Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Page 100
102
reikningahald hjá 1—2 bændum í hverju búnaðarfé-
lagi á sambandssvæðinu, og samþykkir í því skyni að
kaupa 26 eintök af búreikningaformum Búnaðarfé-
lags íslands«.
10. 1 sambandi við 9. lið, svohljóðandi tillaga sam-
þykt: »Fundurinn samþykkir að láta garðyrkjumann
ferðast um sambandssvæðið á þessu vori til að leið-
beina í garðrækt eftir óskum félaganna, og vill verja
til þess alt að kr. 150.00«. Einnig svohljóðandi tillaga
samþykt: »Fundurinn samþykkir að veita alt að kr.
100.00 til búnaðarfélaganna á sambandssvæðinu til
eflingar garðræktinni, gegn því að þau leggi að
minnsta kosti eins mikið fram í sama augnamiði,
hvert um sig, eins og styrk þeim nemur, er þau fá frá
sambandinu. Sá styrkur miðast við félagsmannatölu«.
11. í sambandi við 11. lið samþykkt svohljóðandi til-
laga: »Fundurinn heimilar stjórninni að veita Kven-
félagi Suður-Þingeyinga alt að kr. 500.00 til eflingar
heimilisiðnaði«. Einnig kom fram, í sambandi við
þennan lið, svohljóðandi tillaga: »Fundurinn heimilar
kr. 500.00 fjárveitingu til K. Þ. til þess að fullkomna
tóvinnuvélar félagsins svo, að þær geti sem best full-
nægt þörfum heimilisiðnaðarins í héraðinu«. Tillagan
var ekki borin upp til atkvæða, en tillögumaður óskaði
bókunar.
12. í sambandi við 13. lið, svohljóðandi tillaga sam-
þykt: »Fundurinn samþykkir að veita alt að kr. 500
til hrútasýninga á næsta hausti, þó með því skilyrði,
að jafn mikið tillag komi frá búnaðarfélögunum, til
verðlauna í hverri sveit og styrknum nemur frá sam-
bandinu, og að félögin tilkynni sambandinu fyrir á-
gústlok, hvort þau vilja sýningu eða ekki«.
13. 1 sambandi við 16. lið, samþykt svohljóðandi til-
laga: »Fundurinn vill veita kr. 150.00 kr styrk búinu í