Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Blaðsíða 80
82
Tillagan ásamt liðnum samþykt í einu hljóði.
Með 6. lið fylgdi þessi tillaga frá stjórninni:
»Fundurinn ályktar að fela sambandsstjóminni að
kaupa pípumót og gera tilraun, helst á næsta vori,
til þess að steypa skolpleiðslurör, til afnota fyrir hér-
aðsbúa, enda sé þeim gefinn kostur á því að fá þau
fyrir sem næst kostnaðaivverð«.
Samþykt með samhljóða atkvæðum.
Með 7. lið fylgdi svohljóðandi tillaga frá stjórninni:
»Fundurinn felur sambandsstjórninni að sjá Bún-
aðarfélögunum fyrir ókeypis gulrófna- og fóðurrófna-
fræi á næsta vori. Ennfremur að hlutast til um, að
ýmiskonar matjurtafræ verði til sölu á Sauðárkróki
og það auglýst almenningi«.
Tillagan ásamt liðnum samþykt í einu hljóði.
8. liður með svohljóðandi tillögu frá stjóminni:
»Stjórn B. S. S. heimilast að veita allt að kr. 250.00
sem styrk til kaupa á útungunarvél með tilheyrandi
tækjum, ef beiðni kemur fram um það frá búnaðarfél.
austan fjarðarins. Enda sé það trygt, að almenningur
njóti hlunninda við það«.
Samþykt í einu hljóði.
Með 9. lið fylgi svofeld tillaga frá stjórninni:
»Fundurinn samþykkir að veita úr sambandssjóði
200 krónur í styrk til Skógræktarfélags Skagfirðinga,
ef félagið tekur til starfa á þessu ári.
Samþykt. —
Með 10. lið kom fram svohljóðandi tillaga frá sr.
Guðbrandi Bjömssyni, Viðvík.
»Fundurinn ályktar, að sambandsstjórnin láti fjöl-
rita árlega eftir aðalfund reikninga sambandsins, á-
samt fjárhagsáætlun og helstu ályktunum aðalfundar,
um framkvæmdir á því ári«.
Samþykt. —