Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Síða 53
55
ef nota á laus flekamót ofan á gryfjuna, að hafa dá-
lítinn fláa í opi gryfjunnar á síðustu 15—20 cm. og
svo dálítinn stall efst, sem lausu mótin falla í. Fláann
má fá á þann hátt að setja hring úr borðstúfum utan
á innri mótin í gryfjuopinu, sjá mynd 3 I, kemur þá
fram stallur, sem síðan er hægt með húðun að
breyta í fláa, sjá mynd 3 II. Líka má steypa steina
með fláa og stalli og hlaða gryfjukantinn úr þeim, sjá
mynd 3 III.
Dyr og þak.
A djúpri gryfju verður varla komist hjá því að
hafa dyr. Sé gryfjan inni í hlöðu má hafa dyrnar
nokkurnveginn á miðjum gryfjuveggnum, en sé gryfj-
an grafin í jörð, verða dyrnar að koma á þann hluta
gryfjunnar, sem er ofanjarðar. Bezt er að hafa dyrn-
ar ekki stærri en svo, að nokkurnveginn auðvelt sé
að komast um þær og taka hey í gegnum þær. Dyrun-
um þarf að loka, þegar látið er í gryfjuna, með þéttum
fleka, sem fellur í gróp og hefur sömu lögun og gryfju-
veggurinn. Er áríðandi að vel sé gengið frá dyrunum,
svo loft komist ekki gegnum þær inn i heyið.