Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Blaðsíða 40
42
smitun geti hér komið að liði og til þess að fá úr því
skorið, var síðastliðið sumar byrjað með all umfangs-
miklar tilraunir, er ganga í þessa átt. Til smitunar-
innar var aðallega notaður sænskur jarðkultur af rót-
arbakteríum fyrir smára. Ennþá verður ekkert ákveð-
ið sagt um árangur þessara tilrauna, en vöxtur smár-
ans síðastliðið sumar virðist gefa góðar vonir.
Það virðist svo, eftir þessum tilraunum að dæma,
að sú eina belgjurt, er nokkurnveginn er trygt að geti
vaxið hér vel og myndað starfhæf rótaræxli án smit-
unar, sé hvítsmárinn og er þetta í fullu samræmi við
útbreiðslu þessarar tegundar í gróðurríki landsins.
Enginn vafi er á því, að ræktun hvítsmárans getur
stuðlað mjög verulega að sparnaði á köfnunarefnis-
áburði. Þannig hefur hann í tilraunum Ræktunarfé-
lagsins gefið frá 15til 30 hesta af heyi í vaxtarauka
af ha., samanborið við smái-alaust land, en það svarar
til þess vaxtarauka, sem 2—4 sekkir af kalksaltpétri
mundu hafa gefið, samkvæmt öðrum tilraunum á hlið-
stæðu landi. Áhrif smárans eru tiltölulega minst
fyrstu árin, en virðast fara vaxandi, það sýnir tilraun
sú, er eg nú skal skýra frá og sem hófst árið 1931 og
aðallega er gerð í því augnamiði að reyna mismunandi
sáðmagn af hvitsmára:
Uppskera í 100 kg. heyhestum pr. ha. Tölurnar í
svigum sýna vaxtaraukann samanborið við smáralaust.
Enginn 12.5% 25% 50%
smári smári smári smári
1. ár 31.0 32.5 31.0 28.5
2. — 58.0 67.5 (9.5) 68.0 (10.0) 73.0 (15.0)
3. — 46.0 59.5 (13.5) 61.0 (15.0) 63.5 (17.5)
4. — 44.0 68.5 (24.5) 69.5 (25.5) 69.5 (25.5)