Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Síða 24

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Síða 24
24 og bezta fáist ekki gert í málefnum Búnaðardeildarinnar og því, sem fléttast þar saman við. Það er blátt áfram skylda mín að gera ráð fyrir, að þau öfl geti orðið ofan á, íllu heilli, sem virða meira malbik en mold, og meta dýrara eigin stundarhag og þægindi heldur en framtíðarheill mik- ils máls. Um leið tel ég það blátt áfram skyldu mína að gera það litla, sem ég get, til þess að bjarga því sem bjargað verður, ef ílla fer og hin verri leið verður valin, Framhalds- deildin flutt frá Hvanneyri og Búaðardeildin kyrrsett fyrir sunnan Kollafjörð, þó ekki sé nema með því að benda á hið næst bezta, er gera má og gera verður, ef hið versta á ekki að verða ofan á, eins og nú er jafnvel útlit fyrir. Hið versta, sem getur skeð með Búnaðardeildina og Framhaldsdeildina, er það, sem nú er á döfinni og helst heyrist um: Að byggt verði við Atvinnudeildina við Hring- brautina, svo að það verði framvegis húsnæði fyrir skrif- stofur og rannsóknastofur Búnaðardeildar. Raunar hefur einnig komið til tals, að Búnaðardeildin flytti í leiguhús næði hjá Búnaðarfélagi íslands, er félagið hefur reist höll sína við Melatorg. Samhliða þessu á svo, eins og ég hef áður sagt, að efna til nýrrar beitarhúsaaðstöðu fyrir búvísinda- menn Búnaðardeildar á Korpúlfsstöðum, hopa á hæl þang- að frá Varmá. Jafnframt á svo Framhaldsdeildin á Hvanneyri að leggj- ast riður, en Búnaðardeildin og Háskóli Islanás á við þess ar aðstæður að taka að sér framhaldsmenntun í búfræði, svo að endist til kandidatsprófs. Þetta má ekki ske. Það verður að fylkja liði vakandi manna, til þess að afstýra þessum lágkúruskaþ, og koma. Búnaðardeildinni á gras. Þetta síðast nefnda atriði málsins er ofur einfalt og hið sama, hvort sem Búnaðardeildin verður svínbundin Reykja- víkurmegin Kollafjarðar eða kemst upp að Hvanneyri. Búnaðardeildin á að fá hæfilegt og hentugt land til fullra

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.