Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Page 29
31
hvað minstan þátt í því að útbreiða belgjurtirnar og
hagnýting þeii’ra.
Til þess að hamla á móti verðfalli og sölutregðu
kreppunnar, hefur fyrst og fremst verið lagt kapp á
að minka tilkostnaðinn við búreksturinn, án þess þó
að framleiðslan rýrnaði að sama skapi og hvað lá þá
hendi nser, en að reyna að draga úr kaupum á hinum
dýra köfnunarefnisáburði, og reyna að vinna það upp,
viðhalda köfnunarefnisjafnvægi jarðvegsins og sæmi-
legum afrakstri, með aukinni ræktun belgjurta. Til
þess að gefa hugmynd um, hve geysilega þýðingu þetta
atriði hefur fyrir landbúnað nágranna vorra, skal eg
geta þess, að þýskur fræöimaður, J. Becker Dillingen,
telur, að í Þýskalandi vinnist árlega á þennan hátt,
lágt reiknað, um 250 þús. tonn af köfnunarefni, sem
samsvarar því köfnunarefnismagni, er 15 milj. sekkja
af kalksaltpétri innihalda og er þó eigi meðtalin starf-
semi þeirra belgjurta, er vaxa viltar út um haga og
heiðar. Aðrir fræðimenn telja köfnunarefnisvinning-
inn miklu meiri.
Eg vil nú víkja lítilsháttar að því, á hvern hátt ná-
grannaþjóðir vorar hagnýta belgjurtirnar og hvort
líkur séu til, að svipuð hagnýting geti komið hér til
greina.
Eftir hagnýtingunni má flokka belgjurtir þær, sem
mest eru ræktaðar hér í nágrannalöndunum, og helst
gæti komið til mála að rækta hér í þrjá flokka: 1. Á-
Imrðarjurtir, 2. Grænfóbur eða einærar fræjurtir, 3.
Fjölærar graslendisjwrtir. Þessi skipting er þó engan-
vegin nákvæm eða undantekningarlaus.
Áburðarjurtirnar eru venjulega einærar, fljótvaxn-
ar og stórvaxnar jurtir, sem ræktaðar eni með það
fyrir augum, að auðga jarðvevinn af köfnunarefni og
lífrænum samböndum.