Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Blaðsíða 66
vNoi'egssaltpétur, þýshur Kalksaltpétur, Kalkamm-
onsaltpétur, Chilisaltpétur og Brennisteinssúrt amm-
oniak, hafa haft mjög svipaöar dtmrðarverkanir á
graslendi, þó eru likur til þess, að Chilisaltpétur og
Brennisteinssúrt amoniak reynist lakar, einkum er til
lengdar lætur«.
Þetta segja tilraunimar og þær benda ótvírætt í þá
átt, að hagkvæmt sé að kaupa og nota Brennisteins-
súrt ammoniak, þegar verðlag þess, samanborið við
annan köfnunarefnisáburð, er eins og það er nú.
Eg gæti tekið fleiri dæmi þessu lík til skýringar á
því, hvemig hægt er að hagnýta fróðleik þann, sem
er að finna í þessari skýrslu, þrátt fyrir það, þótt hún
virðist ekki árennileg til aflestrar við fyrstu yfirsýn,
enda er hún alls ekki til þess ætluð að lesa hana í belg
og biðu, og sama má segja um flestar hinar lengri og
ítarlegri búfræðiritgerðir, sem birtast í búfræðitíma-
ritum, en ef við gleymum ekki að grennslast eftir
því, hvað þær segja, þegar við þurfum á upplýsingum
að halda, þá gerir ekkert til, þótt þær bíði ólesnar og
óuppúrskonar, meðan við finnum enga hvöt hjá okkur
og höfum enga ástæðu til að leita upplýsinga um þau
málefni, sem þær fjalla um.
Ó. J.