Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Blaðsíða 84
86
manns í alidýrasjúkdómum á framangreindu svæði«.
Samþykt í einu hljóði.
g. Svohljóðandi tillaga kom frá stjórn B. S. S. og
hafði Steingrímur skólastjóri á Hólum framsögu:
»Fundurinn felur stjóm B. S. S. að vinna að því við
Búnaðarfélag íslands, að það breyti reglugerð um
veitingu jarðræktarstyrks að því leyti, er snertir þessi
atriði:
1. Að framræsla, einkum Iokræsagerð, verði styrkt
meira en verið hefur, til sami'æmis við annan jarð-
ræktarstyrk.
2. Að lagarheld haugstæði og flórar í fjárhúsum
verði styrkt hlutfallslega að jöfnu við áburðarhús og
safnþrær«. — Samþykt í einu hljóði.
h. Stjórnarnefndarmaður Sig. Sigurðsson sýslumað-
ur las upp: »Frumvarp til samþyktar fyrir Skaga-
fjarðarsýslu, um mat á heyi til sölu«. Hafði hann, á-
samt Jóni Sigurðssyni á Reynistað og Sigurði Þórðar-
syni á Nautabúi samið reglur þessar. Attu þær að
leggjast fyrir næsta sýslufund og síðan fyrir almenn-
an fund sýslubúa til samþ. Skýrði hann reglurnar ít-
arlega, og kvað Skagfirðinga vera hina fyrstu, um
vöruvöndun á þessu sviði.
i. Þá lýsti Björn Jónsson i Bæ byrjunartilraun til
silungsklaks við Höfðavatn, en sambandið hafði styrkt
þetta fyrirtæki árið 1932 með 200 krónum. Hafa þeir
Hofshreppsbúar komið upp húsinu, og töldu að nú
mundu vera þar syndandi um 40.000 seyði vel fjörug
og efnileg.
j. Fyrirspurn kom fram um það, frá Birni Jónssyni,
Bæ, hvað nefndir þær hefðu gert, sem kosnar voru
áður til þess að ákveða verðlag lands og sjávarafurða,
er gengu í vöruskiptaverzlun. Björn Jónsson hrepp-
stjóri á Stóru-Seylu skýrðj frá því, að nefnd sú, er