Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Blaðsíða 27

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Blaðsíða 27
29 t. d. hefur Nemesía aldrei blómstrað hér eins fallega og mikið og í sumar. Levkoj, sem eru með allra fallegustu sumarblómunum, verða heldur fyrir barðinu á kálflugunni (því þau eru sömu ættar og kálið), og þó plönturnar eyðileggist ekki alveg, þá dregur það svo mikið úr vexti þeirra. Fjölæru blómafræi var sáð með almesta móti í sumar. Var mikið af fræinu til frá fyrra ári. Plönturnar stóðu vel í garðinum í haust, hvað sem veturinn gerir við þær. Það er svo mikið vandaverk að ganga frá plöntunum á liaustin, enginn getur fyrirfram sagt hvernig veturinn verður, og hvernig skýli plöntunum hentar best. Matjurtir. Það hefur margt gengið vel með matjurt- irnar í sumar. Þó hefur kálflugan verið allmikið til erfið- leika. Hvítkáli og blómkáli var að mestu leyti hægt að bjarga með lyfjum, en af maírófum og radísum fór margt illa. Fyrir þær jurtir var heldur ekki annað gert, en að skipta um stað. Hinn 6. og 7. maí var nokkru af matjurtum sáð út í garði, og 29. s. m. var fyrsta kálinu plantað út. Hinn 10. júní var plantað út nokkuð miklu af káli. Þá var plantað í sérstakan reit í garðinum, þar sem voru gerðar tilraunir með þrennskonar varnarlyf gegn kálflug- unni. Og reyndist þar Sublimat best; var það reynt hér áður með góðum árangri. Gömlu tegundirnar, sem við höfum haft at blómkáli og hvítkáli, gáfu góða uppskeru. Byrjað var að taka upp kál 2. ágúst. Jaatun kál, sem stundum áður hefur verið reynt hér og ekki gefist vel, þroskaði stóra og góða hausa í sumar. Gulrætur spruttu alveg ágætlega, var farið að taka þær upp seinni partinn í júlí. Voru það aðallega Nantes gul- rætur, sem við höfðum í sumar, áður höfðum við oft haft Guerande, sem líka hefur gefist mjög vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.