Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Page 38

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Page 38
38 XVIII. Erfitt er fyrir ókunnuga að átta sig á því, hvernig á því stendur, að tilraunastörf þeirra vísindamanna í Búnaðar- deild, sem fást eiga við furtakynbœtur og rœktunarrann- sóknir, hafa leiðst svo mjög inn á meira en vafasama braut, svo sem áður er lýst, stundum er jafnvel unnið að hálf- gerðri endurtekningu á því, sem verið er að gera á tilrauna- búunum fjórum, og þó að því sé ekki til að dreifa, ýmist í hálfgerðri samkeppni við tilraunabúin, eða að athugunum og tilraunum þess háttar, sem tilraunabúin eiga að eðlileg- um hætti að sinna. Starfsmenn Búnaðardeildar á þessu sviði fyrr og nú verða ekki sakaðir um þetta einir manna, þó að mjög sé þeim málið skylt, hér er stærra í efni. Rannsóknaráð og Tilraunaráð jarðræktar hafa blátt áfram á ótrúlegan hátt beitt mjög óheppilegri handleiðslu í málinu og beint starfinu inn á þá braut, sem hefur verið gengin nú um skeið. í tillögu dags. 7. apríl 1951, kemst Rannsóknaráð þannig að orði um verkefnin og „framtíðarskipun jarðræktartil- rauna og jurtakynbóta við búnaðardeild“: „1. Samanburðarrannsóknir á fóðurgrösum með það fyrir augum að velja fræblöndur, er aðeins innihalda tegund- ir, er koma að fullu gagni við íslenzka staðhætti. Álitleg- ustu fræblöndurnar yrðu svo sendar tilraunastöðvunum víðs vegar um land til þess að prófast frekar við fjöl- breytileg skilyrði. ■ 2. Kornræktartilraunir, þar sem stöðugt séu reynd ný af- brigði, sem fram koma erlendis og reynt að velja úr þau, sem bezt henta hér. Álitlegustu tegundirnar yrðu svo reyndar frekar á tilraunastöðvum út um land, og mundu þær svo rækta sáðkorn handa bændum af þeim afbrigðum, sem bezt reyndust. 3. Samanburðartilraunir á kartöfluafbrigðum, þar sem

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.