Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Síða 78
80’
skal auk þess heimilt að nota hann nú eftir félagatölu
þeirra það ár. Pantanir garðverkfæra skulu vera
komnar til sambandsstjórnar fyrir 15. næsta mán.«
Tillagan samþykt ásamt öðrum lið.
Við þriðja lið kom fram svohljóðandi tillaga frá
stjóminni:
»Fundurinn samþykkir, með tilliti til fjarlægða og
samgönguerfiðleika í Sléttuhlíð og Fljótum, að veita á
þessu ári allt að 100 krónum, til flutnings á dráttar-
vél í þessar sveitir«.
Tillagan, ásamt liðnum samþykt í einu hljóði.
Við 4. lið lagði stjómin fram svohljóðandi tillögu:
»Með því að hirðingu og geymslu búfjáráburðar er
mjög ábótavant á sambandssvæðinu, en áburðarþörf-
in stöðugt vaxandi, vegna aukinnar ræktunar, og ó-
kleyft fyrir bændur, að kaupa útlendan áburð, svo
sem þörf krefur, þá ályktar fundurinn að verja á
þessu ári úr sambandssjóði allt að 1550 krónum, til
þess að koma skriði á byggingu safnþróa, haughúsa
og lagarheldra haugstæða á sambandssvæðinu.
Skal það gert með því, að sambandið leggi búnaðar-
félögunum til ókeypis á þessu og næsta ári steypumót,
gegn því, að þau skuldbindi sig til þess, að halda þeim
við og endumýja þau, sem þörf krefur.
Ennfremur leggi búnaðarsambandið þeim til ókeyp-
is tvo hæfa menn á næsta vori, til leiðbeininga og um-
sjónar með verkinu. Umsóknir frá þeim, sem vildu
njóta þessarar hjálpar, skulu komnar frá búnaðarfé-
lagaformönnum til sambandsstjómar ekki síðar en
15. apríl. n. k.
»Sambandssvæðinu skal skipt til þessara fram-
kvæmda þannig, að unnið sé til skiptis, sitt árið hvort
í austur- og vesturhluta sambandssvæðisins, og telst