Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Síða 4

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Síða 4
4 Mjólkursamlag, og enginn reiðir mjólkina lengur í hnakk- töskunni í bæinn. Ekki get ég eða neinn annar sagt ykkur hver kýrnytin var fyrir hálfri öld. Ég hef fengið skýrslu frá einum bónda um kýmyt hans rétt eftir aldamótin, og hún var ekki há. Af þessari skýrslu og því hvað kýrnar í Svarfað- ardal mjólkuðu, þegar þeir fyrst stofnuðu nautgriparæktar- félag — en það var fyrsta félagið stofnað hér í sýslu, má ráða, að meðal kýrnytin sé nú hart nær helmingi hærri en hún var þá. Það er þá líka mikill munur á meðferðinni nú eða þá, og þó liklega enn meiri munur á umsetningshæfni eða eðli kúnna. Á það má einnig benda að síðan S. N. E. (Samb. nautgriparæktarfél. Eyjafj.) var stofnað fyrir tæpum 30 árum hafa meðalafköst kúnna á félagssvæðinu aukizt um þriðjung að minnsta kosti. Árið 1917 áttuð þið 42 þúsund sauðfjár. Síðan hefur það fækkað og fæst varð það fjárskiptaárið 1949. Þá komst það niður í 3815. Þó ekki séu liðin síðan nema fá ár hefur því nú fjölgað aftur, og í vetur höfðuð þið á fóðri yfir 34 þús., svo talan ætlar fljótt að komast upp í það, sem hún áður var hæst. Ekki veit ég eða neinn annar hvaða arð þið höfðuð af fénu ykkar fyrir hálfri öld. Það er fyrst 1934, sem við vitum hver var meðalþungi dilkanna á hinum ýmsu slátur- stöðum. Þá var meðalþungi dilka slátruðum á Akureyri 12.11 kg. Eftir því, sem næst verður komizt, vantaði þá 21% upp á að slátrað væri dilk undan á. Með líflömbunum fengu menn þá ekki dilk undan ánni. Geldu ærnar voru fleiri en þær tvílembdu. Nú er slátrað meira en dilk undan hverri á, og eru því tvílemburnar fleiri en nemur tölu lif- lambanna. Þrátt fyrir þetta er meðalþungi sláturlambanna nú 14.5 kg, svo augljóst er, að sauðféð gefur, að minnsta kosti brúttó, mikið meiri arð en áður fyrr. Hrossunum hefur fækkað. Þið áttuð 2388 luross árið 1917, en eigið nú bara 1196, og munu mörg þeina lítið notuð,

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.