrir góðum árangri.
Síðan þýðing belgjurtanna og samband þeirra við
rótarbakteríurnar varð fyllilega kunnugt, hafa þessar
jurtir stöðugt verið teknar meira og meira i þjónustu
landbúnaðarins, hjá öllum þeim þjóðum, er leggja
stund á gagnkvæma ræktun og byggja hana á vísinda-
legum grundvelli. Hefur kreppa síðustu ára, sem víða
hefur komið hart niður á landbúnaðinum, átt ekki