Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Síða 44
46
skera úr því. Þá ályktun má þó af þeim draga, að
hvítsmára megi vafalaust rækta mjög víða hér á
landi, sé búið að honum á réttan hátt og hann geti,
er fram líða stundir, haft ómetanlega þýðingu fyrir
grasrækt vora og sparað oss mikil áburðarkaup.
Að síðustu vil eg minnast lítilsháttar á lúsernurnar,
sem nokkurum sinnum hafa verið reyndar hjá Rækt-
unarfélaginu, en ávalt mishepnast. Lúsemurnar eru
vafalaust einhver besta fóðurjurtin af flokki belgjurt-
anna og geta gefið mjög mikla uppskeru, þar sem
vaxtarskilyrði eru hagkvæm. Því miður er hætt við,
að örðugt sé að veita þeim viðunandi lífsskilyrði hér
á landi.
Síðastliðið sumar var enn á ný reynt að sá lúsern-
um hjá Ræktunarfélaginu og var fræið smitað með
dönskum bakteriukultur (Nitragin), sem sérstaklega
er ætlaður til smitunar á lúsernum. Eftir rótaræxlun-
um að dæma, virðist smitunin hafa hepnast ágætlega,
en enginn verulegur vaxtarmunur kom í ljós á milli
smituðu og ósmituðu reitanna, þó virtust lúsernurnar
á smituðu reitunum sölna seinna en þær ósmituðu.
Meiri árangurs var ef til vill ekki að vænta á fyrsta
ári. Hinsvegar ætti þessi tilraun að geta skorið úr
því, hvort smitunin er nægileg til að bjarga lúsernun-
um yfir veturinn og hvort þær geta vaxið hér til
frambúðar og náð viðunandi þroska.
Eg hef nú í þessu lauslega ágripi reynt að gera
nokkura grein fyrir, hvaða þýðingu belgjurtirnar geta
haft fyrir íslenska jarðrækt og í hverju þýðing þeirra
er fyrst og fremst fólgin. Þá hef eg reynt að gefa
nokkura hugmynd um tilraunir þær, sem verið er að
gera hjá Ræktunarfélagi Norðurlands með ýmiskonar