Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Side 91
93
er fullbygt og mun hafa kostað kr. 1200.00—1500.00.
Styrkurinn er greiddur. Með tilliti til styrksins hefur
Gísli udirgengist að láta bændur í Hrafnagilshreppi
njóta sérstakra kjara um kaup á varphænum næstu 5
árin.
4. Þá hefur stjórnin greitt kr. 1000.00 af þessum
styrk í Landskjálftasjóð.
5. Þá hefur stjórnin heitið Búnaðarfélagi Saurbæj-
arhrepps styrk, að upphæð kr. 350.00, til kaupa á 2
handspunavélum og heybindingsvél. Vélar þessar eru
keyptar og verður því styrkur þessi greiddur nú á
næstunni.
6. Ennfremur hafði stjórnin heitið Búnaðarfélagi
Svarfdæla styrk að upphæð kr. 300.00 til kaupa á
haridspunavél og tvíbreiðum vefstól, en félagið hefur
hætt við að kaupa vefstólinn og lækkar því þessi
styrkur niður í ca. kr. 150.00. Kemur sennilega til út-
borgunar snemma á næsta ári.
7. Þar sem fleiri umsóknir frá búnaðarfélögum eða
einstaklingum höfðu eigi borist um styrk af þessum
lið, eða þá verið teknar aftur, hefur stjómin ákveðið
að verja eftirstöðvunum, sem verða sennilega kr.
1115.00, til eflingar og undirbúnings kornyrkju i hér-
aðinu og á þann hátt að styrkja Ræktunarfélag Norð-
urlands til að gera ítarlegar tilraunir með kornrækt,
en svo sem kunnugt er, útheimtir slík starfsemi all-
mikinn stofnkostnað í byggingum og áhöldum. Er
þetta í samræmi við raddir, sem fram hafa komið á
sambandssvæðinu og hefur þegar verið byrjað á fram-
kvæmdum í þessa átt hjá Ræktunarfélaginu, brotið
land og byrjað á byggingu stórs geymsluhúss, sem á
að verða bæði verkfærageymsla og kornhlaða.