Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Blaðsíða 43
4r>
smára, en þar sem helmingi stærri skamtur af kalk-
saltpétri var notaður, hvarf smárinn því nær alveg.
Það er ekki hægt að gefa ákveðnar reglur um, hve
mikinn köfnunarefnisáburð sé hagkvæmt að bera á
smárasléttur, því þar kemur náttúrleg frjósemi lands-
ins fyrst og fremst til greina, en nefna má 150—300
kg. af kalksaltpétri eða jafngildrwm áburöi á ha. Smár-
anum virðist engin hætta búin, þótt köfnunarcfnis-
áburði sé alveg slept, en kalí og fosforsýru má hann
alls eigi skorta.
3. Það atriðió, sem hefvr þó hvað mest áhrif á vöxt
og vidgang smárans, er sláttutiminn, eða að slétturnar
séu slegnar snemma, því vegna þess, að smárinn vex
fremur hægt framan af sumri, en grasið kinsvegar
ört, er einmitt hætt við, að smárinn gangi til þurðar
sé seint slegið. Nú hefur reynslan sýnt, að heppilegt
er að slá sáósléttur snemma yfirleitt, því þótt af þvi
leiði, aó uppskeran verói fremur rýr í fyrra slætti, þá
vinst það upp að miklu leyti í seinna slætti og vafa-
laust að öllu leyti, þegar tillit er tekið til þess, að
snemmsegin taða hefur, að Öðru jöfnu, mun mcira
fóður- og notagildi, heldur en sú taða, sem seint er
slegin. Eftir fyrri slátt vex smárinn tiltölulega örara
en grasið, og getur þá fyllilega kept við það, enda ber
alltaf mest á smáranum í seinni slætti og vaxtarauk-
ans af honum gætir þá einnig mest. Smárinn þolir
slátt mjög vel og virðist þéttast því meir, því þéttar
sem hann er sleginn. Sama gildir og um beit. Má nota
þetta til að auka gengi smárans, þar sem hann er í
hnignun.
Ekki er hægt að fullyrða neitt um það, hvaða áhrif
mismunandi veðráttuskilyrði í hinum ýmsu héruðum
landsins geti haft á vöxt og viðgang smárans, því til-
raunip Ræktunarfélagsins eru ekki einhlítar til að