Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Page 67
Skýrsla
um starfsemi Búnaðarsambands Skagfirðinga 1934.
/. Skýrsla sambandsst/órnar.
Starfsemi sambandsins hefur breyst nokkuð á þessu
ári frá því sem verið hefur. Ný verkefni hafa verið
tekin til meðferðar, en dregið úr framkvæmdum á
öðrum sviðum. Sambandið hefur fylgt þeirri reglu
frá öndverðu, að velja sér eitt aðalverkefni, og lagt
höfuðáhersluna á að leysa það, bæði með fjárframlög-
um og á annan hátt, telur sambandið, að með einu
átaki verði helzt að vænta verulegs árangurs, og að
bændum og öðrum, er fé leggja af mörkum til sam-
bandsins, verði þá ljósara en ella, að því er ekki á
glæ kastað.
Verkefnið, sem sambandið valdi sér í upphafi, fyrir
aðalstarf, var efling garðyrkjunnar á sambandssvæð-
inu. Garðrækt var yfirleitt lítil og alment áhugaleysi;
stóðu Skagfirðingar mjög að baki ýmsum öðrum í
þessu efni.
Sambandið hefur unnið að því á undanförnum ár-
um, að kippa þessu í lag, meðal annars hefur það
lagt fi'am allmikið fé í þessu skyni, miðað við getu
þess, hefur því verið vaxið til kaupa á útsæði og til
gjafaútsæðis, til garðyx-kjuverkfæi'a-kaupa, til styrkt-