Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Blaðsíða 60

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Blaðsíða 60
62 unum fyrir, er byrjað frá öðrum enda línunnar að leggja neðsta vírstrenginn. Er vafið eitt bragð um hvern staur í t. d. 60 sm. hæð, eða það ofarlega, að tryggt sé, að heyið liggi ekki við jörð, þegar það er komið á strenginn. Þegar neðsti strengurinn er kominn á staurana og bú- ið að festa endann, svo hann gefi ekki eftir, er farið að láta heyið á hann. Verður að taka það í tuggum með höndununr og hrista það dálítið, svo það liggi ekki of klemt saman. Best er að láta aðeins eina til þrjár tuggur á hvert millibil fyrst, svo vírinn strengist jafnara. Þegar svo er búið að láta að fullu á strenginn, er annar lagður á sania hátt og hinn, nema hvað hann kenrur á mótsetta hlið stauranna og h. u. b. feti ofar. Það verður meira jafn- vægi á hesjunni, ef vírstrengirnir koma þanhig á víxl, sinn á hvora hlið. Heyið er svo látið á annan streng á sama hátt og þann fyrsta og þannig er haldið áfram, þar til komnir eru eins margir strengir og staurarnir leyfa. Nauðsynlegt er að setja nokkur hliðarstög á hesjuna, t. d. á fjórða hvern staur, má hafa þau úr sama vírnum og setja þau um leið og efsti eða næstefsti strengurinn er lagður. Stögunum má festa með smáum hælum 4—5 m. frá hesjunni. Ská- skífur er hægt að nota í staðinn fyrir stög. Þetta veitir hesjunni öryggi gegn stormum. Ennfremur er öryggi að því, að láta enda hennar snúa gegn þeim áttum, sem stormasamastar eru. Fullgerðar hesjur líta út eins og háir og vel gerðir veggir til að sjá og séu þær margar samhliða með svipuðu millibili, er gaman að líta yfir þær úr nokkurri fjarlægð. Ef stormurinn aflagar ekki hesjurnar, þarf ekkert við heyinu að snerta fyr en það er tekið fullþurt og flutt heim. Til þess að þurka á þennan hátt 10 hesta af heyi, þarf ekki minna en 25 staura og 3—400 m. af vír. Það er því um nokkurn stofnkostnað að ræða. Sennilega er nú orð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.