Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Page 41
43
Tilraun þessi sýnir tvent. í fyrsta lagi fer vaxtar-
aukinn af smáranum hækkandi, samanborið við smára-
laust, í öllum liðum tilraunarinnar. 1 öðru lagi sýnir
tilraunin, að áhrif smárans eru meiri og vissari fyrstu
árin, eftir því sem hlutdeild smárans er meiri í sáð-
magninu. Sé þannig að smáranum búið, að hann hafi
skilyrði til að breiðast út, hverfur þessi munur á
nokkrum árum. Það, sem mest styður að útbreiðslu
smárans, er slátturinn, því fyr og því oftar sem sleg-
ið er, því meiri líkur til að smárinn nái góðri fótfestu.
Verði því eigi komið við að slá fyrri slátt snemma,
er hætt við, að smárinn gangi til þurðar og þá vitan-
lega því fyr, sem sáðmagnið er minna. Eg tel því rétt,
að hafa 40—50% af hvítsmárafræi f sáðblöndunum,
ef það er notað í þær á annað borð.
Þó að áhrif smárans séu mjög álitleg í þessari til-
raun, þá eru þau þó ennþá greinilegri í sumum öðrum
tilraunum Ræktunarfélagsins. Skal eg nefna hér eitt
dæmi um þetta:
Uppskera í 100 kg. heyhestum pr. ha.
1. ár
2. ár.
3. ár
Smáralaust
41.4
65.1
53.6
50% smári
38.2
76.9
81.0
Vaxtarauki
-f- 3.2
+ 12.8
+ 27.4
I þessari tilraun er vaxtaraukinn af smáranum
strax á 3ja ári orðinn fullir 27 hestar af heyi af ha.
Fleiri dæmi þessu lík mætti nefna.
Þar sem eg tel, að tilraunir Ræktunarfélagsins með
hvítsmára hafi þegar borið hagnýtan árangur, er
ástæða til að draga saman og útskýra nokkuru nánar
þau atriði, er mestu máli skifta um hagnýting hans.
Til þess að hvítsmárinn fái notið sín og haldist
vel við í sáðsléttunum, þarf að tryggja honum þar