Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Page 94
06
un Búnaðarsamb. Eyjafjarðar hefir yfirfarið hana og
ekki séð ástæðu til neinna breytinga.
Gjaldlið 9 hugsar hún sér varið sem hér segir:
»Eftir því sem fram kemur frá deildum sambands-
ins, eru það einkum 8 liðir, sem okkur virðist ástseða
til að styrkja öðrum fremur af því, sem tilgreint er í
ummælum fyrir styrkveitingu þessari frá Búnaðar-
þingi:
1) Garðrækt. Nefndin hugsar sér, að deildir þær,
sem óska styrks til garðræktar, útvegi sér sjálfar
mann til leiðbeininga í samráði við sambandsstjórn-
ina. —
2) Tóvélakaup. Félög þau á sambandssvæðinu, er
óska styi'ks til þeirra, tilgi’eini hvaða verkfæri þau
vilji fá. Hugsar nefndin sér að styrktar verði hand-
spunavélar og vefstólar.
3) Karakúlfé. Sýni það sig, að fjárblöndun með
karakúlfé reynist arðvænleg, telur nefndin rétt að
styrkja hana.
Nefndin hugsar sér, að hin einstöku félög á sam-
bandssvæðinu sæki um styrk til Búnaðarsambandsins
og sé sambandsstjórninni falið að ákveða styrkingu,
eftir að beiðnir eru fram komnar«.
Eftir alllangar umræður um nefndarálitið, var það
samþykt með öllum atkvæðum.
Þá kom fram svohljóðandi tillaga og var samþ. í
einu hljóði:
»Fundurinn samþykkir að fela sambandsstjórninni
að útvega upplýsingar um, hvort hægt væri að fá bæk-
urnar »Hvannir« og »150 jurtaréttir« með niðursettu
verði, ef tekin eru fleiri eintök. Búnaðarfélögin sendi
svo pantanir sínar til stjómarinnar, sem annist um
kaup bókanna«.
7. Fjárhagsáæthin. Um hana urðu umræður í sam-