Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Page 82
5. Önnv/r mál.
a. Talað var um, hvoru megin í héraðinu byrja
skyldi framkvæmdir í byg’gingu safnfora og haug-
húsa, og kom það fram, að menn voru tæplega við-
búnir að hefjast handa á næsta vori. Svofeld tillaga
kom fram: »Fundurinn ályktar og samþykkir, að
framkvæmd á byggingu safnfora og haughúsa byrji
á þessu ári i vesturhluta sýslunnar«.
Tillagan var samþykt með 12 atkv. gegn 5.
b. Reglur um kosningu fulltrúa á sambandsfund o.
fl. — Vegna umræðna, sem urðu um kosningu á full-
trúum til sambandsfundar, í upphafi fundarins, lagði
stjórnin fram eftirfarandi »Reglur um kosningu full-
trúa á sambandsfund o. fl.«. Steingrímur skólastjóri
hafði framsögu.
1. gr. — Fulltrúar á sambandsfund skulu kosnir á
aðalfundi hvers búnaðarfélags eða lögmætum auka-
fundi til eins ái-s í senn, þó skal búnaðarfélagsfor-
maður skoðaður sjálfkjörinn fulltrúi, ef svo er ákveð-
ið í samþ. félagsins.
2. gr. — I byrjun hvers sambandsfundar skulu full-
trúar leggja fram kjörbréf sín eða útdrátt úr fundar-
gjörð um kosningu fulltrúa, staðfestan af formanni
eða fundarstjóra.
3. gr. — Stjómir búnaðarfélaganna skulu senda
reikningshaldara sambandsins meðlimaskrá félaganna
fyrir yfii’standandi ár, í síðasta lagi fyrir 1. des. ár
hvert. —
Hver grein var borin upp og samþykkt og reglum-
ar síðan í heild samþyktar í einu hljóði.
c. Svohljóðandi tillaga kom frá aðalfundi Búnaðar-
félags Viðvíkurhrepps:
»Fundurinn felur stjórn sambandsins að skora á
stjórn Búnaðarfélags íslands og Búnaðarþing, að beita