Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1934, Page 101
ÍÓ3
liriflu, til þess að kaupa útungunarvél í þvi augna-
miði að ala upp kynbótahæns og hafa unga af þeim
stofni til sölu á sambandssvæðinu«.
15. Kom fram beiðni frá Búnaðarfélagi Ljósavatns-
hrepps um að samb. veitti því styrk til reksturs drátt-
arvélar. Málið allmikið rætt, en engin ákvörðun tekin.
16. Samkvæmt ósk Kristjáns í Nesi heimilar fund-
urinn stjóminni að kaupa hallamæli.
17. Samþykt að framvegis skuli fundarmenn á sam-
bandsfundi skila kjörbréfum.
18. Fundurinn beinir þeirri ósk til stjórnarinnar,
að hún komi með á næsta aðalfund frumvarp til skipu-
lagsskrár fyrir fastasjóð sambandsins.
19. Þá kom fram ósk um það, að lög sambandsins
séu vélrituð og send búnaðarfélögunum.
20. Þessi búnaðarfélög tóku búreikningaeyðublöð:
Búnaðarfélagið Ófeigur 2 eint. Búnaðarfélag Aðal-
dæla 2 eint. Búnaðarfélag Laxdæla 2 eint. Búnaðar-
félag Lj ósavatnshrepps 2 eint.
21. Þessi búnaðarfélög fengu Áx-srit R. N.: Búnaðar-
félag Tjörnesinga 5 eint., Búnaðarfélag Húsavíkur 10
eint., Búnaðarfélagið Ófeigur 5 eint., Búnaðarfélag
Aðaldæla 10 eint., Búnaðai'félag Ljósavatnshi'epps 10
eint., Búnaðai'félag Laxdæla 5 eint., Búnaðai-félag
Bárðdæla 10 eint.
22. Fundurinn útbýtti gulrófnafræi til Búnaðarfé-
laganna ókeypis.
23. Þá var úthl. vei'ðlaunum fyrir aukna garðrækt.
24. Samþykt að vélrita fundargerðina hið fyi'sta og
senda hana til búnaðarfélaganna.
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið.
Jón H. Þorbergsson.
Hjalti IUugason.