Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Blaðsíða 32

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Blaðsíða 32
34 leikum, að erfitt var að aðgreina þær. Á ræktunarhæfni þessara tegunda getur samt sem áður verið nokkur mun- ur, en hann verður aðeins fundinn með úrvali og ná- kvæmum samanburði. Það er því engan veginn útilokað með gamlar kartöflutegundir, sem frá ómunatíð hafa verið ræktaðar á einhverjum stað, að unt sé að bæta þær til muna með úrvali, ef það er gert á réttan hátt. Úrval- inu er venjulega hagað þannig: Um leið og tekið er upp að haustinu, er valin einhver óákveðin tala af grösum, sem gefa álitlegasta uppskeru. Hversvegna þessi grös skara frarn úr er ómögulegt að segja að óreyndu máli. Það getur verið vegna mismunandi innri eiginleika, en er alt eins oft vegna þess, að vaxtar- skilyrðin í garðinum eru misjöfn. Uppskerunni undan hverju grasi er haldið nákvæmlega aðgreindri og litið á hana sem sérstaka tegund. Næsta ár er svo gerður saman burður á þessum úrvalstegundum og óvöldu kartöflun- um, þar til úr því er skorið, hvort einhverjar af úrvals- tegundunum eru gæddar varanlegum yfirburðum. RAUÐAR ÍSLENSKAR KARTÖFLUR. Hvenær kartöflutegund sú, sem ýmist er nefnd Ljós- rauðar íslenskar eða bara Rauðar íslenskar kartöflur, hef- ur verið flutt til landsins, er með öllu ókunnugt. Ekki er heldur vitað, hvaðan hún hefur komið eða hvert hið upp- runalega nafn hennar hefur verið, en ekki er mér kunn- ugt um, að þessi tegund sé nú ræktuð hér í nágrannalönd- unum. Hér á landi hefur hún um langt skeið verið rækt- uð til og frá um alt land og sumstaðar nær einvörðungu. Útlit og eiginleikar kartöflu þessarar eru í stuttu máli þannig: Kartöflurnar eru hnöttóttar, ljósrauðar með djúpu naflastæði. Kartöflukjötið er dálítið bleikt og oft rauður hringur í því. Spírurnar eru margar, grannar og vaxa fljótt. Jarðstönglarnir verða langir svo kartöflurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.