Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Síða 43

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Síða 43
43 — „Tilraunastöðvarnar fella svo sinn endanlega dóm.“ Þannig er skilgreining Búnaðardeildarinnar á verkaskipt- ingunni, og með nafninu tilraunastöðvar er átt við tilrauna- búin fjögur og margnefndu. Það er auðvitað enginn vansi fyrir vísindamenn Búnaðar- deildar að vinna einföldustu tilraunastörf og að athug- unum — til undirbúnings verulegum tilraunum. Samt er þetta engin verkaskipting né starfstilhögun, sem röksemd er í. Með því að hafa einn aðstoðarmann í starfi með Klemensi á Sámsstöðum, var leikandi auðvelt að gera þar, það sem gert hefur verið að þessum kartöflu- og grasfræ- stofna úrvinnslu athugunum á vegum Búnaðardeildarinn- ar. Hefðu þá vísindamenn Búnaðardeildar getað notað tíma sinn betur til stærri starfa. Þetta er augljóst þeim, er sjá vilja. Hið sorglega er, að hin umræddu vinnubrögð og verkaskiptin eru eftir forskrift Tilraunaráðs jarðræktar og Rannsóknaráð ríkisins frá 1951.1) Hér er um svipað að ræða, eins og ef Háskóli íslands tæki að sér að búa unglinga undir inntökupróf í Mennta- skólann og vinsaði úr þá, sem þættu hæfastir til náms í 1) Hér má benda á það, að aðstoðarmenn hafa alls ekki verið fáanlegir á tilraunastöðvarnar, þó að þráfaldlega hafi verið eftir þeim leitað, og að meðan Búnaðardeildin hefur ekki aðstöðu til þess að vinna að stærri verkefnum, er bæði krefjast bygginga og betra lands, virðist ekki óeðlilegt, að starfsmenn deildarinnar veiti tilraunastöðvun- um þá aðstoð, er þeir mega veita við ófullkomna aðstöðu. A það má einnig benda, að eitt meginatriðið í kynbótum jurta, en þær telur höf- undur þó tvímælalaust verkefni búnaðardeildar, er einmitt úrvinnsla þeirra tegunda, er fram koma við kynbæturnar, og því alveg hliðstætt þeirri úrvinnslu á erlendum gróðurtegundum, er búnaðardeildin hefur gert. Útvegun þessara jurtastofna og fyrsta úrvinnsla þeirra er líka síð- ur en svo vandalítið verk. — Skortur aðstoðarmanna á tilraunastöðvun- um hefur lengi verið vandamál, sem öllum hlutaðeigandi aðilum hefur verið ljóst, en annað hvort hafa engir fengizt, eða þeir hafa ekki viljað ílendast. Hefur jafnvel reynzt fullerfitt að fá tilraunastjóra. — Ó. J.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.