Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Page 92
94
II. Fundargerð aðalfundar Búnaðarsambands
Eyjafjarðar.
Ár 1934, þann 23. jan. var haldinn Aðalfundur Bún-
aðarsambands Eyjafjarðar í húsi Ræktunarfélags
Norðurlands og hófst hann kl. 1 e. h.
Fundinn setti formaður sambandsins, Ólafur Jóns-
son, og bauð fulltrúa velkomna.
Var þá tekið fyrir:
1. Kosinn fundarstjóri. Stungið var upp á Ólafi
Jónssyni og samþykt með samhljóða atkvæðum.
Ritarar fundarins voru kosnir Halldór Guðlaugsson,
Hvammi, og Jón Gíslason, Hofi.
2. Lögð fram kjörbréf fulltrúa. Voru þessir mættir
og úrskurðaðir sem rétt kjörnir:
Frá Búnaðarfélagi Glæsibæjarhr.: Stefán Grímsson.
— Bún.fél. Svalbarðsstr.hr.: Sigurjón Valdimarsson.
— Bún.fél. Öngulst.hr.: Kristján H. Benjamínsson.
— Jarðræktaríél. Akureyrar: Jón Jónatansson.
— Bún.fél. Hrafnagilshr.: Halldór Guðlaugsson.
— Bún.fél. Öxndæla: Sigfús Sigfússon.
— Bún.fél.: Arnarneshr.: Tryggvi Konráðsson.
— Bún.fél. Saurbæjarhr.: Jón Sigfússon.
— Bún.fél.: Svarfdæla: Jón Gíslason.
— Bún.fél. Ólafsfjarðar: Anton Bjarnason.
Stjórn sambandsins var öll mætt á fundinum, þeir
Ólafur Jónsson, Sig. Ein. Hlíðar og Jakob Karlsson.
Ennfremur sat fundinn ráðunautur sambandsins,
Björn Símonarson.
3. Reikningar. Gjaldkeri lagði fram endurskoðaða
reikninga sambandsins fyrir síðastliðið ár og skýrði
þá fyrir fundinum, sýndu þeir tekjuafgang að upp-
hæð kr. 4519.98.